Eitt áhugaverðasta efnið sem var til kynningar á ný yfirstöðnum fræðadögum heilsugæslunnar um sl. helgi var fyrirlestur Hólmfríðar Guðmundsdóttur, tannlæknis frá Lýðheilsustöð um lélega tannheilsu íslenskra barna. Sýndar voru myndir af börnum þar sem flestar tennurnar voru stórskemmdar, sumar uppétnar eða bara gómurinn eftir, enda tennurnar verið dregnar úr. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsa íslenskra barna er miklu […]