Færslur fyrir september, 2011

Föstudagur 16.09 2011 - 10:00

Þú getur þetta, Vigdís!

Sýndar-Ási – einsog sigurvissir stuðningsmenn kalla hann – er maður dagsins í bikarkeppninni æsilegu á þingi og gerir nú raunverulegt tilkall til fyrsta sætisins í keppninni. Gunnar Bragi Sveinsson sem enn heldur toppsætinu átti hinsvegar slakan dag í gær og má nú reyna að kalt er á hefðartindi. Gunnar Bragi hefur raunar lagt fram kvörtun […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 07:57

Loksins, loksins, Ásmundur Einar!

Ásmundur Einar Daðason hefur fundið fjölina sína! Þingmaðurinn hefur lítið sést í þingsal á kjörtímabilinu og verið hálfvegis utangátta eftir að hann yfirgaf kjósendur sína og gekk í Framsóknarflokkinn – en eftir rólega byrjun er hann nú orðinn einn efstu manna í keppninni um sýndarbikarinn og náði í gær sjálfum Pétri Blöndal að stigum. Stuðningsmenn Sýndar-Ása […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 11:02

Reykjavík ráði sjálf

Ég held að það sé ekki til neinn endanlegur stórisannleikur um það hvað borgarfulltrúar í Reykjavík eiga að vera margir. Sjálfsagt mál að alþingi tryggi með lögum að þeir séu nógu margir til að lýðræðið virki í hreppsnefndarkosningum hjá okkur í höfuðborginni – en umfram það er þetta mál best komið í höndum okkar borgarbúa […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 19:03

Ólöf sýndarhástökkvari dagsins!

Hástökkvarinn í sýndarbikarkeppninni þessa stundina er Ólöf Nordal! Frammistaða Ólafar kemur mörgum á óvart en Ólöf er fylgin sér í reynd og sýnd og hefur staðið sig með eindæmum í andsvörum við félaga sína undanfarinn sólarhring. Enn hefur Gunnar Bragi Sveinsson þó undirtökin og hefur í raun treyst forustu sína þar sem framganga Péturs Blöndals […]

Mánudagur 12.09 2011 - 20:15

Fær Gunnar Bragi sýndarbikarinn?

Keppnin um sýndarbikarinn ­er ótrúlega spennandi, og hafa orðið miklar sviptingar meðal alþingismanna í stjórnarandstöðu í dag. Forustan hefur þó allan daginn haldist í höndum Gunnars Braga Sveinssonar þingflokksformanns Framsóknar, sem er tveimur stigum ofar en næsti keppandi og hefur staðið sig vel í dag. Sýndarbikarinn verður sem kunnugt er veittur þeim alþingismanni úr stjórnarandstöðu […]

Föstudagur 09.09 2011 - 09:56

Hver fær sýndarbikarinn?

Fyrir svona áratug voru tekin upp svokölluð andsvör í umræðum í þinginu – þegar ræðumaður hefur lokið máli sínu getur annar þingmaður komið strax upp með stutta spurningu eða einhverskonar álit sem hinn svo svarar, spyrjandinn kemur aftur og ræðumaður svarar aftur. Þetta þótti mikil framför. Ræðumaður getur átt von á að þurfa að standa […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 11:03

Árósasamningurinn í húsi

Hér á að vera hátíð hjá áhugamönnum um umhverfismál og náttúruvernd! Árósasamningurinn um umhverfisvernd og mannréttindi verður leiddur endanlega í lög á morgun – insjalla – þegar samþykkt verða tvö frumvörp sem tryggja framgang þess af þremur meginþáttum hans sem okkur vantaði: Réttur almennings til réttlátrar málsmeðferðar vegna ákvarðana um umhverfismál, einsog það heitir nokkuð […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur