Færslur fyrir júlí, 2010

Miðvikudagur 28.07 2010 - 19:22

Verndum sjávarútveginn

Það þarf að vernda sjávarútveginn fyrir erlendu fjármagni, var haft eftir Jóni Bjarnasyni í kvöldfréttum Sjónvarps. Kannski finnst Jóni að það ætti að vernda atvinnuvegina frá fjármagni yfirhöfuð? En það er rétt – það þarf sannarlega að vernda sjávarútveginn fyrir erlendu fjármagni – sérstaklega erlendu lánsfjármagni. Skuldar hann ekki hérumbil 600 milljarða?

Mánudagur 26.07 2010 - 09:37

Hvar í stjórnarsáttmálanum?

Ég heyri í fjölmiðlum að nokkrir þingmenn ætla að hætta að styðja ríkisstjórnina ef Magma-málið leysist ekki. Svo stórum orðum þyrfti að vísu að fylgja nánari leiðbeining um lausnina – á ríkið að kaupa Magma út? Rifta samningnum – og þá hvernig? Hvað má lausnin kosta og hvaðan á að taka það fé? Hitt veldur […]

Föstudagur 16.07 2010 - 07:09

Orð dagsins

Ég hef aldrei kunnað að meta Þóri Stephensen – enda geng ég með minn væna skammt af allskonar fordómum, pólitískum og persónulegum – og hef svosem aldrei kynnst Þóri nema gegnum fjölmiða en þegar svona texti blasir við í dagblaðinu með morgunmatnum verður maður að fara að taka til í fordómasafninu: Ég á ekki sannleikann […]

Þriðjudagur 13.07 2010 - 15:47

Magma – óþarfur æsingur

Allur ótti, pirringur og æsingur út af orkubisnessnum á Íslandi er algerlega eðlilegur og réttmætur eftir þau stórslys sem ráðamenn hafa staðið fyrir í orku-, stóriðju- og umhverfismálum undanfarna áratugi. Samt verða vinir íslenskrar náttúru og áhugamenn um efnahagslegt forræði að staldra við og hefja sig uppúr skotgröfunum kringum Magma – því að sú taugaveiklun er […]

Mánudagur 05.07 2010 - 09:29

En hver kaupir hvalinn?

„Það gengur vel að selja hval,“ segir í Fréttablaðinu í dag: „Hvalkjöt verið selt fyrir 800 milljónir.“ Þetta verð hefur fengist fyrir 372 langreyðartonn sem flutt hafa verið út á þessu ári – af aflanum frá í fyrra. Þessar uplýsingar skipta verulegu máli, einsog blaðið bendir á, því nokkuð hefur verið efast um að markaður […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur