Færslur fyrir júní, 2013

Föstudagur 21.06 2013 - 07:58

Allt vill lagið hafa: Teigsskógur, Þjórsárver

Skammt stórra högga á milli – og samt einsog kemst nýja stjórnin ekkert áfram (hvar er Helguvík eiginlega, og öll hin verðmætasköpunin sem átti að borga skuldir heimilanna?). Eftir djarflega framrás Framsóknarmannsins í mörgu ráðuneytunum gegn rammaáætlun og veiðigjaldi er komið að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú ætlar Hanna Birna Kristjánsdóttir að rústa Teigsskógi og þvera tvo firði […]

Laugardagur 15.06 2013 - 13:48

Aumingja litlu og meðalstóru útgerðirnar!

Aumingja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru að fara á hausinn vegna veiðigjaldsins. Brim, Þorbergur, Rammi. Vísir, Ögurvík, Fisk-Seafood. Og fleiri bónbjargaútgerðir. Sjá vefsetur HA-nema. En nú ætlar blessuð ríkisstjórnin að aumkva sig yfir þessa vesalinga. Samherji litli og meðalstóri er að vísu ekki þarna – en dóttirin ÚA er þó mætt fyrir hönd þeirrar […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 11:26

Illugi: Sama gamla

Ný kynslóð á þinginu, var sagt í stefnuumræðunum – ætli Illugi Gunnarsson sé af þeirri kynslóð? Þá er kynslóðin ekki verulega ný – því fyrsta verk Illuga Gunnarssonar er að fara með blessað Ríkisútvarpið í sama gamla. Með breytingunum á lögunum um Ríkisútvarpið í vor var meðal annars samþykkt athyglisverð leið við að velja stjórn […]

Mánudagur 10.06 2013 - 15:24

Evrópuráðsþing og landsdómur

Í tillögu sem laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins leggur fyrir næsta fund þingsins 24.–28. júní er hvatt til þess að aðildarríkin geri skýran greinarmun á pólitískri ábyrgð stjórnmálamanna – sem þeir eiga um við borgarana og kjósendurna – og sakarábyrgð þeirra, hvort sem þeir hafa brotið af sér í starfi eða sem almennir borgarar. Í tillögunni er […]

Fimmtudagur 06.06 2013 - 15:21

Ríkisstjórn forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson færir enn út völd sín sem forseti Íslands. Hann telur sig hafa til þess skýrt umboð eftir tvennar kosningar, annarsvegar forsetakosningarnar í fyrra og hinsvegar alþingiskosningarnar í vor þar sem óskakandídat forsetans vann góðan sigur og hefur nú myndað ríkisstjórn í umboði og eftir tilmælum Ólafs Ragnars. Við bætist að ekki tókst […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 21:45

Vissi hann ekki um Sigurð Inga?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer mikinn á heimasíðu sinni um strá og sorgir. Og segir meðal annars þetta um þá sem hafa sett spurningarmerki við yfirlýsingar hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar um rammaáætlun: Það fór varla framhjá neinum að þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fór að krukka í niðurstöðum faghópanna og gera pólitískar breytingar á rammaáætlun þá […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur