Færslur fyrir apríl, 2012

Miðvikudagur 25.04 2012 - 05:52

Jafnræði í sjávarútvegi

Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. […]

Þriðjudagur 24.04 2012 - 07:42

Hugsa fyrst, tala svo

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, flokksbróðir minn, telur samkvæmt Eyjufréttum að sú ríkisstjórn beri ekki sök á bankahruninu og hafi ekki átt kost á að grípa til neinna aðgerða til að afstýra því. Þetta segi Landsdómur. Skrýtið. Í hinni frægu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis er talið að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hin síðari hefði að […]

Föstudagur 13.04 2012 - 09:23

Annar fundur í næstu viku

Þótt deila megi um hvort bréf dómsforseta Efta-dómstólsins til utanríkisráðherra um aðildarstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins inn í Icesavemálið teljist „meiri háttar utanríkismál“ í skilningi 24. greinar þingskapa um samráð ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar alþingis – þá áttu utanríkisráðherrann og samninganefndin að kveikja á perunni strax og þetta bréf barst um mánaðamótin og láta nefndina vita. Punktur basta. […]

Fimmtudagur 12.04 2012 - 13:00

Væll

Ég held með íslenska landsliðinu í fótbolta, handbolta, skíðum, skák et cetera – en ég skil ekki þennan hávaða útaf ESB og Icesave. Evrópusambandið heldur vel utan um hagsmuni þeirra ríkja sem það mynda. Eru það tíðindi? Það sýnist mér ekki – heldur einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar eiga að gerast aðilar. […]

Laugardagur 07.04 2012 - 20:27

Að vera í jafnvægi

Ég hef nú komist að því að það allra mikilvægasta við sérhvert verk er að ná jafnvæginu. Kannski fyrir utan að vilja. HKL: Fyrst er að vilja; afgangurinn er tækni. Fyrir utan viljann þarf til dæmis verulega tækni til að hjóla á reiðhjóli, og er ekki endilega einfalt mál fyrir fólk sem er börn og […]

Þriðjudagur 03.04 2012 - 16:03

Samherji über alles

Ef löggan grunar venjulegt fólk um eitthvað misjafnt – þá kemur fyrir að venjulegt fólk skiptir skapi, en snýr sér fljótlega að því að hjálpa löggunni að finna út að það er saklaust, með aðstoð lögfræðings ef þurfa þykir og innan þeirra laga og reglna sem gilda um persónuhelgi og stöðu sakbornings. Það er að […]

Sunnudagur 01.04 2012 - 20:17

Hollande, Bayrou, Joly

Kannski ekki beinlínis óvænt: Ef ég hefði kosningarétt í Frakklandi væri Hollande, frambjóðandi sósíalista, líklegasti kosturinn. Næstu menn væru –- nokkurnveginn í sömu fjarlægð – miðjumaðurinn Bayrou og græninginn Joly. Þetta er niðurstaðan úr spurningaprófi á vefnum hjá dagblaðinu Ouest-France. Sjálfur hefði ég kannski haldið að Mélenchon, frambjóðandi Vinstrifrontsins, stæði mér nær en Bayrou, en […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur