Færslur fyrir ágúst, 2009

Föstudagur 28.08 2009 - 15:57

… de små justeringene …

Icesave samþykkt, og löngu kominn tími til eftir rúma tvo mánuði. Auðvitað er enginn glaður, eiginlega eru menn bara mismunandi fúlir. Fór þetta annars ekki örugglega 63–0? Fróðlegur er dómur norska hagfræðingsins í Kastljósi í gær um störf alþingis þennan tíma. Tormod Hermansen telur að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við ‚leiðréttingar‘ eða ‚afstemmingar‘ þingsins: … de […]

Föstudagur 28.08 2009 - 08:25

Flottar stelpur

Þær fara ekki áfram – en voru flottar í gær, og hafa skrifað nýjan kafla bæði í annál íþróttanna og sögu jafnréttisbaráttunnar. Íslenskt landslið á EM eða HM, það var draumur sem maður gat varla átt von á að nokkurntíma rættist – og auðvitað er það bara gott á okkur að það var kvennalandsliðið sem hér […]

Miðvikudagur 26.08 2009 - 11:51

Kennedy

Edward Kennedy – eftir hann er skarð – við ólumst upp með þennan flotta Jack í Bandaríkjunum, og vorum að komast til vits og ára þegar Bobby var skotinn í morðhrinunni miklu á miðjum blómatímum. Sá þriðji varð aldrei forseti en hélt í manni þeirri trú að það væri þrátt fyrir allt von í Ameríku – […]

Mánudagur 24.08 2009 - 09:07

Námslánin fyrirmynd?

Góð tillaga hjá Þórólfi Matthíassyni í Mogganum á laugardaginn um að tekjutengja húsnæðislán sem nú skapa fjölskyldum vanda sem þær eiga á litla sök. Það hefur lengi verið ljóst að úrræði sem nú eru í boði fyrir skuldara duga ekki öllum, og rétt  það sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði um daginn: Við getum ekki búist […]

Þriðjudagur 18.08 2009 - 09:58

Málstaður Sannra Íslendinga

Fyrir hverja vinnur þetta fólk? spyr Ólafur Arnarson í Pressugrein, og sýnist helst vera að velta fyrir sér atvinnurekendum mínum og Stefáns Ólafssonar prófessors sem birt er eftir frábær grein um Icesave-deiluna í Fréttablaðinu í gær – að vísu skrifuð áður en samkomulag tókst á þingi. Minn glæpur er hinsvegar pistill hér á Eyjunni þar […]

Mánudagur 17.08 2009 - 09:01

Upphefð að utan

Ef ekki væru svona margar Liljur að rugla stílinn væri upplagt að segja eftir helgina að allir vildu Lilju kveðið hafa þar sem eru breytingartillögur fjárlaganefndar við Icesave-frumvarpið – því einsog oft áður í pólitík hafa allir sigrað, líka þeir sem allsekki voru í meirihlutanum, og eru eiginlega allra gleiðastir. Samt er ennþá alveg óljóst […]

Föstudagur 14.08 2009 - 18:06

Litla bomban

Stóra bomban var það kallað á forsíðu Tímans þegar geðlæknar lýstu Jónas Jónsson dómsmálaráðherra frá Hriflu geðveikan – fyrir því stóð auðvitað Íhaldið, árið 1930 var þetta, og Jónas vann þessa orustu og stóð eftir enn keikari en áður. Á þessum stóratburði í mannkynssögunni var ég mataður í mörgum skömmtum tólf ára kaupamaður á Halldórsstöðum í Kinn, Ess […]

Fimmtudagur 13.08 2009 - 19:44

Svik við þjóðina

„Svik við þjóðina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um sáttadrögin úr fjárlaganefnd í Sjónvarpsfréttum. Ég var aðeins á taugum að það væri verið að gera einhverja vitleysu sem gæti framlengt ruglið kringum Icesave. En um leið og ég heyrði í Sigmundi Davíð varð ég alveg rólegur. Stóryrði frá Sigmundi Davíð mæla með bæði mönnum og málefnum.

Miðvikudagur 12.08 2009 - 20:47

Nýja minnihlutastjórnin

Og eftir fall Icesave-frumvarpsins um miðjan ágúst var mynduð ný minnihlutastjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Hún nýtur stuðnings Borgarahreyfingarinnar frá máli til máls, og nokkrir þingmenn VG hafa ákveðið að vera hlutlausir gagnvart stjórninni meðan reynt er að ná nýjum samningum við Breta og Hollendinga. Ráðherrar stjórnarinnar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra Tryggvi […]

Þriðjudagur 11.08 2009 - 12:53

Hvað er uppí erminni?

Samningarnir um Icesave voru undirritaðir 5. júní og frumvarpinu um ríkisábyrgð var útbýtt á þinginu 30. þess mánaðar – nú er kominn 11. ágúst og verður sífellt óljósara hvernig málinu reiðir af. Eftir rúmar fimm vikur í fjárlaganefnd er hinsvegar orðið ljóst að draumur nokkurra VG-þingmanna um 63–0 rætist ekki nema með því að setja samningana […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur