Færslur fyrir ágúst, 2009

Föstudagur 07.08 2009 - 12:49

Blóðtappi

Þessa daga eru liðnir tíu mánuðir frá hruninu. Auðvitað var óraunsætt að halda að við næðum upp úr því á nokkrum mánuðum, en ósköp gengur okkur hægt! – bæði að klára björgunaraðgerðir og koma okkur í vinnustellingar. Þjóðin varð gjörvöll fyrir feikilegu áfalli í október, efnislegu og huglægu, og við erum enn ekki komin lengra […]

Miðvikudagur 05.08 2009 - 11:08

Hvað það verður veit nú enginn

Nýjasta nýtt í Icesave-málinu er mat Hagfræðistofnunar Háskólans á útreikningum Seðlabanka og fjármálaráðuneytisins. Matsskýrslan er kynnt í sumum miðlum sem „svört“ skýrsla, en þar segir þó ekki nema það sem allir vissu: Óvissa er veruleg um afdrif Icesave-skuldanna, annarsvegar af því við vitum ekki hvað mikið kemur inn frá þrotabúi Landsbankans, og hinsvegar vegna þess […]

Þriðjudagur 04.08 2009 - 09:42

Runnu á rassinn!

(s)Kaupþing rann á rassinn með lögbannið og merkilegheitin, og þar sitja bankaleiðtogarnir nú öllum til aðhláturs – urðu að gefast upp fyrir almennri andstöðu við varðstöðu bankastjórans, skilanefndarinnar og bankaráðsins við þá leyndarveröld sem var. Þetta var líka eitthvað það vitlausasta sem bankinn gat gert í stöðunni! Vissulega eru í lekaskjalinu miklu fleiri en almenning varðar um – því […]

Sunnudagur 02.08 2009 - 12:19

Takk, Eva

Íslandsgrein Evu Joly í nokkrum merkum Evrópublöðum er snjöll pólitísk ádrepa á tregðu ýmissa helstu leiðtoga í Evrópusambandsins við að yfirgefa fagnaðarboðskap hins óhefta markaðar og koma á regluverki sem tryggir að almenningur verði ekki leiksoppur glæfra-kapítalista einsog og gerst hefur undanfarið um alla Evrópu og raunar heiminn – en alveg sérstaklega á Íslandi. Hún ávítar […]

Laugardagur 01.08 2009 - 20:28

Traust, trúnaður, Kaupþing

„Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og viðskiptavina.“ Sannarlega rétt. Ég er í viðskiptum við Kaupþing – og þætti ekkert sérlega þægilegt að þau […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur