Færslur fyrir október, 2009

Föstudagur 30.10 2009 - 08:16

Ráða skattinum sjálfir

Loksins skil ég tillögur SA og ASÍ um hvað á að koma í staðinn fyrir orkuskattinn, og þurfti til sjálfan Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambands Íslands að skýra það út fyrir mér í Kastljósi í gær. Í staðinn kemur nefnilega skattur sem SA og ASÍ ætla að ráða sjálf og hækkar og lækkar eftir þörfum. Aðrir geta svo […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 08:53

Fyrir hverja vinnur Gylfhjálmur?

Ég er alinn upp í virðingu, lotningu næstum því, við verkalýðshreyfinguna og störf hennar í þágu alþýðu frá upphafi sínu í lok 19. aldar: Að skapa réttlátt þjóðfélag. Og hef enn ekki brugðist þeim lærdómi úr foreldrahúsum að leggja við eyrun þegar forystumenn alþýðusamtakanna tala. Meginstefna Alþýðusambandsins hefur frá því á sjöunda áratugnum verið svokallaður korpóratismi, sem einmitt hefur […]

Þriðjudagur 27.10 2009 - 11:45

Í hvaða fötum er stöðugleikasáttmálinn?

Það er látið einsog allt fari beinleiðis til andskotans ef þessi svokallaði stöðugleikasáttmáli fokkast upp. Af hverju? Treystum við ekki atvinnurekendum og verkalýðsforystu til að gera á vinnumarkaði samninga í samræmi við stöðu þjóðarinnar? Er hugsanlegt að Vilhjálmur Birgisson á Akranesi hafi rétt fyrir sér um að fjölmörg fyrirtæki geti vel borgað laun í samræmi […]

Þriðjudagur 27.10 2009 - 09:38

Sælgæti, sígarettur, vindlar – og Tómas í Alcoa

Tómas Már Sigurðsson heitir ein helsta bjargvættur Íslands eftir hrun – formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Alcoa – en þessi félög berjast einmitt hönd í hönd með SA þessa dagana gegn skattpíningu ríkisstjórnarinnar á þjóðþrif, og hafa fengið í lið með sér sjálft Alþýðusamband Íslands. Pínulítill kall sem nú leyfir sér að vera félagsmálaráðherra var með […]

Föstudagur 23.10 2009 - 11:20

Ginningarfíflin öskra á Árna Pál

Ef tilhugsunin um róttækar breytingar vekur upp meiri ótta en tilhugsunin um aðsteðjandi ógn – hvernig er þá hægt að koma í veg fyrir voðann? (Brennuvargarnir, síðasta orðsvar fyrir hlé) Illugi – Þorgerður Katrín – Gunnar Bragi Sveinsson – Siv – LÍÚ-kontórinn – og auðvitað Davíð sjálfur á Mogga – eru æf af illsku útaf ræðu […]

Fimmtudagur 22.10 2009 - 23:21

Teigsskógur sigrar í Hæstarétti

Dómur Hæstaréttar í dag er öllum unnendum Teigsskógar í Þorskafirði mikið ánægjuefni. Í ljós kemur að Vegagerðin hefur rasað um ráð fram við umhverfismat, og þó einkum að Jónína Bjartmarz Framsóknarráðherra í umhverfisráðuneytinu var á skjön við lögin þegar hún sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar um vegagerð á þessum slóðum undir pólitískum þrýstingi. Jafnljóst er það […]

Þriðjudagur 20.10 2009 - 22:33

Velkominn, Björgvin Guðni

Björgvin G. Sigurðsson hefur lýst stuðningi við tillögu stjórnarandstæðinga á þingi gegn ákvörðun umverfisráðherra um mat á svokallaðri suðvesturlínu til álversins í Helguvík. Gott og vel – til þess hefur hann fullan rétt. Þegar maður er ekki bara stjórnarþingmaður heldur formaður þingflokks forsætisráðherrans – þarf sannfæringin samt að vera afar öflug til að stíga slíkt […]

Mánudagur 19.10 2009 - 15:13

Svikin samþykkt!

34 þingmenn stjórnarflokkanna gefast upp fyrir ofbeldisöflunum, afsala rétti Íslands í Icesave-málinu og fella tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu Þetta gætu orðið fréttirnar eftir samþykkt Icesave-frumvarpsins nýja ef þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengju að ráða. Því að auðvitað eru þetta „svikasamningar við Breta“ og Hollendinga, og með þeim hefur ríkisstjórnin unnið „smánarlegt verk“. Þessi „níðingslegu […]

Sunnudagur 18.10 2009 - 22:42

Icesave: Einsog vænta mátti

Lendingin í Icesave-málinu er einsog vænta mátti. Við þurfum að afturkalla „fyrirvarana“ um að hætta að borga 2024 og um að ríkisábyrgð falli niður ef mál skyldi vinnast um að ríkið beri ekki ábyrgð á Tryggingarsjóðnum. Í staðinn fallast stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi á að íslenska ríkið megi fara í slíkt mál, og að […]

Sunnudagur 11.10 2009 - 17:26

Örvænting á fiskmörkuðum?

Árið 2007 var landinn orðinn svo snjall að fiskur var hættur að skipta okkur máli. Fjármálalífið aflaði tvö- eða þrefalt á við sjávarútveginn og þetta pauf við að selja saltfisk og frosin flök ofan í einhvern lýð í útlöndum var meira einhverjar leifar frá því í gamla daga. Enda streymdi fólk úr þeim sölustörfum í […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur