Færslur fyrir október, 2009

Föstudagur 09.10 2009 - 19:35

Eitthvað annað – allt hitt

Vilhjálmur Egilsson var einsog fulli frændinn í fermingarveislunni á umhverfisþinginu í morgun. Það hafði í sjálfu sér ákveðið skemmtigildi vegna þess að á þessum þingum er sífellt kappkostað að ræða alls ekki hugsanleg ágreiningsmál og verður þessvegna minna úr samkomunni en eðlilegt væri. Fýlan í Vilhjálmi stafaði af úrskurði umhverfisráðherra um línulagnirnar á Reykjanesi – sem […]

Fimmtudagur 08.10 2009 - 10:55

Þriggja flokka stjórnin

Fréttir af fundinum hjá VG í gær eru þær að allir eru vinir. Niðurstaðan er að hætta að rífast í fjölmiðlum og halda áfram að styðja fyrstu ríkisstjórn vinstriflokka í sögunni – en að öðru leyti er allt við það sama: Liljuhópurinn situr við sinn keip og lofar engu nema skoða stjórnarfrumvörp þegar þau berast […]

Miðvikudagur 07.10 2009 - 12:27

Moggi þegir

Í gær urðu þau tíðindi að forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands bað þjóð sína afsökunar fyrir hönd ríkisvaldsins og íslenskra stjórnmálamanna á „vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda“ í hruninu. „Hver sem niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis verður um ábyrgð einstakra aðila blasir við að ríkisvaldið, raunar allt frá einkavæðingu bankanna 2004, brást í því verkefni að koma í veg fyrir […]

Þriðjudagur 06.10 2009 - 09:51

Það vantaði Ólínu

Jóhanna Sigurðardóttir að flytja skrifaða ræðu er ekki sérlega spennandi atburður, manni líður soldið einsog það sé 1. maí á árunum kringum 1960 og eftir nokkrar setningar leitar hugurinn eftir kaffi og kleinum. Þetta er einfaldlega Jóhanna, hefur lært þetta í verkalýðshreyfingunni og Alþýðuflokknum þegar hún var lítil og heldur í það af því annað er ekki […]

Föstudagur 02.10 2009 - 11:18

Hvaðan kemur orkan?

Og nú lítur út fyrir að álverið í Helguvík tefjist um margar vikur af því umhverfisráðherra ákvað að láta athuga upp á nýtt sameiginlegt umhverfismat! Öll endurreisnin ónýt, atvinnuáform útí móa á Suðurnesjum og um allt land, ólga hjá atvinnurekenda og urgur í þingflokki Samfylkingarinnar (segir í blaðafréttum allavega), þingmenn Suðurkjördæmis á neyðarfundi um málið. Þetta snýst […]

Fimmtudagur 01.10 2009 - 20:41

Hinsta eintak rann inn um lúgu

Morgunblaðið veldur ýmsum vanda þessa dagana. Á miklu lesheimili á Bræðraborgarstígnum ákvað húsfreyjan að segja upp áskrift að blaði allra landsmanna eftir áralöng og innileg samskipti. Þegar síðasta Morgunblaðið barst síðasta dag septembermánaðar orti húsbóndinn þetta harmljóð: Hinsta eintak rann innum lúgu óðar gripið til lestrar var. Önnur blöð lágu öll í hrúgu enginn skipti […]

Fimmtudagur 01.10 2009 - 08:49

Aðför hins ofbeldisfulla umheims

Ögmundur er hættur og fari hann vel – sumum finnst þetta aðdáunarverð prinsippmennska, þá má spyrja afhverju prinsippin þrýtur þegar kemur að stuðningi við þessa vondu Icesave-stjórn? Það er heldur ekki erfitt að kinka kolli í áttina að Ömma og taka eftir að þar fer maður sem lætur ekki hégóma ráðherradómsins villa fyrir sér, en […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur