Færslur fyrir maí, 2012

Laugardagur 26.05 2012 - 18:41

Sammála Páli Óskari

Páll Óskar góður í Sjónvarpsfréttum. Mannréttindi í Aserbaídsjan koma okkur við. Það er reyndar ekki sanngjarnt að ætlast til að Gréta og Jónsi standi í mótmælum í Bakú, en Ríkisútvarpið hefur staðið sig ótrúlega illa við að segja okkur frá ástandinu í landinu. Ég ákvað áðan að kjósa sænsku stelpuna. Þar að auki segir Linda […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 15:40

Evrópuviðræður með nýju umboði

Vænn áfangi í stjórnarskrármálinu í dag: Alþingi samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið frá stjórnlagaráðinu – gegn atkvæðum þeirra sem aldrei hafa viljað nýja stjórnarskrá nema þeir hafi öll völd á henni sjálfir, og – því miður – gegn atkvæðum velflestra Framsóknarmanna sem þó lofuðu hvað háværast nýrri stjórnarskrá frá sérstöku stjórnlagaþingi í síðustu kosningum. Atkvæðagreiðslan verður í […]

Þriðjudagur 22.05 2012 - 15:12

Stórfenglegur árangur

Fyrra blogg: 11. ræða Péturs Blöndals, sett inn um þrjúleytið þriðjudag: Man eftir því á þingi fyrir nokkrum árum að Pétur Blöndal sagði það um frammistöðu manna í ræðustól að sá kynni ekki að tala sem ekki gæti komið á framfæri afstöðu sinni til tiltekins máls á fimmtán mínútum. Fannst þetta nokkuð gott, og hafði auðvitað […]

Fimmtudagur 17.05 2012 - 16:16

Við strendur Afríku

Tók fyrst núna eftir forsíðu Moggans í gær, miðvikudag. Morgunblaðið er sem kunnugt er systurfyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja, og í gær fagnar blaðið komu nýjasta fiskiskips félagsins, Heimaeyjar VE-1, sem er komið yfir hafið frá Síle. Af því tilefni eru eigendurnir sjálfir á forsíðunni. Það er nefnilega vá fyrir dyrum, segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar […]

Laugardagur 12.05 2012 - 14:01

Lífeyrissjóðir, skuldir, ábyrgð

Guðmundur Gunnarsson skrifar hér á Eyjunni pistil um lífeyrissjóði og atgervislitla alþingismenn – ég reyndi að koma þar að athugasemd en mistókst af einhverjum tæknilegum ástæðum. Hér er hún nokkurnveginn: Þegar stjórnmálamenn eða aðrir tillögusmiðir benda á peninga í lífeyrsissjóðunum til að kosta hugmyndir sínar – þá sýnir það yfirleitt að tillögurnar eru vanhugsaðar og […]

Fimmtudagur 10.05 2012 - 20:22

Nýja málþófið

Lagði eyrun aðeins við málþófinu á þingi í dag – Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru núna komnir í þriðju og fjórðu ræðu – Vigdís Hauksdóttir að flytja fimmtu ræðuna meðan þetta er skrifað, hver ræða fimm mínútur, og svo koma sýndarandsvör: Mér finnst ríkisstjórnin vond og stjórnarþingmenn vitlausir – hver er skoðun háttvirts þingmanns á því […]

Sunnudagur 06.05 2012 - 22:18

Salut, Hollande

Adieu Sarkozy — Salut Hollande! Forsetaskiptin í Frakklandi koma auðvitað ekki á óvart eftir úrslitin fyrir hálfum mánuði og forustu Hollandes í könnunum samfellt síðan baráttan hófst. Þetta eru samt mikil tíðindi í frönskum stjórnmálum – bara annar vinstriforsetinn fimmta lýðveldisins frá 1958 – og sigur Hollandes gæti strax haft verulega áhrif á þróunina í […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur