Færslur fyrir febrúar, 2011

Föstudagur 25.02 2011 - 09:42

Árbót

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Árbótarmálið er komin. Hér eru  tvær málsgreinar úr samantektarkaflanum: Lokauppgjörin vekja sérstaka athygli, ekki aðeins vegna þess að þau varða umtalsverða fjármuni, þ.e. alls um 84 m.kr. að núvirði, heldur einnig vegna þess að þau orka um margt tvímælis. Miðað við hvernig staðið var að uppsögn samninga við meðferðarheimilin að Torfastöðum og […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 18:45

Stjórnlagaþingið lifi

Rökrétt niðurstaða stjórnlagaþingsmeirihlutans í nefndinni um stjórnlagamálið eftir úrskurð Hæstaréttar. Sjálfstæðisflokksforystan er á móti stjórnlagaþinginu og reynir allt til að koma í veg fyrir að það verði til – taldi sig hafa himin höndum tekið þegar Hæstiréttur felldi sinn úrskurð, og hótaði öllu illu þegar sú hugmynd var nefnd að hafa uppkosningu um leið og […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 18:36

Samningar eða dómstólar

Forsetinn ákvað það sem forsetinn ákvað – og þá er að fara í atkvæðagreiðsluna. Mér sýnist hún hljóti að snúast um það hvort við samþykkjum þennan síðasta samning eða hefjum málarekstur fyrir dómstólum. Sumir segja að atkvæðagreiðslan hljóti að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. Það er örugglega leitun að ríkisstjórn sem óskaði sér dómstólavafsturs eftir alla Icesave-söguna […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 14:25

Til hamingju með Langasjó

Bjartar fréttir frá umhverfisráðherranum: Langisjór friðaður, og hluti Eldgjár í grenndinni – í samkomulagi við heimamenn í Skaftárhreppi – og áform Landvirkjunar um Skaftárveitu þarmeð útaf borðinu. Græna netið var meðal fagnenda : Græna netið óskar Íslendingum til hamingju með friðlýsingu Langa-sjóvar sem nú er orðinn hluti Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt hluta Eldgjár í Skaftártungu. Þetta eru […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 10:04

Árásarákæran rann á rassinn!

Úrslitin í héraðsdómi eru sigur fyrir málstað tjáningarfrelsis, lýðræðis og heilbrigðrar skynsemi: Ákæran um árás á alþingi samkvæmt 100. grein hegningarlaga – í slagtigi með greinunum um valdarán, tilræði við forsetann og önnur hryðjuverk – var hlegin út úr héraðsdómi. Nokkrir sakborninga fengu dóma, fyrir önnur ákæruatriði, og sjálfsagt verðskuldaða. Sá sem bítur í nef […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 16:43

Ræða utan dagskrár

Hér er mitt framlag í utandagskrárumræðu í dag um Flóaskipulag, Landsvirkjun og Svandísi Svavarsdóttur (reyndar vannst ekki tími fyrir tvær síðustu málsgreinarnar): Forseti Miðað við orðalag 34. greinar gömlu skipulags- og byggingarlaganna um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu, þar sem ekki er gert ráð fyrir annarri fjármögnun aðalskipulags en úr sveitarsjóði og úr Skipulagssjóði,       miðað við 23. […]

Mánudagur 14.02 2011 - 08:53

Landsvirkjun hætti mútum

Sjálf Landsvirkjun hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem „alfarið“ er „hafnað“ hinum „alvarlegu ásökunum“ Marðar Árnasonar þingmanns í Silfri Egils í gær – þeim að nota orðið mútur um samning ríkisfyrirtækisins við Flóahrepp um að fá Urriðafossvirkjun inn á skipulag gegn því að borga meðal annars bundið slitlag á tvo vegi, vatnsveituframkvæmdir og gsm-umbætur […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 19:02

Álver á Bakka er plat

Nú eru enn farnar af stað hugleiðingar um álver á Bakka við Húsavík. Það á að vera bara 250 þúsund tonna – og á að „smellpassa“ einsog sagt var í fréttum í gær. Gallinn er bara sá að slíkt álver er plat. Fyrirtæki í áliðnaði byggja ekki 250 þúsund tonna álver lengur. Þau telja að […]

Þriðjudagur 08.02 2011 - 10:51

Hagsmunavarsla í Flugmálastjórn

Merkileg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um Flugmálastjórn í gær: Opinber stjórnsýslustofnun stundar hagsmunavörslu fyrir einkafyrirtæki í stað þess að verja almannahag og neytendarétt. Samkeppniseftirlitið stendur sig hinsvegar og skipar Flugmálastjórn að fara að samkeppnisreglum. Flugfélagið Astræus (= Iceland Express) á að geta flogið næsta sumar með viðkomu í Keflavík milli Winnipeg og Lundúna án þess að ganga erinda […]

Föstudagur 04.02 2011 - 16:22

Hver dó?

Hver dó? Skrýtið að hitta menn úr Sjálfstæðisflokknum þessa daga í þinginu. Þeir eru þegjandalegir, líta til manns snöggt og grúfa sig strax aftur niður í þingskjölin eða kaffibollann, láta óvenjulítið á sér bera í nefndunum (þeir sem mæta þar á annað borð), tala í salnum einsog annars hugar af skyldurækni. Það er varla maður […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur