Færslur fyrir nóvember, 2012

Fimmtudagur 29.11 2012 - 22:50

Gott frumvarp eða ekkert. Taka tvö.

Rétt að minna einmitt núna á pistil sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum — hérumbil samhljóða þingræðu sama dag, og hafði fyrirsögnina Gott frumvarp eða ekkert frumvarp. Ég er ekki allt-eða-ekkert-maður í þessu máli. Við Valgerður Bjarnadóttir (og fleiri vildu vera með!) fluttum á síðasta þingi breytingartillögur við frumvarp sem þá var í gangi, og […]

Mánudagur 26.11 2012 - 10:26

Stafrænn dauði – nei, takk

Við búum enn að árangri tæknibyltingar sem hófst á 15. öld þegar prentbækur leystu af hólmi handritin sem helsta dreifingarleið upplýsinga um heimsbyggðina – prentbækur, rit og blöð þjóna okkur ennþá sex öldum síðar og verða líklega alltaf til. Á Íslandi hófst prentöld seinna en á meginlandinu – oftast er miðað við Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar […]

Fimmtudagur 22.11 2012 - 21:20

Formaður úti að aka

Hélt að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðísflokksins fylgdist þokkalega með – og að aðstoðarmenn hans og trúnaðarmenn flokksins héldu honum upplýstum um helstu drætti á þeim sviðum sem skipta mestu í þjóðlífinu, að minnsta kosti í atvinnu- og efnahagsmálum. Í morgun kom í ljós að Bjarni, og kannski gjörvallur flokkurinn, hefur ekki heyrt af þátttöku Íslendinga […]

Laugardagur 17.11 2012 - 13:26

Áfram – undir merkjum Jóhönnu

Síðasti pistill fyrir prófkjörslok — reyni að draga saman það sem skiptir máli — á síðustu mánuðum leiðtoga sem ég tel að eigi að verða okkur fordæmi í framtíðinni:     Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við […]

Föstudagur 16.11 2012 - 11:54

Reykjavík kæra Reykjavík

Öll pólitík er staðbundin, segja spekingarnir – og þannig á það líka að vera. Almannahagur þarf að hafa miklu meira að segja en nú er vaninn við ákvarðanir um skipulag og framkvæmdir í hverfum og kjörnum þar sem byggðin er gömul eða merkileg af öðrum ástæðum, þar sem svæðið sjálft og sögu þess má telja […]

Fimmtudagur 15.11 2012 - 07:20

Við lok stóriðjualdar

Þeir eru til – jafnvel í mínum góða flokki – sem frá því fyrir hrun hafa boðað þá patentlausn að virkja allt sem hægt sé að virkja og reisa álver í hverjum firði. Hafa svo einn og einn þjóðgarð, og eiga börn og buru, grafa rætur og muru. Þetta hefur reynst tálsýn. Vissulega eru í […]

Miðvikudagur 14.11 2012 - 08:04

Öruggt húsnæði

Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman […]

Mánudagur 12.11 2012 - 13:09

Hálft Ísland verslar á netinu

Helmingur íslenskra netverja keypti sér eitthvað gegnum netið í fyrra, árið 2011, segir Hagstofan: bækur, tónlist, símainneign, föt, skó, miða í leikhús og á íþróttaleiki, farmiða, hótelgistingu, handverk og svo auðvitað hugbúnað. Þetta kemur fram í ágætu fylgiblaði Fréttablaðsins í dag um Netverslun. Hvað sem okkur þykir gaman að fara í búðir er netverslun að […]

Laugardagur 10.11 2012 - 09:39

Ég vil …

Um daginn birtist hér listi um viðhorf og frammistöðu með fyrirsögninni „Ég hef …“ – hér koma fyrirheit og framtíðarhorfur með fyrirsögninni: Ég vil … •   klára rammann og hefja næsta kafla í atvinnu- og umhverfismálum: Græna hagkerfið Stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu er að ljúka. Um 97% starfa í landinu eru við „eitthvað annað“ […]

Fimmtudagur 08.11 2012 - 10:06

Evrópuaðild – fyrir fólkið í landinu

Öllu talinu um aðildarsamningana og framtíðarstefnu í sambandi við Evrópusambandið hættir til að verða nokkuð fjarlægt og háfleygt, fyrir nú utan að þátttakendur leyfa sér óvenjumikið rugl og nöldur, jafnvel á íslenskan nútímakvarða. Jájá, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur bent á neina aðra í raun og veru en upptöku […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur