Fimmtudagur 29.11.2012 - 22:50 - 9 ummæli

Gott frumvarp eða ekkert. Taka tvö.

Rétt að minna einmitt núna á pistil sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum — hérumbil samhljóða þingræðu sama dag, og hafði fyrirsögnina Gott frumvarp eða ekkert frumvarp.

Ég er ekki allt-eða-ekkert-maður í þessu máli. Við Valgerður Bjarnadóttir (og fleiri vildu vera með!) fluttum á síðasta þingi breytingartillögur við frumvarp sem þá var í gangi, og gerðum ráð fyrir 20 ára breytingaskeiði en líka að á þeim tíma högnuðust útgerðarmenn verulega á heimildunum sem þeir hafa nú undir höndum. Vorum skömmuð fyrir hjá hreinlínumönnum! En eftir þessa áratugi væri komið kerfi sem mætti bæði kalla réttlátt og skynsamlegt. Takk, Jóhann Ársælsson.

Ég er til í ýmislegt bix til sátta, til árangurs. En ,,gott frumvarp“ verður að vera þannig að núverandi handhafar/eigendur breytist smátt og smátt í venjulega auðlindarnýtendur sem borga markaðasverð — ,,fullt gjald“ segir í stjórnarskrárdrögunum — fyrir aðgang sinn. Leigupotturinn sem menn kalla má ekki hafa fyrirframgefið prósentuhámark, og nýjar tegundir hljóta að fara á uppboð. Það er líka eðlilegt að loksins séu sett ákvæði um að verð ráðist á fiskmörkuðum, ekki síst eftir skýrsluna um daginn sem gefur til kynna stöðugt svindl á sjómönnum, skattyfirvöldum og hafnarsjóðum.

Endurtek: Gott frumvarp eða ekkert frumvarp.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þessu er ég algerlega ósammála. Besta frumvarpið væri frumvarp þar sem þetta gerðist strax:

    *En ,,gott frumvarp“ verður að vera þannig að núverandi handhafar/eigendur breytist smátt og smátt í venjulega auðlindarnýtendur sem borga markaðasverð“

  • Garðar Garðarsson

    Styð ykkur Valgerði og þess vegna Ólínu Þorvarðardóttur líka.
    Leggið fram breytingatillögu strax og safnið liði þingmanna á hana. Forvitnilegt að sjá hverjir eru tilbúnir að vera með og hverjir ekki.

  • Olafur Jonsson

    Þegar fyrir liggur skýr viljayfirlýsing 83% þjóðarinnar um auðlinda ákvæði nýju nstjórnarskrárinnar eru menn ekki að tala um fyrningarleið. Ekki til 20ára ekki til 15 ára heldur afnemum við kvótann á morgun.

    Það er ekkert sem mælir með að arfavitlausu fiskveiðistjórnkerfi sé haldið áfram. Það er reynsla fyrir breytingu á fiskveiðistjórnkerfi. Það er gert með engum fyrirvara með einu penna striki eða einu pennastriki til reynslu í eitt ár og síðan er það fralengt um 4 ár og verður svo endanlegt.

    Það eru hrein svik við þjóðina sem í 28 ár hefur lýst sig andvígan þessu kerfi að ætla slá þjóðina í andlitið með áframhaldandi kvótakerfi það er eiginlega vara stríð við þjóðina.

  • Grundvallarspurningin sem þið Alþingismenn ættuð að spyrja ykkur er hvort raunveruleg þörf sé fyrir kvótastýringu allra tegunda. Ef svarið verður nei, þá getið þið sennilega klárað ykkur af málinu með einu skynsamlegu niðurstöðunni. Hvar í heiminum skyldi það tíðkast að hagsmunaaðilar, í þessu tilviki kvótaeigendur, skuli hafa stjórnað bæði ráðuneyti sjávarútvegs og stofnuninni sem ákveður aflann? Fiskifræðingar utan Hafró telja aðrar leiðir betri til að tryggja hér sjálbærni veiða. Gamlir sjómenn og skipstjórar sem þekkja hegðun fisksins taka undir. Í vor fann Hafró enga ýsu og veiðin var skorin niður. Í dag er ýsugegnd á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi til vandræða. (spurðu sjómenn þar hversu miklu sé verið að henda af ýsu) Skýringin á þessu er sennilega sú að Hafró hélt að ýsan væri bara fyrir sunnan land eins og vant er. En nei, fiskurinn er syndur og leitar á svæði þar sem ætið er. Loðnan og síldin eru jú fyrir vestan og norðan meiri part ársins svo eðlilegt er að ýsan leiti þangað líka. Annars er ég búinn að skrifa svo marga pistla og rökstyðja mál mitt að það fer að verða fullreunt að núverandi þihgmenn vilja ekki mynda sér sjálfstæða skoðun á þessari tilraun sem er búin að skaða þjóðarbúið um þúsundir milljarða , leiða yfir okkur byggðaeyðingu og flótta af landsbyggðinni fyrir utan að koma í veg fyrir raunverulega sjálfbæra stýringu veiða. Kynntu þér málið sjálfur Mörður. Ekki vera eins og hinir sem gleypa kreddukenningar Hafró gagnrýnislaust. Vistkerfi eins og sjórinn er ekki sjókví. Það er ekki hægt að geyma fisk í sjónum. Það verður að veiða og grisja í réttum hlutföllum til að viðhalda sjálbærninni. Og það á að beita alls konar aðferðum við veiðistjórn. En kvótakerfið okkar er alversti kosturinn m.t.t sjálfbærni. En þið viljið ekkert ræða þetta. Það yrði of sárt að vakna upp og átta sig á hvers konar djöfuls fávitar hafa setið hér við völd í umboði stórútgerðarinnar síðastliðin 35 ár. Mig grunar að svarta skýrslan sem var notuð til að réttlæta inngrip í veiðarnar hafi ekki byggst á slæmri stöðu fiskstofna heldur voru pólitíkusar búnir að leyfa kaup á allt of mörgum skuttogurum og fjárfestingin stóð ekki undir sér. Markaðir óstöðugir og umgengni um hráefnið áfátt. Í dag hefur störfum fækkað um 10000 og flotinn minnkað um helming. Væri ekki betra ef 10000 fleiri störf væru við veiðarnar og aflinn væri verkaður meira í heimabyggð heldur en að keyra hann þvers og kruss um landið allt eftir því hver á kvótann! Hvernig fer það með ónýtt vegakerfið? Hugsaðu málið félagi.

  • Benedikt Jónsson

    Í þessu máli má Samfylkingin ekki hvika. Ég bind vonir við ykkur Valgerði og Ólínu, en þið verðið að hafa áhrif á aðra þingmenn flokksins. Ég mun ekki kjósa flokk sem bilar í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar.

    Jóhannes Laxdal hittir naglann á höfuðið þegar hann spyr: „Hvar í heiminum skyldi það tíðkast að hagsmunaaðilar, í þessu tilviki kvótaeigendur, skuli hafa stjórnað bæði ráðuneyti sjávarútvegs og stofnuninni sem ákveður aflann?“ (Svona hefur þetta reyndar líka verið með landbúnaðinn, sem meira að segja sá um að matreiða sínar eigin hagtölur sjálfur þar til nýlega.)

    Spillingin í þessu kerfi blasir við og almenningur er svikinn um stórar fjárhæðir sem renna þess í stað í vasa gráðugra sægreifa sem fá aldrei nóg og eflast í heimtufrekju sinni ár frá ári. Þeir þurfa viðspyrnu frá réttmætum eigendum auðlindarinnar og fulltrúar þeirra eru á þingi. Þeir sem þar verja hagsmuni réttmætra eigenda (þjóðarinnar) eru að standa sig sem fulltrúar þjóðarinnar. Þeir sem leggjast undir sægreifana og sérhagsmuni þeirra eru að svíkja sína huldumey og þeim mun verða erfiður dauðinn.

  • kristinn geir st. briem

    skil þettað ekki að fara á markað á þá alt að fara á markað eða á sá fiskur sem fer á markað að ráða verðinu ef allur fiskur fer á markað á þá ekki allir að bjóða í hann gjetur hann þá ekki farið hvert á land sem er og eða til útlanda hvað verður þá um fyrirtækinn sem sem eru á svæðinu eiga þau að bjóðaí og vona það besta nú eru áhveðinn byggðarlög háð fiskvinslu ef þeim geingur ílla að bjóða í, á þá bara að loka hefur synst að þyngmen eru veikir fyrir þegar það kemur fyrir það er gott að mörður sé opin fyrir breitíngum en þettað hefur bara aldei geingið upp því miður að fá enhverja botta skiptir að mínu matti litlu ef það á alt að fara á markað þessi bislar frá þér mörður gera mig bara en rínglaðri má ég varla við því

  • Halldór Guðmundsson

    Allan makríl á markað strax, sem gæti gefið þjóðarbúinu 5-6 miljarða,
    en ef þið farið í það að hækka álögur á tóbak, áfengi og benzín og fl. þá mun vísitalan fara lóðrétt upp og það verður endanlega gengið frá heimilunum, ég segi nei markrílin á markað.

  • Kári Jónsson

    Þjóðin hefur tekið afstöðu, 83% segja að úthlutun nýtingar-réttarins, skuli vera á jafnræðis-grundvelli og fyrir fullt gjald og til hóflegs tíma, hóflegur tími er eitt fiskveiðiár í senn, einsog hefur verið í 3áratugi engin þörf er til breytinga á þessu ákvæði laganna. Engin rök eru fyrir 15-20ára aðlögun útgerðanna. Þess vegna get ég tekið undir það sjónarmið, GOTT FRUMVARP sem tekur heilstætt á fiskveiðistjórn, sanngjörnu-veiðigjaldi, einu verðmyndunarkerfi (fiskmarkaðir) og afrakstri fiskistofna, ef þetta er slitið hvað frá öðru er ekki von á góðu. Sérhagsmunir (forréttindi) verða að víkja fyrir almannahag, JAFNRÆÐI, JAFNRÆÐI og MEIRA JAFNRÆÐI eru lykillinn að sátt í þessu máli. Gangi þér sem allra best Mörður.

  • kristinn geir st. briem

    það er gaman að velta ymsu fyrir sér.
    1. er nokuð sáttur við að banna leiguframsalið menn eru bara með nítingarréttin alt sem umfram er á að rena til ríkisins sem úthlutar því aftur .
    2.bana sölu á umframhvóta af sömu ástæðu hann á að rena til ríkisins sem úthlutar honum aftur gegn gjaldi eður ey síðan fer hann aftur til útgerðarinar á næsta ári
    3. fyrníngarreglan eins og frú soffíja á selfossi reindi að útskíra fyrir mér gæti alveg geingið upp, laga aðeins til.
    4. auðlindarenta er eitt villausasta kerfi sem fundið hefur verið, hvar á að stopa, ríkið gétur endalaust búið til formúlur þanig að fyrirtækin þurfi endalaust að borga endar í þroti
    senilega margir gallar á þessu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur