Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 25.10 2017 - 10:58

Sigurður Ingi eitt, Lilja annað

Skrýtið – á fundi umhverfissamtaka í Norræna húsinu fyrir viku lagðist formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, gegn kolefnisgjaldi, eða að minnsta kosti breytingum á núverandi kolefnisgjaldi. Enda stóð Framsókn að verulegri lækkun kolefnisgjaldsins í samstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs. Sigurður Ingi taldi upp ýmsa vankanta, svo sem að á landsbyggðinni væru menn háðari bílunum (sem […]

Föstudagur 11.11 2016 - 12:04

Samfylkingin í ríkisstjórn

Logi formaður hefur með sínum hætti gefið merkilega yfirlýsingu fyrir hönd flokksins – á fésbókarsíðu sinni. Þar spáir hann því að Jafnaðarmenn verði sú litla skrúfa sem gerir vélina starfhæfa: Við munum nálgast þá stöðu af fullri ábyrgð og skoða aðkomu okkar að ríkisstjórn, verði áherslur okkar stór hluti af málefnasamningi. Logi nefnir nokkrar þeirra […]

Mánudagur 24.10 2016 - 23:52

Límið í umbótastjórninni

Mér finnst kosningabaráttan hafa fengið annan svip eftir að Píratar buðu til viðræðna um málefnaáherslur nýrrar ríkisstjórnar – sem nú er farið að kalla umbótastjórnina – og verð var við að fólk er glatt og hefur fengið nýja von og markmið eftir langa pólitíska þreytu. Samfylkingarformennirnir Oddný og Logi komu daginn eftir að hitta Birgittu […]

Miðvikudagur 07.09 2016 - 17:19

Helgi Hjörvar

Ég kýs Helga Hjörvar í prófkjörinu núna um helgina. Ég vil að hann fái tækifæri til að nýta forustuhæfileika sína og ýmsar gáfur okkur jafnaðarmönnum og öllum almenningi til gagns, og ég vil að hann verði ráðherra – í ríkisstjórn frjálslyndra og vinstrimanna. Það er sérkennilegt með Helga að maður getur ímyndað sér hann alstaðar […]

Föstudagur 17.06 2016 - 11:18

Efi: Forsetakosningarnar og Ríkisútvarpið

Mér finnst Ríkisútvarpið hafa staðið sig vel hingað til í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Þessvegna er leiðinlegt að þurfa að gera þessa athugasemd: Fram er komið að Ríkisútvarpið ætlar ‒  í fyrsta sinn ‒  að láta skoðanakönnun ráða umfjöllun um kosningar, með því að skipta frambjóðendum í 1. og 2. deild í umræðum kvöldið fyrir kjördag […]

Laugardagur 11.06 2016 - 13:11

Múlattafræði

Hannes Hólmsteinn Gissurarson spurði á Fésbók: Er það rétt, að í hinni upphaflegu orðabók Árna Böðvarssonar hafi orðið ekki verið? (Ég er ekki með hana hér.) Og að í endurútgáfu Marðar Árnasonar hafi orðið ekki verið með neinum sérstökum tilvísunum? (Án þess að ég telji það neitt aðalatriði.) Ég spyr. Ekki nema sanngjart að svar […]

Fimmtudagur 02.06 2016 - 11:29

Einangra, þreyta, drepa

Taktík Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðenda er tiltölulega einföld. Hún er í þremur áföngum ‒ og minnir, að breyttu breytanda, á rándýr á veiðum. Einangra Fyrsti þáttur: Einangra skæðasta andstæðinginn, koma hinum í burtu. Davíð hefur ekki möguleika í stöðunni ef hann er bara einn af mörgum frambjóðendum ‒ kostur fyrir harða hægrimenn á sama hátt og […]

Föstudagur 27.05 2016 - 08:31

Formaður með plan

Formannsefnin fjögur í Samfylkingunni eru öll fín – og ég held að innan flokksins og kringum hann verði engin eftirmál af þessu formannskjöri, öfugt við það sem stundum hefur gerst áður. Þau eru góðir jafnaðarmenn öll, ekkert þeirra er pólitískt langt frá „miðjunni“ í flokknum – öfugt við fráfarandi formann, og öll hafa, að vísu […]

Fimmtudagur 21.01 2016 - 23:00

Vanhæfisdellunni lokið

Mörður Árnason er ekki vanhæfur til starfa í stjórn Ríkisútvarpsins. Þetta er niðurstaða forseta alþingis og forsætisnefndar á grunni lögfræðiathugunar frá þartilgerðum embættismönnum. Þar með er sú saga úti sem hófst rétt fyrir jól með tölvuskeyti Elfu Ýrar Gylfadóttur og erindi menntamálaráðuneytisins til stjórnarformanns Ríkisútvarpsins. Sjálfur frétti ég fyrst af þessu kvöldið áður en bréfin […]

Laugardagur 16.01 2016 - 12:50

Ráðuneyti á flótta

Fyrir áhugamenn um hæfi stjórnarmanna í Ríkisútvarpinu: Menntamálaráðherra hefur látið ráðuneytisstarfsmenn sína svara spurningum mínum frá 22. desember, sem sannarlega skal þakkað. Svarið sýnir að ráðherrann og ráðuneytið hafa ákveðið að leggja á flótta frá þessu undarlega máli, og segjast bara hafa verið að sendast. Í bréfi mínu fyrir jól (hér, neðarlega) var spurt tveggja […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur