Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 27.12 2015 - 16:17

Elfa Ýr sjálf og ein

Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri sendi ein og sjálf athugasemdir í nafni fjölmiðlanefndar um vanhæfi Marðar Árnasonar í RÚV-stjórninni (21. des.) og studdist ekki við neinskonar ákvörðun nefndarinnar á fundi. Hvorki nefndin né framkvæmdastjórinn könnuðu hæfi annarra stjórnarmanna, enda er slík athugun ekki á verksviði nefndarinnar (né framkvæmdastjórans). – Þetta kemur fram í svörum Elfu Ýrar […]

Þriðjudagur 22.12 2015 - 12:05

Fiskur undir steini?

Sérkennilegt að vera persónulega orðinn skotskífa í þeim átökum sem staðið hafa undanfarnar vikur – og reyndar miklu lengur – um fjárhags- og tilverugrundvöll Ríkisútvarpsins. Í gær var samt byrjað að efast um að ég ætti seturétt í RÚV-stjórninni af því ég væri „kjörinn fulltrúi“ Ég hef síðan vorið 2013 verið annar varamaður Samfylkingarinnar í […]

Miðvikudagur 16.12 2015 - 20:14

Öll völd til Vigdísar

Í ágúst 2103 gerði fréttastofu Ríkisútvarpsins þau mistök að hafa eftir Vigdísi Hauksdóttur að IPA-styrkirnir frá Evrópusambandinu væru „illa fengið glópagull“. Eftir að þingmaðurinn hafði kvartað yfir þessu leiðrétti fréttastofan frétt sína og baðst afsökunar, Vigdís hefði aðeins sagt „glópagull“. Samdægurs sagði Vigdís í viðtali að Ríkisútvarpið fengi alltof mikla peninga og fréttastofan væri bæði […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 14:14

Engar nefndir, bara efndir

  Það sem þarf að gerast til að Ríkisútvarpið haldi áfram að vera til næstu árin er fyrst og fremst þrennt: 1)   Alþingi gefi Ríkisútvarpinu ótvíræða heimild til að selja umdeildan part af Efstaleitislóðinni. Um þetta er fyrirvari í sölusamningnum sem RÚV landaði um daginn. Heimildin þarf að koma í fjáraukalögum fyrir áramót. 2) […]

Þriðjudagur 26.05 2015 - 22:14

Mikilvægur sigur

Nei, ég er ekki að tala um KR-leikinn á mánudaginn þótt sá sigur hafi verið bæði nauðsynlegur og mikilvægur — 😉 — heldur sigur sameinaðrar stjórnandstöðu á öfgaliði stjórnarflokkanna í rammaslagnum núna í kvöld. Merkilegt. Einar K. Guðfinnsson virðist hafa tekið forystuna einmitt þegar allir voru hættir að hafa nokkra trú á atgervi hans sem […]

Föstudagur 22.05 2015 - 09:37

Fagmenn þegar þeir eru sammála okkur

Haustið 2012 héldu frekikallarnir því fram að rammatillaga Svandísar umhverfisráðherra og Oddnýjar iðnaðarráðherra fyrir þingið hefði verið búin til með baktjaldamakki og að á henni væru skítug pólitísk fingraför. Það ætti að láta fagmennina ráða. Ferillinn þá var þannig (hófst áður en rammalögin sjálf voru sett) að hópur sem í voru formenn faghópa og formaður […]

Fimmtudagur 21.05 2015 - 09:31

Takk, Sigmundur Davíð

Fyrir utan hæpna notkun agnarsagnarinnar benda á er það alveg rétt hjá Hallgrími Indriðasyni í inngangi ágætrar fréttaskýringar um rammadeiluna, Þjórsá og Skrokköldu (á sunnudaginn, hér) að af hálfu virkjunarsinna hafi verið bent á að það að setja virkjunarkost í nýtingarflokk þýðir alls ekki að það verði virkjað Margir af frekiköllunum hafa hent á lofti einmitt […]

Miðvikudagur 20.05 2015 - 09:23

Forgangur amma þín hvað?

Rammaáætlunin „er auðvitað eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar“ sagði forseti alþingis í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Það er einmitt sami Einar K. Guðfinnsson sem ræður því að ramminn er svo sannarlega í forgangi í þingstörfunum og hefur nú verið í linnulausri umræðu heila viku. Ramminn forgangsmál? Já, en hvaða rammi? Upphaflega var það Sigurður Ingi Jóhannsson […]

Þriðjudagur 19.05 2015 - 09:59

Urriðafoss – af hverju þegja þau núna?

Þegar rætt var um rammann haustið 2012 var ljóst að laxarök Orra Vigfússonar og félaga gegn virkjunum í Þjórsá neðanverðri höfðu veruleg áhrif. Það voru þau sem gerðu útslagið um að kostirnir þrír voru settir í biðflokk í tillögum ráðherranna eftir umsagnarferlið – og þessi rök virkuðu líka á suma þingmenn í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki […]

Mánudagur 18.05 2015 - 11:25

Hrossakaup – um að bíða?

Freku kallarnir vilja setja fimm – fjögur – átta náttúrusvæði órannsökuð í orkunýtingarflokk og eyðileggja þarmeð bæði svæðin sjálf, ár og víðerni, og ekki síður leikreglurnar sem við ætluðum að búa til með rammaáætlun. Þeir segjast mega þetta núna af því vonda vinstristjórnin hafi verið með skítuga pólitíska putta í áætluninni haustið 2012 (framsögumaður þingmálsins: […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur