Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 26.08 2014 - 20:36

Vegna Hönnu Birnu

Vegna viðtalsins við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kastljósi í kvöld: 1. Mörður nokkur Árnason veifaði aldrei minnisblaðinu fræga úr ræðustól alþingis, heldur sagði þar afar almennt frá skjalinu sem honum barst. Hér. 2. Mörður Árnason hefur aldrei sýnt Hönnu Birnu skjalið né nokkru fólki á hennar vegum, en afhenti það góðfúslega lögreglumönnum sem önnuðust rannsókn […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 11:27

89,37% vilja flugvöllinn annað!

Kosningatölurnar fela í sér miklar gleðifréttir fyrir áhugamenn um fagurt mannlíf og skynsamlegt skipulag í Reykjavíkurborg: Eins og Framsóknarflokkurinn og samstarfsmenn hans sögðu snerust kosningarnar í borginni fyrst og fremst um skipulagsmál. Ánægjulegt er að sjá að í hópi stuðningsmanna nýja aðalskipulagsins er mikill meirihluti nýkjörinna borgarfulltrúa: 5S plús 2Æ plús 1V plús 1Þ plús […]

Laugardagur 31.05 2014 - 12:57

Spyrja B-fulltrúa alstaðar

Í sjónvarpsumræðunum í gær staðfesti oddviti Framsóknarlistans í Reykjavík að framboð flokksins í höfuðborginni byggist á fordómum sem jaðra við kynþáttahyggju – rasisma. Einsog bent hefur verið á er flokkurinn þar með á svipuðum atkvæðamiðum og hægriöfgaflokkar í ýmsum Evrópulöndum – jafnvel þótt sögulegur grunntónn flokksstefnunnar sé í æpandi mótsögn við ,kosningatrikk’ B-listans í Reykjavík […]

Föstudagur 30.05 2014 - 10:50

Reykjavík: Tiltölulega einfalt

Það er gjörsamlega sjálfsagt að menn  vilji vita hvað Sigmundi Davíð finnst um moskuútspilið, og alveg skiljanlegt að bollaleggjendur velti fyrir stöðu flokksformannanna í ljósi ótilkynntra kosningaúrslita. Staða Sjálfstæðisflokksins er líka merkileg gestaþraut, og athyglisvert að vita hvaða áhrif mjögauglýstir 80 milljarðar hafa á kosningaákvörðun „heimilanna“. En eiga ekki sveitarstjórnarkosningar að snúast um sveitarstjórnina? Í […]

Mánudagur 05.05 2014 - 14:05

Sökudólgurinn Opið drif

Samkvæmt yfirlýsingu innanríkisráðherra á vefsetri innanríkisráðuneytisins heitir sökudólgurinn í lekamálinu Opið drif. Opnu drifi hefur nú verið sagt upp störfum hjá ráðuneytinu. Þá er upplýst að Minnisblað er ekki það sama og Samantekt, einsog nokkrir netdvergar hafa verið svo vitlausir að halda. Málið búið.

Sunnudagur 04.05 2014 - 14:41

Fyrirspurn bíður svars

Fyrir rúmum þremur mánuðum, 29. janúar, var lögð fram í þinginu fyrirspurn til innanríkisráðherra um lekamálið. Ráðherrann beið eins lengi og hann mátti, og sendi svo bréf til forseta alþingis um að nú væri ríkissaksóknari að athuga málið og það væri þessvegna ekki hægt að svara þessu á þinginu fyrren þeirri athugun lyki. Einar K. […]

Miðvikudagur 09.04 2014 - 09:06

Má ekki bjóða þér svolítið saffran?

Þetta um Maríu Antonettu og kökurnar er víst bara vitleysa – drottningin unga mun að vísu hafa tjáð sig eithvað óheppilega um brauðverðið í París milli þess sem hún gekk um og lék hjarðmey í nánd Versala, en hún sagði aldrei þetta um kökurnar. Nú hefur hinn ágæti alþingismaður Sigrún Magnúsdóttir aftur á móti fundið […]

Laugardagur 05.04 2014 - 09:11

En fá þeir malusa?

Bjarni Benediktsson vill meiri bónusa hjá bönkunum – og núna er allt í einu bent á Evrópu! Segir einhvernveginn allt sem í bili þarf að segja um Bjarna Benediktsson og fólkið sem hann er að vinna fyrir. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti fyrrverandi hefur aldrei átt almennilega upp á pallborðið hjá mér. En hann kann latínu og […]

Miðvikudagur 12.03 2014 - 10:42

Stjórnarskrá í Evrópustefnu: 0/0

Gott hjá ríkisstjórninni að búa til stefnu um Evrópu, samskiptin við Evrópusambandið og samstarfið á Efnahagssvæði Evrópu. Erfitt tæknilegt og pólitískt vandamál í því samstarfi undanfarin ár hefur skapast við það að á sífellt fleiri sviðum gengur samstarfið nærri þeim fullveldismörkum sem stjórnarskráin setur. Í stjórnarskránni er nánast ekki gert ráð fyrir því að hægt […]

Mánudagur 03.03 2014 - 08:20

Samningssvigrúmið: Tímasetning atkvæðagreiðslunnar

Rétt sem Ólafur Stephensen segir í leiðara Fréttablaðsins: Alveg einsog stjórnarflokkarnir hafa afar takmarkaða siðræna heimild til að fleygja í ruslið skýrum kosningaloforðum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi afar takmarkað umboð til samninga um afslátt á þessum sömu kosningaloforðum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri-grænna og Pírata stóðu sig vel í sjálfsögðu málþófi gegn […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur