Laugardagur 31.05.2014 - 12:57 - 11 ummæli

Spyrja B-fulltrúa alstaðar

Í sjónvarpsumræðunum í gær staðfesti oddviti Framsóknarlistans í Reykjavík að framboð flokksins í höfuðborginni byggist á fordómum sem jaðra við kynþáttahyggju – rasisma. Einsog bent hefur verið á er flokkurinn þar með á svipuðum atkvæðamiðum og hægriöfgaflokkar í ýmsum Evrópulöndum – jafnvel þótt sögulegur grunntónn flokksstefnunnar sé í æpandi mótsögn við ,kosningatrikk’ B-listans í Reykjavík 2014.

Kosningaáróður af þessu tagi hlýtur að vekja viðbrögð. Auðvitað verður flokksformaðurinn að lokum að svara spurningum um þetta með öðru en skætingi – og aðrir forystumenn sömuleiðis, svo sem félagsmálaráðherra sem annast margháttuð málefni innflytjenda.

Athygli beinist líka að þeim sem starfa með flokki sem svona hagar sér. Það er sem betur fer ólíklegt að hugsanlegur borgarfulltrúi þessa lista komi til álita við meirihlutamyndun að kosningum loknum. Á hinn bóginn verða ýmsir sveitarstjórnarmenn af B-listum annarstaðar á landinu væntanlega í betri aðstöðu til að taka þátt í meirihluta í sínu sveitarfélagi.

Srax eftir kosningar eiga þeir sem ætla sér að semja um samstarf við B-listamenn í sveitarstjórn að fara fram á sérstaka yfirlýsingu frá þeim um afstöðu í mannréttindamálum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Elín Sigurðardóttir

    Það eru margar hliðar á öllum málum. Í nýlegri könnun kemur fram að 70% aðspurðra vilja ekki að trúfélög fái ókeypis lóðir. Þegar borgaryfirvöld ákveða í kjölfarið að hunsa 70.000 undirskriftir má við því búast að mönnum ofbjóði. Hefur ekkert með múslima að gera, ekkert með Framsóknarflokkinn – heldur valdníðslu borgaryfirvalda í Reykjavík.

    http://www.ruv.is/mannlif/muslimar-i-ymi

  • Sigurður Pálsson

    Hér sýnir þú fáfræði þína Elín. Samkvæmt lögum frá alþingi eiga trúfélög að fá ókeypis lóðir, um það gilda lög í landinu, hefur akkúrat ekkert með borgaryfirvöld að gera. Núverandi borgarmeirihluti sendi inn ósk til alþingis fyrir um ári síðan þar sem óskar var eftir breytingum á þessum lögum.

    Á þessu máli er bara ein hlið hjá Framsóknarmönnum, það sjá allir sem vilja sjá.

  • Elín Sigurðardóttir

    Borgaryfirvöld þurfa ekki að óska eftir lagabreytingu til að hlusta á kjósendur í Reykjavík. Þau sendu málið til Rögnu Árnadóttur.

    http://www.mbl.is/frettir/kosning/2014/05/30/dagur_treystir_rognunefndinni/

  • Ásmundur

    Að sjálfsögðu eru borgaryfirvöld ekki hafin yfir lög. Ertu virkilega að halda því fram, Elín? Og hvað kemur moskumálið Rögnunefndinni við?

    Það eru ekki bara 70% Reykvíkinga sem vilja að trúfélög greiði fyrir lóðir. Flestir ef ekki allir flokkarnir eru sama sinnis.Það er hins vegar ekki möguleiki fyrr en lög leyfa það og þá verður að koma til kasta alþingis.

    Annars er þetta aukaatriði í málflutningi Sveinbjargar. Aðalatriðið er að koma í veg fyrir að múslimar byggi moskur. Það er hins vegar brot á því ákvæði stjórnarsakrárinnar að ekki megi mismuna vegna trúarbragða.

    Þetta útspil framsóknar breytir því engu varðandi þessa mosku. Það er ekki hægt að draga úthlutunina tilbaka úr því að lóðarhafi hefur ekki gerst brotlegur. Og þó svo væri, hafa einn eða tveir borgarfulltrúar ekkert bolmagn til þess.

    Það þjónar því engum tilgangi að kjósa framsókn nema til að ala á útlendingahatri.

  • Jóhann Reynisson

    Lög nr. 35/1970, Lög um kristnisjóð ofl., voru sett þegar Ríkið yfirtók eignir Þjóðkirkjunnar og í staðinn ábyrgðist það launakostnað kirkjunar og annann kostnað sem tengdist starfi hennar.

    Í lögunum segir ma. „5. gr. Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“

    Þessi lög hafa ekkert með önnur trúfélög að gera því þarna voru sett lög um samkomulag milli Ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna tilfærslu eigna þmt. allra kirkjujarða sem þá urðu ríkiseign.

    Afhending kirkjunnar á eignum sínum til Ríkisins var ma. greiðsla fyrir lóðir undir kirkjur um ókomna tíð.

    Þjóðkirkjan hefur því greitt lóðargjöld fyrir sínar kirkjur.

  • kristinn geir st. briem

    það er markt sem maður skilur ekki í þessari umræðu. það er í sjálfu sér ekki rasistar þegar menn tala um byggðaskipulag. hvað kallar mörður það þegar umræður um umhverfismál snúast ekki um umhverfið heldur um fólk sem taka hinar ýmsu áhvarðanir um breitíngar á umhverfinu. eru ekki líka til umhverfisrasistar eru ekki líka til e.s.b. rasistar sem sjá bara eina hlið á á e.s.b. svo rasistar er mjög teigjanlegt orð . eins er með konuna er konan frek eða áhveðinn . það fer eftir því hver seigir frá. umæli forustumans framsóknar tel ég ekki vera ofsóknir á múslíma sem slíka. en auðvitað hefði hún gétað orðað þettað betur. þótti það gaman í sjónvarpþættinum um svokölluð rasistaumæli samfylkíngarmanns það var náttúrulega ósköp eðlilegt umæli sögð í hita leksins ekki gét ég dæmt það fólk því ég dæmi fólk eftir gerðum þeira ekki eftir orðum

  • Mjög sammála þessum orðum Marðar.

    Það er alveg sjálfsagt að spyrja frambjóðendur F-flokksins um þetta.

    Með sama hætti er alveg sjálfsagt að spyrja alla frambjóðendur Samfylkingar um land allt hvort þeir séu sammála þeim dómi systurinnar í Reykjavík að rússneski kristni minnihlutinn í höfuðborginni sé „skítasöfnuður“ sem eigi „að fokka sér“.

    Um leið mætti spyrja Dag og fleiri, jafnvel Mörð sjálfan, hvort þeir telji að þessi frambjóðandi geti átt góð og uppbyggileg samskipti við fulltrúa rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi.

    Er þessi frambjóðandi boðlegur sem fulltrúi Reykjavíkur gagnvart þessum minnihlutahópi í borginni?

    Mjög rétt, um að gera að spyrja.

    Kveðja Rósa G. G.

  • Sigurður Pálsson

    Elín. Rögnunefndin er að vinna að tillögum með flugvöllinn, hefur ekkert með lóðarmál að gera.

  • Sigurður

    Það eru þá væntanlega mannréttindi að fá að höggva hendur af þjófum
    http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U4oJsPl_ufY

  • „..jaðra við…“????

  • Mér líkar ekki þetta rasismaútspil. Það gjaldfellir hugtak sem allir eru sammála um að er mjög sterkt í alþjóðaumræðu og flestir reyna að vanda sig þegar það ber á góma. Rasismi er kynþáttahyggja sem leiðir af sér hatur á kynþætti og þarf ekki að hafa neitt með húðlit að gera þó það sé flestum Íslendingum tamast. Ég hef séð hatur á Sömum og Sígaunum í Noregi sem alveg ekta rasisma. Það er auðvitað víkjandi en liggur undir niðri eins og ósiður. Múslimar á Íslandi hafa ekki sætt ofsóknum og enginn komið í veg fyrir helgihald þeirra. Þeir hafa hinsvega bad publishity og mikið af þeirri ófrægingu hafa valdamenn meðal þeirra sjálfra staðið fyrir. Þegar æðsti prestur og þjóðhöfðingi leggur fé til höfuðs breskum rithöfundi kom það einsog reiðarslag. Siðan hefur hatrið gagnvart vestrinu bara magnast. Klárt að þetta kemur niður á saklausum múslimum hér þó minna en annars staðar. Þessi mál hafa fleiri hliðar en blaðrið í Framsókn. Taktískt voru það mistök hjá frjálslyndum vinstri mönnum að missa sig í rasisma ásökunum. Fólk veit nefnilega að ÞAÐ var ósönn staðhæfing og því missti hún marks.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur