Sunnudagur 01.06.2014 - 11:27 - 19 ummæli

89,37% vilja flugvöllinn annað!

Kosningatölurnar fela í sér miklar gleðifréttir fyrir áhugamenn um fagurt mannlíf og skynsamlegt skipulag í Reykjavíkurborg:

Eins og Framsóknarflokkurinn og samstarfsmenn hans sögðu snerust kosningarnar í borginni fyrst og fremst um skipulagsmál. Ánægjulegt er að sjá að í hópi stuðningsmanna nýja aðalskipulagsins er mikill meirihluti nýkjörinna borgarfulltrúa: 5S plús 2Æ plús 1V plús 1Þ plús 1D, gegn 2B og 3D. Tíu-fimm.

Enn athyglisverðara er það að eina framboðið sem tók eindregna afstöðu með flugvellinum í Vatnsmýri fékk aðeins 10,73% atkvæða. Þá er búið að afgreiða það mál öðru sinni í almennum íbúakosningum:

Heil 89,37% borgarbúa telja rétt að huga að öðrum stað fyrir Reykjavíkurflugvöll!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Þetta er líklega rétt metið hjá þér. Gott væri nú að heyra skoðun Birgis Ármannsonar á þessu, hvort að þessi yfirburðaniðurstaða um flugvöllurinn eigi ekki fara sé ekki í samræmi við hans mat á kosningum um stjórnarskrána þann 20 okt 2012.

  • Algjör óþarfi að þrefa um Reykjavíkurflugvöll. Hann fer þegar hagsmunir flugrekanda segja að betra sé að hafa innlandsflug frá Keflavík og það er stutt í það spái ég miðað við þróun í fjölda erlendra ferðamanna.

  • Líst vel á þetta. Þá á það sama við um síðustu alþingiskosningar, meirihlutinn sem kaus þá vill ekki ESB þannig að þá er það afgreitt, ekki satt ?? 🙂

  • Steinarr Kr.

    Skrítin stærðfræði.

  • Sigurður Pálsson

    Steinarr Kr

    Hún er ekki skrítnari en svo að þetta er sama stærðfræði og Sjálfstæðis og Framsóknarmenn notuðu eftir seinustu kosningar varðandi ESB.

  • Sigurður Sunnanvindur

    Birgir Ármannsson er illa fyrir kallaður í dag og ég hef því tekið að mér umboð ógreiddra atkvæða.

    Þau eru 37,3% og allt voru það stuðningsmenn flugvallarins.

    Mínir umbjóðendur og Framsóknarmenn eru því 37,3%+ 10,7% og stuðningur við Reykjavíkurflugvöll er því 48%.

    Það er því mjótt á munum og vonandi verður Birgir ekki með uppsteyt er hann vaknar.

  • Hilmar Þór

    Auðvitað er þetta bara skemmtilegt grín hjá Merði sem hann ætlast ekki til að tekið sé alvarlega.

    Hinsvegar vakti það athygli margra hvað oddvitar framboðana gerðu lítið úr flugvallamálinu í sjónvarpsumræðunum á föstudag. Meira að segja Dagr, sem hefur haft einbeitta stefnu um brotthvarf flugvallarins síðan um aldamót, vill nú bíða eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Það er skynsamlegt af honum. Hann óx í mínum augum þegar þetta kom fram.

    Oddvitarnir eru sennilega að átta sig á því að dagar flugvallarins eru ekki taldir og að hann fer ekki á aðalskipulagstímabilinu AR2010-2030

    En aðalatriðið er að að flestir vilja að Vatnsmýrin verði notuð undir annað en flugvöll. Ég vil til dæmis frekar hafa þarna takmarkaða byggð en aðallega stórt opið svæði, votlendi og friðland fyrir fólk og fugla.

    En staðan er sú að höfuðborgin þarf flugvöll en þjóðin hefur ekki efni á að leggja flugvöllinní Vatnsmýri niður og byggja nýjan. Svo einfalt er það nú.

  • Flugvallasvæðið er dýrasta landsvæði á Íslandi og ber þar af leiðandi hæstu fasteignagjöldin. Byggingameistari sagði mér að það mundi kosta nálægt 50 milljónum að byggja þar 70 fermetra íbúð. Sum staðar á svæðinu þyrfti húsið að vera á „stultum“ sökum mýrinnar en í öllum tilfellum væri ný og breytt byggingareglugerð þar sem allar íbúðir yrðu að henta fötluðum, 3 falt gler, aukin einangrun ofl. ofl. síðan bættust fasteignagjöld við sem Manhattan gæti verið stolt af. Þarna ætlar vinstrið að byggja „sætar“ íbúðir fyrir unga fólki!! Vildi óska að þetta lið kæmist í snertingu við veruleikann.
    En þangað til: Hvernig væri nú að næsta borgarstjórn tæki sig saman í andlitinu og færi að sinna borginni sjálfri svolítið.
    Tæki til, slægi gras, málaði hús og gerði við götur? ekki viljuð við að næsti meiri hluti taki lágan skítastuðul fyrri borgarstjóra sér til fyrirmyndar er það?

  • Mörður er íslenskufræðingur og góður sem slíkur en tölum hagræðir hann eftir því hvernig vindurinn blæs og útkoman í samræmi við það. En það var einfaldlega ekki kosið um flugvallarmálið sérstaklega. Skoðanakönnun gerð fyrir ekki alls löngu leiddi í ljós að 70% borgarbúa vildu flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og það ætti að gefa honum einhverjar vísbendingar um vilja fólksins.
    En Mörður nýtur þess að Íslendingar almennt þola ekki skoðanakúgun og hann hefur auk þess stjórnarskrárvarið frelsi til að tjá hugrenningar sínar hversu vitlausar sem þær kunna að vera. Því er tekið af háttvísi og umburðarlyndi. Og flugvöllinn vill hann afdráttarlaust burt og rýma þannig fyrir þéttri byggð með stórborgarsniði. Vandamálið er að hann setur ekki fram neinar lausnir fyrir innanlands- og sjúkraflugið og nennir ekki einu sinni að velta vöngum yfir því. Burt með völlinn og huga svo að öðrum stað eru lokaorðin og er sú afstaða ekki sæmandi fyrir áhrifamikinn pólitíkus.
    Hvernig væri nú að fá almennileg svör. Hólmsheiði, Keflavík, Hvassahraun, Álftanes; er þar að finna lausnina, eða hvað?

  • Svona talnatrix eru einfaldlega leiðinleg, Mörður.

    En að öðru mikilvægara; finnst þér ekki að Samfylkingin eigi og verði að krefja þá sem nú skríða inní framsóknarfjósið svara? Í haughús þeirra safnast nú saman viðurstyggilegir og hatursfullir einstaklingar.

    Árni Páll verður að víkja!

    Frammistaða hans í kosningarsjónvarpinu, þegar honum bauðst færi á að krefja mannsbarnið loftárása svara, var ekkert annað en aumkunarleg.

    En því ber að fagna að þessi þjóðrembuóværa sé skriðin fram í dagsljósið.
    Þá fyrst er hægt að taka á henni.

  • Mörður Árnason

    Takk GSS. Auðvitað var þetta ekki flugvallarkosning. Ekki heldur moskukosning. Samt plataði eitt framboðið sig inn í borgarstjórn á þessum forsendum …

  • Öðru fremur á moskumálinu, Mörður.

    En þú virðist vilja drepa málum á dreif með þessum talnaleik um flugvöllinn.

    Ykkur er ekki viðbjargandi…

  • Einar Þór Strand

    Sæll Mörður

    Það er gaman að sjá að þú ert tilbúinn að vera „rasisti“ þegar það snýst um Íslendinga, þér finnst nefninlega allt í góðu að neita þeim Íslendingum sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu um lóð undir samgöngumannvirki sem þeim er verulega miklvægt. Auðvitað munu núna rísa upp varðhundar hinna „réttu“ skoðana og ásaka mig fyrir að tala illa um þig og nýða þig því það eru ekki allar skoðanir jafn réttháar í hinu íslenska lýðræði þar sem hinar réttu skoðanir aðalsins eru auðvitað yfir alla gagnrýni hafnar.

  • sæmundur

    hvernig verður maður rasisti af því að vilja ekki trúarmannvirki við innkeyrsluna í bæinn ?
    mér finnst sjálfum að þetta eigi að vera grænt svæði eins og það hefur verið er ég þá orðinn rasisti ?

  • Hér hefur þú fengið tvo sem skriðu inní framsóknarhaughúsið, Mörður.

    Annar heldur því fram, að sé eitthvað gert á hlut Íslendinga sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu, þá ertu „rasisti“!

    Hinn heldur því fram að hann sé ekkert á móti öðrum trúarbrögðum en hinni heilögu evangelísku íslensku kirkju, heldur bara á móti „staðsetningu“ moskunnar.

    Og þú ert voðalega upptekinn af flugvallarmálinu.

    Meira sem þið eruð dáðlausir, Samfylkingarmenn…

  • Mörður svarar í engu um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og það er óábyrgt. Heldur eyðir fyrirspurninni að hætti lævísra pólitíkusa með moskusmjörklípu og stimplar sig þar með inn í hópinn þar sem fasískt ofstæki og þöggun er aðalsmerkið. Sú hugmynd að finna mosku stað á minna áberandi stað en nú er fyrirhugað nægir þessum hópi til þess froðufella af bræði og vandlætingu.
    Guð ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, sagði faríseinn og gæti Heimir Már fréttamaður hæglega gert þau orð að sínum.
    Manstu eftir þessum orðum: „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér“. Nei, þú manst það ekki. Það er ekki von. Fréttastofur RUV og Stöðvar 2 fjölluðu aldrei um þessi ummæli og aldrei sást umfjöllun um þau á síðum Fréttablaðsins. En þér til upplýsingar lét Kristín nokkur Soffía þessi ummæli falla um Rétttrúnaðarkirkjuna og naut eftir sem áður trausts þeirra heilögu til þess að skipa 4. sætið á lista Samfylkingar í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum.
    Já, það er rétt. Hún baðst afsökunar á ummælunum. Það tók hana eitt ár að koma beiðni um fyrirgefningu á framfæri, svona rétt fyrir kosningarnar.

  • Gísli Tryggvason

    Hanna, ef flugvallarsvæðið er dýrasta svæðið á landinu, þá er það vegna þess að fólk er fremur tilbúið að búa þar en annars staðar. Svona eins og fólk í dag vill búa í 101, á Arnarnesi, í bryggjuhverfi í Garðabæ eða bara Lindunum. Allt eru þetta dæmi um hverfi þar sem fermetraverð er dýrt. Af hverju skildi það vera og af hverju „kvartar“ enginn yfir því ?
    Síðan þetta fáránlega útspil að ekki sé hægt að byggja í Vatnsmýri. Reykjavík er að stórum hluta á mýri. Norðurmýri, Kringlumýri, ofl. Alveg sama mýrin. Og ef ekki er hægt að byggja hús vegna mýrar, hvernig dettur þá einhverjum í hug að hægt sé að hafa flugvöll í mýrinni? Ekki heldur fólk að flugvélarnar séu léttari en fis er það ?

  • kristinn geir st. briem

    það þarf svo sem ekki að vera lángt niður á fast í mýri. hitt er annað mál men seigja þettað land það dýrasta í reykjavík geri þá ekki ráð fyrir að það verði bygðir verkamannabústaðir þar. skilst að ríkið eigi rúmlega 40%. af svæðinu hvað skildi reykjavíkurborg hafa efni á því að borga ríkið út . hvernig þessi tala er feinginn hjá merði hver var kosníngaþáttakan. þeir sem mæta ekki á kjörstað er alveg sama um málefnið. en senilega vorum við mörður ekki að horfa á sama kosníngasjónvarpið.

  • Gísli Tryggvason

    Kristinn Geir, vil benda á að alveg við Vatnsmýrina hefur verið byggt fjöldinn allur af námsmannaíbúðum. Einnig væri hægt að byggja litlar íbúðir í bland í Vatnsmýri. Einnig gæti Búseti fengið byggingarrétt á svæðinu. En ljóst er að fermetraverð verður alltaf hátt, rétt eins og í 101 og 107.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur