Færslur fyrir maí, 2009

Föstudagur 29.05 2009 - 09:50

Svo sannarlega ferlegt

Já, alveg rétt hjá Tryggva Þór Herbertssyni og öðrum hrópendum: Ferlegt. Mikil hækkun á bensíni og víni og tóbaki, og kemur svo beint inn í vísitöluna og hækkar afborganir af skuldunum meðan kaupið (hjá þeim sem hafa fulla vinnu, þ.e.a.s.) aðallega rýrnar. Vont fyrir allt venjulegt fólk, og líka ákaflega gamaldags álögur: bús og bensín. Svo […]

Fimmtudagur 28.05 2009 - 13:03

Lásu þeir ekki tillöguna sína?

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru skráðir flutningsmenn tillögunnar um að utanríkisnefnd alþingis hugsi um ESB-málið til 31. ágúst. Framsóknarmennirnir virðast ekki hafa lesið tillöguna. Þeir samþykktu á flokksþingi í vor að Íslendingar „hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið“. Já, já – með allskonar skilyrðum og á grundvelli „samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs“ […]

Miðvikudagur 27.05 2009 - 11:10

Skrýtið réttindafélag

Óska velfarnaðar karlmanninum Andrési Inga Jónssyni sem nú tekur við af Silju Báru Ómarsdóttur sem fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Ha? Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn KRFÍ? Er það virkilega þannig að stjórnmálaflokkarnir tilnefni menn í þessa stjórn? Ansi er þá orðið skrýtið réttindafélag úr hinni fornu súffragettusveit Bríetar […]

Þriðjudagur 26.05 2009 - 15:03

Ótti, eymd og hótanir

Sannarlega eftirtektarvert að sveitarstjórar og sveitarstjórnarmenn eru ekki allir undir hælnum á LÍÚ eða útgerðareigendum í byggðarlaginu – þeir Grímur Atlason í Dölum, áður Bolungarvík, og ekki síður Ómar Már Jónsson á Súðavík eru harðorðir í Fréttablaðinu í dag (hér) eftir mikla áróðursherferð LÍÚ, Sjálfstæðisflokksins og ýmissa sveitarstjórna undanfarnar vikur gegn fyrningarleiðinni. Ómar telur að […]

Laugardagur 16.05 2009 - 14:04

ESB og herinn … Munurinn

Ég er sammála forseta Íslands: Við eigum að gera allt sem hægt er til að komast hjá því að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar sem standa hvor á móti annarri gráar fyrir járnum í marga áratugi. Ekki endurtaka í deilum um ESB þau átök um hersetuna sem við erum loksins laus við. Hef reyndar sagt […]

Þriðjudagur 12.05 2009 - 09:40

Réttlæti, skynsemi, ESB

Einsog Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður hefur bent á – margoft – er ómögulegt að ganga í Evrópusambandið án þess að hafa leyst deiluna um eignarhald sjávarauðlindarinnar. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar, stendur í 1. grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990, en í nokkrum áföngum – fyrst og fremst framsalinu í sömu lögum […]

Sunnudagur 10.05 2009 - 21:05

Góður dagur

Þeir voru arfaslappir í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir Fjölnismark uppúr þurru – þá klikkuðu allar sendingar og vörnin úti að aka og við máttum þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. En einsog Kiddi Jóns sagði spekingslegur eftir hlé þá er allt í lagi að vera lélegur í fyrri hálfleik ef menn […]

Sunnudagur 10.05 2009 - 07:52

Ó, ó

Ó, ó! Er maðurinn ekki örugglega með íbúðarlán líka? Er ekki  rétt að færa það niður um 20%? Eða  láta erlendan kröfuhafa borga það einhvern veginn? Getur ekki  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson — eða þá Guðmundur Steingrímsson — hjálpað þessu aumingjans fórnarlambi? http://www.visir.is/article/20090502/FRETTIR01/163733883

Laugardagur 09.05 2009 - 08:43

Játningar hins útstrikaða, og fleira

Magnús Siguroddsson var um daginn óhress með blogg hér á síðunni um ákveðinn pólitíkus og taldi að ég ætti að líta mér nær: „Þú bloggar ekkert um 656 útstrikanir sem þú fékkst í síðustu alþingiskosningum.“ En nú er einmitt komið að því, svona meðan við bíðum eftir nýrri ríkisstjórn. Menn sem taka þátt í stjórnmálum […]

Fimmtudagur 07.05 2009 - 14:40

En af hverju aðrar kosningar?

Það étur hver upp eftir öðrum að þing og ríkisstjórn sitji ekki út kjörtímabilið af því að það þurfi kosningar til að ganga í Evrópusambandið. Ef við ákveðum að sækja um þá verði kosningar eftir ár eða tvö – en ekki ef sú ákvörðun dettur niður milli stóla. Þetta sé staðan eftir að Sjálfstæðisflokkurinn kom […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur