Sunnudagur 10.05.2009 - 07:52 - 21 ummæli

Ó, ó

Ó, ó! Er maðurinn ekki örugglega með íbúðarlán líka? Er ekki  rétt að færa það niður um 20%? Eða  láta erlendan kröfuhafa borga það einhvern veginn? Getur ekki  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson — eða þá Guðmundur Steingrímsson — hjálpað þessu aumingjans fórnarlambi?

http://www.visir.is/article/20090502/FRETTIR01/163733883

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Mörður er ekki rétt að þú útskýrir þá ekki hvers vegna, ríkisstjórnin varði allt sparifé landsmanna langt umfram það sem henni bar?
    Og skuldseti þar með komandi kynslóðir? Bankarnir voru gjaldþrota og ríkinu bar því bara að borga lámarksskuldbindingu. í kringum 3mill.
    Með þessari aðgerð voru þið líklega að taka verstu efnahagslegu aðgerð í sögu þjóðarinnar

  • Jón Kr. Arnarson

    Vondar fréttir: Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem gerir sér enga grein fyrir vanda þeirra sem skulda og eru að missa eignir sínar, (sbr. þennan pistil og yfirlætið hjá Merði.)

    Góðar frettir: Sennilega er Samfylkingin eini flokkurinn sem geir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og í þessari skrýtnu stöðu að gera grín af skuldurum.

    Vondar fréttir: Samfylkingin er valdamesti flokkurinn hér á landi.

    Góðar fréttir: Það getur ekki verið annað en tímaspursmál hvenær Samfylkingin hættir að gera grín af tillögum til úrbóta og fer að vinna að einhverju viti að Skjaldborg um heimili og fyrirtæki.

  • Grín og gagnrýni Marðar á Framsóknarflokkinn á fullkomlega rétt á sér.

    Það er með ólíkindum að hlusta á populisma Sigmundar Davíðs sem virðist alls ekki gera sér grein fyrir stöðu Íslands almennt.

    Sigmundur er eins og vanhæft foreldri sem lofar börnum sínum öllu fögru án þess að hafa til þess neinar bjargir til þess.

    Málflutningur Sigmundar er ódýr og tækifærissinnaður. Maður fær kjánahroll vitandi það að Framsókn ber einna mest ábyrgð á slæmri stöðu heimila og fyrirtækja landsins.

    Auðvitað mun ríkisstjórnin koma til móts við heimilin og fyrirtækin í landinu á allan þann hátt sem mögulegt er.
    En það er líka ljóst að EKKI er hægt að hjálpa öllum enda hvorki æskilegt né nauðsynlegt.

    Ríkisstjórnin á að einbeita sér að því að koma til móts við þá allra verst settu og það strax. Það ætlar hún sér að gera.

    En að fella niður skuldir ALLRA, líkt og Framsókn hefur mælt með, um t.d. 20% er eitthvað sem við höfum ekki efni á- og er ekki æskilegt.

    Menn þurfa að standa og falla með gjörðum sínum, bæði í góðæri og kreppu, og þeir sem flugu hátt og tóku sénsa munu auðvitað lenda illa í samræmi við lífsstílinn og áhættuna. Þjóðin ber ekki ábyrgð á þeim á neinn hátt.

    Þannig á það að vera.

    Ps. Hugrekki hins unga formanns Framsóknar, sem varpar töfralausnum fram til skuldara, er ekki meira en svo að hann þorir ekki að hafa opið fyrir athugasemdarkerfið hjá sér svo hægt sé að reka ofan í hann bullið. En það er kannski Framsókn í hnotskurn.

  • Friðrik. Af hverju gat þá síðast ríkisstjórn hjálpað öllum fjármagnseigendum upp í topp? Henni bar ekki að gera það

  • Óþekkur

    Er ekki bankinn sem leyfir þetta undir ykkar stjórn Mörður. Ykkar tilvonandi kommissarar hljóta að taka á svona að Stalínskum hætti. Og endilega að halda áfram að gera út á öfundargenið, það hefur alltaf lukkast vel, Í smátíma, svo hittir það ykkur sjálf við kjötkatlana.

  • Albert

    Fjármagnseigendur, eins og þú kallar þá, eru að mestu venjulegt fólk sem geymdi sitt sparifé í bönkunum. Það fólk var ekki að spila með í gervigóðærinu sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hrintu af stað með hörmulegum afleiðingum.

    Þessir sparifjáreigendur tóku (væntanlega) flestir ekki neyslulán t.d. í erlendri mynt til að kaupa sér dýrari fasteignir, bíla og lífsstíl. Ég er EKKI að segja að allir skuldarar hafi gert það- en það gerðu mjög margir sem keyptu blekkinguna um „góðærið“. Í hvert sinn sem menn kaupa dýra hluti og taka fyrir þeim lán þá eru þeir um leið að veðja á gengi krónunnar, framtíðarhorfur í efnahagsmálum og taka því meðvitaða áhættu um leið.

    Því er ekki saman að jafna að taka stór og mikil áhættusækin lán og að geyma peninga sína í banka. Þeir fyrrnefndu voru að gambla en hinir síðarnefndu ekki og höfðu sínar ástæður fyrir því, t.d. þá að þeir voru vakandi yfir hættunni sem fylgdi ástandinu og vissu sem var að allt sem fer svona hratt upp (t.d. húsnæðisverð, krónan o.s.frv.) mun fara hratt niður.

    Ef ríkið hefði ekki ábyrgst innistæður sparifjáreigenda þá hefði það um leið verið að gengisfella sjálft sig og alla möguleika á því að hér á landi gæti í framtíðinni verið rekinn bæði bankastarfsemi og viðskipti stunduð. Þeir sem áttu sparifé í bönkunum töpuðu miklu líka við fall krónunnar svo að í raun rýrnaði sparifé þeirra gífurlega.

    Það er engin „elsku mamma“ þegar svona hlutir gerast og það fer ENGIN þjóð eða einstaklingur í gegnum kreppu án þess að finna fyrir því og tapa. Það eru engar töfralausnir eða kvikk-fix og þeir sem halda slíku fram eru aðeins lýðskrumarar. Þeirra lausnir eru yfirleitt að láta bara aðra borga fyrir okkur, t.d. útlendinga.

    Við þurfum bara að taka pusið í hnakkann og læra af þessu.

  • Hérna er frábært blogg þar sem farið er vitsmunalega í gegnum tillögur Framsóknar um 20% niðurfellingu og kostnað því samfara. Mjög aðgengilegt.

    http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/

  • Það var verið að gera upp Suðurlandsskjálftann um daginn;

    Þeir sem urðu fyrir miklu tjóni á eignum sínum stórum og smáum fengu „miklar bætur“ . . . .

    Þeir sem urðu fyrir litlu tjóni – fengu „litlar bætur“ . . . .

    Þeir sem voru heppnir og eiga eignir sem skemmdust ekki neitt . . . fá engar bætur . . . . . en kröfufrestur þeirra stendur allt til 2012 – vegna þess að menn reikna með að duldar skemmdir eigi eftir að koma fram.

    Um þetta „réttlæti“ deilir enginn mér vitanlega.

    Fyrri ríkisstjórnir bættu sparifjáreigendum – allar sínar innistæður langt upp fyrir lögbundin mörk Innistæðutryggingasjóðs – og með því var einkum verið að færa velstæðu fólki stórfé þar sem allur venjulegur „almenningur“ á ekki innistæður umfram 4 milljónir í bönkum.
    Sama var með peningamarkaðreikninga í föllnu bönkunum þar var framkvæmdur gerningur sem er hiklaust meira en umdeilanlegur og færði einkum velstæðum stórar tölur – – ekki bara höfuðstól heldur allar verðbætur og háa vexti/ávöxtun.

    Leiðrétting á verðbótaþætti lána – sem nemur vísitöluyfirskotinu vegna gengishrunsins er réttlætismál – – sem snýst um jafnræði milli lántakenda og fjármagsneigenda annars vega og hins vegar um það ríkisvaldið ber ábyrgð á því að tryggja að „forsendurbrestur“ vegna kerfishrunsins leggist ekki óbættur á einn hóp í samfélaginu.

    Þær kjánalegu klisjur að með hlutfallslegri leiðréttingu eða niðurfærslu sé verið að færa ríku fólki stórfé – eru ábyrgðarlausar með öllu vegna þess að samfara ákvörðun um skuldaleiðréttingu þarf að ákveða skattalega meðferð. Ef fólk „þarf ekki á skuldaleiðréttingu að halda“ (hvað sem það þýðir) þá setur löggjafinn viðmiðunarmörk annars vegar um skatthlutfall á þær niðurfærslur sem eignafólk fær – með háu skatthlutfalli (50-90%) – og/eða með því að ákveða hámarksfjárhæð (sem væri samt sem áður í hróplegri mótsögn við þá fyrirgreiðslu sem „sparifjáreigendur“ hafa notið – óháð öðrum efnahag).

    Ef okkar fólk í Samfylkingunni hefur ekki kjark til að takast á við að skattleggja ríkt fólk með eitthvað sambærilegum hætti við það sem tíðkast í Noregi, Danmörku og Svíþjóð – þá er illa komið og mikilvægt að við leggjum í massíva „aðskilnaðarhreinsun“ frá Ameríkaníseruðum Frjálshyggjuarfi sem hefur stungið sér niður í SF.

    Niðurfærsla á höfuðstól með leiðréttingu – er algert skilyrði fyrir því að fólk geti selt sig frá vandanum. Fólk sem hefur séð hóflegar/raunsæjar áætlanir sínar hrynja – vegna tekjufalls og hækkana á greiðslubyrði – verðskuldar allt annað en að það sé gert lítið úr því . . . .

    Mörður; þú mátt ekki gera lítið úr vanda þess fólks og við verðum að draga þetta mál og mörg, mörg önnur mál til efnislegrar yfirvegunar og jákvæðrar úrvinnslu innan okkar flokks . . . .

    Af Samfylkingin tekur ekki málefnalega á þessum almenna og markaðslega vanda sem snýr að vertryggingu lána og yfirskoti, og í framhaldinu of háum veðmörkum eigna til að sala geti farið fram og þeim forsendurbresti sem orðið hefur gagnvart áætlunum venjulegs almennings- þá stefnir í stórfelld átök í samfélaginu – – og stórfelldan brest á trausti gagnvart jafnaðarmönnum. (Greiðsluaðlögun eins og hún er útfærð í lögunum sem samþykkt voru fyrir þinglok er niðurlægjandi afturför til tíma „fátækra-laganna“ og óboðlegt að nútímajafnaðarmenn geri hana að keppikefli – – sama er að segja um þau margföldu frestunarákvæði sem heimiluð eru – fyrir suma gagnvart íbúðalánum; – Frestunin eykur vanda einstaklingsins þegar til uppgjörsins kemur og gjaldþrotið verður stærra og sárara. Sárasta gjaldþrot almennings verður að mínu mati „í boði Samfylkingarinnar og VG“ . . . . þá mundi mörgum þykja „fokið í flest skjól“ . . )

    (Þú tekur sjálfur aukna pólitíska áhættu með því að ganga undir kröfu „ráðandi klíku“ um „rétthugsun“ (í þessu máli) . . . sem er sannarlega aldrei í þínum anda . . . þó þú kunnir stundum að gleyma þér í orðfimininni . . . . )

  • Friðrik, ég veit að það er að mestu venjulegt fólk en það skiptir bara engu máli.
    Bankarnir voru gjaldþrota og ríkinu bar ekki skylda að tryggja nema ákveðna fjárhæð.
    REstin er bara skattpíning á komandi kynslóðir og á mörkunum að vera lögleg. Hvers vegna komið þið samfylkingarfólk og gerið grín að hugmyndum sem kosta miklu minna heldur þær aðgerðir sem þið hafið staðið fyrir?
    Samfylkingin sagði að þetta kostaði í kringum 200-300millljarða. En þær aðgerðir sem þið framkvæmduð kostar í Kringum 900milljarðar!!

    En þið hafið hvort sem ekki beðið þjóðina afsökunar á hruninu en þið báruð stærsta ábyrgð ásamt sjálfstæðisflokknum,

  • Albert

    Þú segir: „Friðrik, ég veit að það er að mestu venjulegt fólk en það skiptir bara engu máli.
    Bankarnir voru gjaldþrota og ríkinu bar ekki skylda að tryggja nema ákveðna fjárhæð.“

    Skiptir það engu máli hvernig fólk hagar sér í fjármálum? Hvurslags bull er þetta. Skipta þeir bara máli sem steyptu sér í skuldir, t.d. með lántöku í erlendri mynt en með tekjur í krónum. Þessir aðilar veðjuðu, líkt og menn gera í spilavítum, á ástand sem var afar órauhæft að gengi lengi upp til lengdar. Erlendir og innlendir sérfræðingar og fjölmiðlar vöruðu ítrekað við þessarri þróun mála.

    Stór hluti skuldara högðu sér bjánalega og gerðu það af blindri græðgi og efnishyggju sem á ekkert skylt við jafnaðarmennsku.

    Það á að hjálpa þeim verst stöddu að lifa þetta af á mannsæmandi hátt og aðrir þurfa að borga sínar skuldir auðvitað.

    Það er jafnaðarmennsk í framkvæmd. Það er ekki hægt að lifa í nútíma vestrænu samfélagi undir formerkjum kapítalisma og halda síðan að hægt sé að hlaupa til og láta ríkissjóð, skattgreiðendur, borga fyrir græðgisvæðingu þeirra sem misstu sig í góðæri Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem var byggt upp á einkavinavæðingu og spillingu.

  • Ég held að þú hafir hitt naglan á höfuðið Mörður. Í orðum þínum felst ekki bara háð og spott gagnvart Framsókn, heldur líka því fólki sem er að sligast undan skuldaklafa, sem varð til vegna óðaverðbólgu, gengisfalls og vaxtaokurs. Þetta er trúlega í hnotskurn stefna Samfylkingarinnar.

  • Ibba Sig.

    Það er rangt að stór hluti skuldara hafi hagað sér bjánalega því stærsti hluti þeirra gerði lítið annað en að koma hóflegu þaki yfir höfuð fjölskyldunnar.

    Og alveg eins má segja að fjármagnseigendur, margir hverjir, hafi verið að gambla. Allir þeir sem t.d. áttu í sjóði 9 hefðu getað lagt peningana á bankabók en vildu reyna græða meira. Samt var milljörðunum dælt í þá.

    Fyrir mér snúast þessi mál ekki um krónur og aura, heldur sanngirni, jafnræði og bara þá staðreynd hvort fólk vill yfirleitt búa í þessu samfélagi.

  • Ibba Sig.

    Tek undir þetta:
    „Fyrir mér snúast þessi mál ekki um krónur og aura, heldur sanngirni, jafnræði og bara þá staðreynd hvort fólk vill yfirleitt búa í þessu samfélagi.“

    Það þarf og á að aðstoða þá sem þurfa MEST á því að halda og stunduðu ekki áhættufjárfestingar með krónuna og spám um framtíð hennar.

  • Þeir sem lögðu sparnað í Sjóð 9 og aðra álika sjóði voru blindaðir af græðgi, þ.e. vextir sem voru í boði af venjulegum bankareikningum dugði þeim ekki. Samt hleypur ríkið til og mokar hundruðum milljarða í að bæta þessum „fjárhættuspilurum“ upp tapið að fullu eftir hrun bankanna. Síðan kemur fólk fram eins og Mörður og ver þennan glæp gagnvart restinni af þjóðinni.

    Þetta er sami málflutningur og hjá þeim sem halda því fram að allir sem tóku erlend húsnaæðislán geti sjálfum sér um kennt.

    Hér hefur verið framkvæmdur stórkostlegur glæpur gegn þjóðinni sem margir vilja greinilega styðja.

  • Kristján G. Kristjánsson

    Klént grín.

  • Það er fróðlegt að sjá hvernig Mörður flokkar fólk sem á í vandræðum.
    Af því að hann gat fundið einhverstaðar siðspilltan einstakling sem vildi keyra jeppa að þá eru allir settir undir þann hatt.
    En gott og vel það er fólki eins og Merði sem við höfum treyst til að leiðrétta ástandið.
    Það var gert á lýðræðislegan hátt í gegnum kosningar.

  • Sigurður Þórðarson

    Bensi er að mínu viti greindari en margir sem hér að ofan rita.

    Að halda því fram að venjulegt fólk hafi verið að gambla með því að taka
    erlendu lánin er ljótt. Þeir einstaklingar sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt voru teknir í greiðslumat af bönkunum. Í þeim hefði átt að vera gert ráð fyrir þessu ástandi sem nú er, ekki satt Friðrik?

  • Sigurður Þórðarson

    Mörður, þú átt að forðast hæðnina á málum sem þú ekki hefur kynnt þér til hlítar.

    Þú ert að mínu viti hinn mætasti maður, en fórst yfir strikið þarna.

  • Ég á 4.138.103 kr. inni á bankabók. Ég er öryrki og hef verið að reyna að safna mér fyrir íbúð. Ég á s.s. ekki íbúð og ekki bíl heldur.
    Örorkubæturnar mínar verða skertar um allt umfram 90 þús. kr. í fjármagnstekjur á næsta ári, þannig að mínar bætur munu lækka um helling vegna þess að ég á þennan pening í banka.
    Ég er ekki alveg að skilja þessa heift út í fólk sem á fé inn á bankareikningum, við erum ekki öll rík.

  • Dyna
    Það er ekki verið að tala um upphæðir sem falla innan lögboðinna trygginga á innistæðum eins og í þínu tilviki það er langur vegur frá. Hins vegar er sjálfsagt stæðstur hluti innistæðnanna í eigu fólkss sem á mun meira en
    það sem nemur þessum lögboðnu tryggingum á innistæðum. Fólki finnst einfaldlega of langt gengið í að verja þann hóp , meðan sá sem skuldar
    verður að sætta sig við að lánin hækka stjórnlaust

  • Ég held að það sem Samfylkingin ekki skilur er að þetta er spurning um hvort friðurinn í landinu haldi. Þegar að útburðarbannið fellur úr gildi í haust munum við sjá óeirðir í úthverfum borgarinnar og slík bylting mun sjálfsagt frekar vera kend við haglabyssur en búsáhöld og mun hvorki vera eins friðsamleg eða skemmtileg og þessi síðast. Þegar svo þangað er komið mun væntanlega vera of seint að ná neinni sátt. Við höfum bara nokkra mánuði að sannfæra ríkisstjórnina áður en allt verður um seinan. Vonandi tekst það!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur