Sunnudagur 10.05.2009 - 21:05 - Rita ummæli

Góður dagur

Þeir voru arfaslappir í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir Fjölnismark uppúr þurru – þá klikkuðu allar sendingar og vörnin úti að aka og við máttum þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. En einsog Kiddi Jóns sagði spekingslegur eftir hlé þá er allt í lagi að vera lélegur í fyrri hálfleik ef menn skora í seinni hálfleik, og það var gert með glans, fyrst Björgólfur og svo Jónas fyrirliði, bæði mörkin eftir fallegt samspil. Prinsinn mættur – tveir svartir í liðinu! – og Gummi Ben kominn aftur hress og kátur. Góður dagur á Meistaravöllum.

Og veðrið

Og ekki síðri á Hótel Sögu fyrir leik. Nú er að standa sig, en það má líka leyfa sér að vera bara glaður svolitla stund: 

Starri í Garði var góður trúmaður á vinstristjórnir, þótt þær væru nokkuð mistækar á hans tímum (þá þurfti alltaf að hafa Framsókn alltaf með!) og ennþá hefur ekki verið kveðið fegur um ríkisstjórnir en Starri orti eitt vonglatt vor:

Sól um daga, dögg um nætur,
dýrin fyllast.
Vinstristjórnin varla lætur
veður spillast.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur