Föstudagur 11.11.2016 - 12:04 - 8 ummæli

Samfylkingin í ríkisstjórn

Logi formaður hefur með sínum hætti gefið merkilega yfirlýsingu fyrir hönd flokksins – á fésbókarsíðu sinni. Þar spáir hann því að Jafnaðarmenn verði sú litla skrúfa sem gerir vélina starfhæfa:

Við munum nálgast þá stöðu af fullri ábyrgð og skoða aðkomu okkar að ríkisstjórn, verði áherslur okkar stór hluti af málefnasamningi.

Logi nefnir nokkrar þeirra áherslna: Auðlindagjald – jöfnun lífskjara – innviðasókn – almannaþjónusta fyrir alla.

Þetta er merkileg og góð yfirlýsing, og passar við það sem ég heyri frá félögum mínum og samjafnaðarmönnum. Eftir kjaftshöggið um daginn eru langflestir staðráðnir í að halda áfram og vinna fyrir málstaðinn og hreyfinguna.

Hún er líka nákvæmlega tímasett – einmitt þegar Bjarni hlýtur að skila af sér og Katrín tekur við með mið-vinstristjórn fyrir augum.

Athugið að Logi er hér ekki að tala um hlutleysi eða stuðning frá máli til máls – heldur þátttöku í ríkisstjórninni, stað við borðið með ráðherra eða ráðherrum.

Flokkur jafnaðarmanna er raknaður úr rotinu og mættur til leiks á vettvangi dagsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Elín Sigurðardóttir

    Hér er ágæt grein eftir Þórhildi Þorleifsdóttur. Jafnaðarmenn ættu að hugsa sinn gang og hlusta á Trump í stað þess að drulla yfir hann. Ef þeim lánast það ekki þá er ekki víst að þeir vakni úr næsta roti.

    http://www.frettatiminn.is/domsins-dimmu-klukkur/

  • Alltaf er Mörður stór í sniðum og ekki á allra færi að gera niðurlægjandi tap að upptakti fyrir eitthvað mikilfenglegt. 5,8 prósenta fylgi, einn kjördæmakjörinn, samtals þrír þingmenn er að hans mati góður grunnur að stjórnarsetu með kröfugerð um 2-3 ráðherra auk þess sem áherslur flokksins móti stjórnarsáttmálann. Sumir dást sjálfsagt að þessari kokhreysti en er fyrst og síðast raunaleg tilraun til þess að breiða yfir vanmátt eftir auðmýkjandi ósigur. Logi formaður hefur nóg að gera við að tína saman brotin í flokknum sínum og þarf til þess margar og öflugar skrúfur. Fyrsta skref hans er að henda öfugmælinu „Samfylking“ á haugana og taka upp nýtt nafn á nýrri kennitölu. Síðan að koma einhverri stefnu á framfæri og reyna svo að þjappa saman liðinu sem eftir stendur og búa til liðsheild. Allt tekur þetta sinn tíma og Logi formaður er því ekki tilbúinn í ráðherradóm hvað sem kokhreysti Marðar líður.

  • Samfylkingin verður límið í ríkisstjórninni sem píratarnir sniffa.

  • Sigurður

    Hahahahahahsha

  • Kristinn J

    Hvaða Samfylking ? Þú meinar kanske eitthvað sem var 😉 Eða ???

  • Halldór Halldórsson

    Merkilegt hvernig Mörður getur túlkað úrslit kosninga sér og sínum í vil! Hefði Íhaldið fengið 20% sem ég hélt að það fengi, hefði Mörður, réttilega, sagt að þjóðin hefði sagt „komið ykkur í burtu!“, en þegar Samfylkingin nánast þurrkast út, segir Mörður hana hafa fengið umboð til ríkisstjórnarsetu!? Hann er þó það hógvær að hann er líklega bara að fara fram á einn ráðherra!

  • Hvað Bjarni ben gerir, Píratar, Viðreisn eða Katrín, skiptir engu máli. Næstu fjögur ár verða ákkurat eins og kjósendur báðu um. Kjósendur halda að öll tré vaxi til himins, en það hefur aldrei gerst og mun heldur ekki gerast nú.

    Þegar túristarnir hætta að koma með vísakortin sín, olíuverð hækkar og makríllinn lætur sig vanta, þá hrynur krónan, og verðtryggð húsnæðislán heimskra kjósenda stökkbreytast, það hefur altaf gerst, og mun einnig gerast nú.

    Framtíð Íslands er í Evrópusambandinu, en ḱjósendur verða að fá tvö eða þjú hrun í viðbót áður en þeir skilja það.

    Þá fyrrst getur getur Samfylkingin, eða hvað sem Íslenskir sósíaldemókratar velja að kalla sig, verið í ríkisstjórn. Ekki fyrr.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur