Færslur fyrir október, 2011

Föstudagur 28.10 2011 - 11:15

VG, ESB og svikabrigslin

Formaður Vinstrigrænna og þingmenn liggja undir ágjöf um að hafa brugðist kjósendum sínum og stefnuskrá vegna Evrópusambandsumsóknarinnar. Og auðvitað er það skrýtin staða fyrir kjósendur VG og flokksmenn að ríkisstjórn á þeirra vegum standi fyrir þessari umsókn, ekki síst þegar á þeim dynja dagleg svikabrigsl – frá Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum. Nú er ég enginn ofuraðdáandi […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 12:29

Griðasvæði á Faxaflóa

Hvalaskoðunarmenn hafa nú lagt til að Faxaflói verði friðaður fyrir hvalveiðum. Menn geta deilt um það alveg þangað til við göngum í Evrópusambandið hvort þjóð sem fær peninga af að sýna hvali á líka að tapa peningum af að drepa þá. (Því hvar er gróði Kristjáns Loftssonar? Og hvar er hagur landsbyggðarinnar af hrefnuveiðunum frá […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 13:50

Friður & trúverðugleiki

Stjórn Bankasýslunnar sem af sér sagði þarf að tala skýrt og segja okkur um hvaða utanaðkomandi afskipti var að ræða. Var það gagnrýni alþingismannanna Helga Hjörvars og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur? Eða eitthvað annað ósagt – einsog helst má skilja af þögn stjórnarmannanna fyrrverandi? Mega alþingismenn ekki lengur segja það sem þeir meina? Þessi utanaðkomandi afskipti segir […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 13:10

Lausnir fyrir lánsveðshópinn

Þau Eva Baldursdóttir og Sverrir Bollason hafa sett í skýrt kastljós vanda sem lengi hefur kallað á lausnir – skuldastöðu lánsveðshópsins sem lendir milli skips og bryggju í kerfi ráðstafana eftir hrun. Þetta gerðu þau með hófstilltri en rökfastri grein í Fréttablaðinu á laugardaginn (hér, bls. 25) og aftur á fundi í Sjóminjasafninu í gærkvöldi. […]

Mánudagur 17.10 2011 - 17:11

Lækka skatta, auka útgjöld

Sniðugt hjá Sigmundi Davíð að kalla nýja stefnu hjá Framsóknarflokknum Plan B. Samkvæmt viðtali við Moggann er plan bé einfalt. Hætta við umbætur í sjávarútvegi og losa heimilin við skuldir. Hætta niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni – og lækka skatta. Eitthvað kunnuglegt við þetta samt. … Fjórtán þúsund störf. Selja alla bankana. 100 prósent lán. Fimm […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 13:59

Palestína í Evrópuráðinu

Tíðindi í Strassborg: Evrópuráðsþingið samþykkti með 110 atkvæðum gegn 5 að taka upp ,,lýðræðissamstarf‘‘ við Palestínuþingið. Þjóðarráð Palestínu er annað arabaþingið sem fær þessa aðstoðaraðild að ráðinu, Marokkómenn voru fyrstir núna í vor, og næstir kynnu að verða Túnisar eða Egyptar. Samþykktin nú hefur verið undirbúin lengi með yfirlýsingum og samningum og rannsóknarferðum og skýrslum […]

Laugardagur 01.10 2011 - 10:48

Twist and shout

Sá í netfréttum að Dorrit er farin að mótmæla á Austurvelli. Minnti mig á þegar Lennon bað salinn að slá með sér taktinn: And the rest of you, please rattle your jewelry.

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur