Miðvikudagur 25.10.2017 - 10:58 - 1 ummæli

Sigurður Ingi eitt, Lilja annað

Skrýtið – á fundi umhverfissamtaka í Norræna húsinu fyrir viku lagðist formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, gegn kolefnisgjaldi, eða að minnsta kosti breytingum á núverandi kolefnisgjaldi. Enda stóð Framsókn að verulegri lækkun kolefnisgjaldsins í samstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs. Sigurður Ingi taldi upp ýmsa vankanta, svo sem að á landsbyggðinni væru menn háðari bílunum (sem er rétt – en er það ekki dæmigert úrlausnarefni fyrir stjórnmálamenn með ívilnunum og sólarlagsákvæðum?).

Framsókn keyrir kosningabaráttuna á tveimur persónum, Sigurði Inga formanni og Lilju Alfreðsdóttur varaformanni – og maður býst þessvegna við að þau séu þokkalega samferða.

En það er ekki í kolefnisgjaldinu. Þvert á móti segir Lilja sem flutningsmaður (rapporteur) í nýlegri skýrslu um umhverfismál á alþjóðavettvangi (hjá Nató!) að kolefnisgjald sé sjálfsagt mál í loftslagsaðgerðum. Punktur 61 í skýrslunni hefst nokkurnveginn svona:

Það er … heilbrigð efnahagsleg ráðstöfun að skatta kolefni þannig að verðið sýni raunverulegan kostnað við notkun þessa eldsneytis. Sá kostnaður verður að koma fram í verðinu til þess að fyrirtæki og neytendur geti á skilvirkan hátt tekið ákvarðanir um orkunotkun.

Lilja segir sumsé annað í Brussel en Sigurður Ingi í Norræna húsinu. Kannski er það ekkert undarlegt að Framsókn sé næstum lægst á nýja loftslagsprófinu. Þar má þó að minsta kosti hugga sig við að vera hærri en gamli samstarfsflokkurinn — sem féll í loftslagsmálum.

Flokkar: Óflokkað

«

Ummæli (1)

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Herra minn trúr og heilög María Guðsmóðir!

    Hafa eldgosin á Íslandi virkilega ekki verið tekin inn í reinisdæmið kolklikkaða?

    Þó að allt Ísland, og allt sem er mögulegt að stela frá Íslandsbúum yrði notað í þessar ræningja-reiknikúnstir Parísar-„fræðinganna“, þá myndi það ekki einu sinni duga upp í eitt hornið á þessari fáránlegu kolefnaskatta hít djöfladrottnaranna á jörðinni!

    M.b.kv.
    Anna

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur