Mánudagur 22.08.2016 - 14:46 - 4 ummæli

Til Samfylkingarmanna

Ágætu Samfylkingarmenn, félagar, vinir, kjósendur

Nú eru að verða síðustu forvöð að gefa kost á sér í efstu sæti Reykjavíkurlistanna fyrir kosningarnar í haust – og erindi þessa bréfs er að segja ykkur að þetta ætla ég ekki að gera. Það kann að auðvelda öðrum að taka sína ákvörðun.

Ástæðurnar eru fyrst og fremst persónulegar. Ég hef verið í einu þessara sæta við allar þingkosningar síðan flokkurinn varð til, alþingismaður 2003–2007 og 2010–2013 og að auki viðloðandi þingið sem varamaður frá 1995, alls rúm tuttugu ár. Það er sumsé orðið ágætt, og verkefni af ýmsu tagi vantar ekki.

Þarmeð er ég ekki ,hættur í pólitíkʻ – hef eiginlega aldrei skilið það orðalag – og ætla að starfa af krafti með ykkur áfram í flokknum og annarstaðar, við endurreisnina, fyrir sósíalismann og grænu málin. Svo hef ég alltaf haft áhuga á borginni minni, fólki, sögu, skipulagi og framförum – hver veit hvað verður vorið 2018?

Hlakka til að vinna með ykkur í kosningastarfinu framundan. Þar þarf alla menn á dekk!

Með góðum kveðjum — Ykkar einlægur Mörður Árnason

Flokkar: Lífstíll

«
»

Ummæli (4)

  • Garðar Garðarsson

    Þú ert sannur jafnaðarmaður og umhverfissinni, og því gott að hafa þig í baráttunni áfram þó ekki verði á þingi. Í borgarstjórn næst og þú færð minn stuðning.

  • Mikið eigið þið langt í land, samfyíósar. Árnapálslögin settuð þið til höfuðs þúsundum íslendinga. Þið virðist ekki geta skammast ykkar, hvað þá að biðja viðkomandi fórnarlömb afsökunar. Þessa fylkingu ykkar ætti að lýsa sem glæpasamtök sem fer gegn þjóðinni, hagsmunasamtök aumingjapólitíkusa!

  • Nú í sumar fögnuðum við nýjum forseta eftir 20 ára setu Ólafs R. Grímssonar.

    Höfundur nefnir einmitt að hann hafi verið virkur í pólitík í 20 ár.

    Við hljótum að fagna því að menn skynji tímans nið og nýjar viðmiðanir.

    Ungt fólk og efnilegt mun fylla þetta skarð.

    Og það á auðvitað líka við 2018.

    Um að gera að gefa öðrum séns – eða hvað?

  • Takk, Garðar, og Rósa ekki síður … Heyrumst vorið 218 — 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur