Færslur fyrir maí, 2014

Laugardagur 31.05 2014 - 12:57

Spyrja B-fulltrúa alstaðar

Í sjónvarpsumræðunum í gær staðfesti oddviti Framsóknarlistans í Reykjavík að framboð flokksins í höfuðborginni byggist á fordómum sem jaðra við kynþáttahyggju – rasisma. Einsog bent hefur verið á er flokkurinn þar með á svipuðum atkvæðamiðum og hægriöfgaflokkar í ýmsum Evrópulöndum – jafnvel þótt sögulegur grunntónn flokksstefnunnar sé í æpandi mótsögn við ,kosningatrikk’ B-listans í Reykjavík […]

Föstudagur 30.05 2014 - 10:50

Reykjavík: Tiltölulega einfalt

Það er gjörsamlega sjálfsagt að menn  vilji vita hvað Sigmundi Davíð finnst um moskuútspilið, og alveg skiljanlegt að bollaleggjendur velti fyrir stöðu flokksformannanna í ljósi ótilkynntra kosningaúrslita. Staða Sjálfstæðisflokksins er líka merkileg gestaþraut, og athyglisvert að vita hvaða áhrif mjögauglýstir 80 milljarðar hafa á kosningaákvörðun „heimilanna“. En eiga ekki sveitarstjórnarkosningar að snúast um sveitarstjórnina? Í […]

Mánudagur 05.05 2014 - 14:05

Sökudólgurinn Opið drif

Samkvæmt yfirlýsingu innanríkisráðherra á vefsetri innanríkisráðuneytisins heitir sökudólgurinn í lekamálinu Opið drif. Opnu drifi hefur nú verið sagt upp störfum hjá ráðuneytinu. Þá er upplýst að Minnisblað er ekki það sama og Samantekt, einsog nokkrir netdvergar hafa verið svo vitlausir að halda. Málið búið.

Sunnudagur 04.05 2014 - 14:41

Fyrirspurn bíður svars

Fyrir rúmum þremur mánuðum, 29. janúar, var lögð fram í þinginu fyrirspurn til innanríkisráðherra um lekamálið. Ráðherrann beið eins lengi og hann mátti, og sendi svo bréf til forseta alþingis um að nú væri ríkissaksóknari að athuga málið og það væri þessvegna ekki hægt að svara þessu á þinginu fyrren þeirri athugun lyki. Einar K. […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur