Mánudagur 05.05.2014 - 14:05 - 14 ummæli

Sökudólgurinn Opið drif

Samkvæmt yfirlýsingu innanríkisráðherra á vefsetri innanríkisráðuneytisins heitir sökudólgurinn í lekamálinu Opið drif.

Opnu drifi hefur nú verið sagt upp störfum hjá ráðuneytinu.

Þá er upplýst að Minnisblað er ekki það sama og Samantekt, einsog nokkrir netdvergar hafa verið svo vitlausir að halda.

Málið búið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Hvort sem sökudólgur finnst eða ekki þá ber ráðherra ábyrgð á því að leka óhróðrinu um fólkið.

  • Hvað þýðir „opið drif“?

    Er það drif sem allir starfsmenn hafa aðgang að?

    Er það drif sem er í ráðuneytinu en hægt er að taka þaðan út?

    Er það drif sem ekki er á bakvið „brunavegg“?

    Ef þetta drif var „opið“ hvað er þá „lokað drif“?

    Þessar „upplýsingar“ um „opna drifið“ segja manni ekkert.

    En hvers vegna spyrja blaðamenn ekki þessara augljósu spurninga um „opna drifið“?

  • Haukur Kristinsson

    Mörður Árnason og hans Kamaraden eru allt of linir, slappir í átökum við Íhaldið. Ástæðin gæti verið hugleysi, ótímabær kurteysi, ef ekki bara leti.

    Það þarf að sýna þessu arroganta og spillta liði framsjallanna miklu meiri hörku. Árni Páll er einmitt svona kvensterk týpa, „halbstark“, eins og sagt er í þýsku.

    Enginn Björn Valur Gíslason í hópi kratanna, því miður.

  • Þetta er fullkomlega eðlilegt enda á pari við að það séu fyrst og fremst kennitölur og fyirtæjkanöfn sem fremja efnahagsglæpi.

    Opin drif bætast nú í þennan hóp.

    Mikil þörf er orðin á því að reisa sérstakt fangelsi fyrir þessa tegund síafbrota-fyrirbæra

  • Elín Sigurðardóttir

    Ja eða Facebook. Þetta mál minnir mig á grein sem ég las fyrir ekki svo löngu, man því miður ekki hver skrifaði hana. Greinarhöfundur benti á að símafyrirtæki í einkaeigu koma að öllum símhlerunum lögreglunnar. M.ö.o. réttarkerfið okkar er brandari. Mislukkaður brandari. Þetta er í rauninni misréttarkerfi.

    http://www.dv.is/frettir/2014/5/2/deildu-myndum-af-stulkum-21K8BV/

  • Fyndinn.

    Kannski er þetta fyrirboði um lyktir málsins?

  • Jafnaðarmaður

    Nú fékkst þú Mörður svonefnt minnisblað afhent. Þú lýstir því yfir í þingræðu.

    Þú veist þá mætavel frá hverjum. Var þá búið að breyta því?

    Í hvaða yfirhylmingum ertu. Horfðirðu virkilega uppá aðgerðir gegn umsækjendunum með vitneskju þína.

    Ertu kannski að búa til glæpi á Hönnu Birnu.

  • Þessi færsla hefur nú verið myndskreytt: http://www.gys.is/gys/mynd.aspx?id=462

  • Mörður

    Ágæti jafnaðarmaður — Ég fékk þetta minnisblað sent sem þingmaður. Þetta er sama gagnið og fjölmiðlar hafa vitnað til og nú hefur verið birt úr. Að öllum líkindum sama blaðið og lögreglan talar um og ráðherrann hefur loksins viðurkennt að til var. — Minnisblaðið sem ég fékk í hendur er með þeirri lokaklausu sem um er rætt — en að hún sé viðbót sést ekki á blaðinu sjálfu heldur finnst mönnum (þar á meðal mér) það líklegt við efnislegan og stíllegan samanburð. — Já, ég veit frá hverjum ég fékk minnisblaðið og veit líka að þær upplýsingar skipta engu máli fyrir málið. — Skil ekki aðdróttanirmar í lokin.

    Gys.is — Góður!

  • Jafnaðarmaður

    Biðst velvirðingar á því að hafa ekki spurningamerki í síðustu setningum mínum
    Afrit þitt af skjalinu er lykilatriði. Því er lekið til þín Mörður. Ef marka má fjölmiðlun í málinu þá var MBL. Vísir og sjónvarpið með skjalið.

    Annaðhvort veistu hver lak því eða að þú fékkst það frá óheiðarlegum fréttamanni.

    Áttu nokkuð væntanlega samleið með Hönnu Birnu?

  • Mörður

    Hvorugt, ágæti jafnaðarmaður. Ég fékk þetta sent sem þingmaður, til að geta betur athugað þetta mál. Ég er þakklátur þeim sem sendi, en það var hvorki ráðuneytismaður né blaðamaður. Ég afhenti lögreglunni afrit af þessu blaði og gaf henni þær upplýsingar um þetta sem ég gat.

    Væri annars ekki sniðugt áður en þú spyrð meira um leynd og yfirhylmingu að segja til nafns?

  • Jafnaðarmaður

    Það mun ég ekki gera. Hef bara spurt spurninga og mér sýnist að þú hafir svarað þeim.

    Löngu þeirrar skoðunnar að ráðuneytið hafi lekið mansalsrannsókninni sér til framdráttar.,-

    Var lögreglustjórinn á suðurnesjum ekki að rannsaka embættisfærsluna.

    Voru ekki hinar mjög svo hæpnu mansalsupplýsingar frá honum „komnar“?

    Nóg að sinni og gangi þér vel.

  • Hlynur Jörundsson

    Hver heimildarmaður þinn var Mörður skiftir litlu. Nema hann hafi aðgang að þessu strax ( fyrir sendingu til fjölmiðla) sem fleiri gætu hafa haft. Þar sem þú hefur væntanlega tjáð lögreglunni hvernig þú fékkst minnisblaðið og líklega hvernig þú telur heimildarmanninn hafa fengið það þá er sá hluti lítils virði.

    Það var og er ekkert mál að taka gagn af drifi, á minnislykil og tölta með það á opið net, t.d. upp í Kringlu og senda nafnlaust með t.d. spjaldtölvu til mbl eða annarra. Ég vænti þess að kerfisstjóri ráðuneytisins hafi verið yfirheyrður ?

    Trúðu mér … slíkt hefur skeð og heimildarmenn geta léttilega falið sig ef þeir svo kjósa.

    Hanna Birna klúðraði málinu með viðbrögðum sínum … sem er í raun allt annað mál en ófrægingaraðgerðin sem fjölmiðlarnir bera alla ábyrgð á. Fundist skrítið hvers hræddir stjórnmálamenn eru að taka á fjölmiðlamönnum … í þessu tilfelli máttu þeir vita að þetta efni væri þess eðlis að aðgát yrði að viðhafa og spurning hvort þetta væri frétt.

    Svo mín spurning til þín er þessi : „Af hverju þessa einstefnu á HB ? Af hverju taka menn ekki líka á fjölmiðlunum ? Eru þingmenn virkilega svona hræddir við stóru grimmu fjölmiðlana og netdverga??? eða hentar bara að einblína á HB þáttinn ?“

    Hef ekkert á móti Hönnu Birnu … en viðbrögð hennar sýna því miður að hún er vanhæf í embættið.

  • Haukur Kristinsson

    Það er þegar kristaltært að þessar tvær týpur í ráðuneytinu, Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir voru síljúgandi vegna lekamálsins um Tony Omos. Síljúgandi.

    En hvernig í ósköpunum stendur á því að svona slakir og ómerkilegir ræflar eru ráðnir í krefjandi og ábyrgaðarmikið starf stjórrnsýslunnar?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur