Færslur fyrir maí, 2010

Sunnudagur 30.05 2010 - 18:23

Verstu úrslit sögunnar

Áður en við í Samfylkingunni förum að tala um hrunið, aðstæðurnar, mannskapinn, frammistöðuna og aðra flokka er ágætt að gera sér grein fyrir því að úrslitin í Reykjavík eru ekki bara verstu heldur langverstu úrslitin í framboðssögu flokksins í höfuðborginni rúman áratug. Þetta lítur svona út: þing 1999   19.153 atkv.    29,0%   5  þm. þing […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 07:31

Og hjartað brann

Ömurlegt að horfa upp taparana í nótt – forustumenn hefðbundnu flokkanna: Stórsókn Hönnu Birnu, traustsyfirlýsing hins endurnýjaða Sigmundar Davíðs, ofsalega ósanngjarnt fyrir VG, og svo Dagur sem hélt sínu og vel það í glæstum varnarsigri rétt áður en fjórði maðurinn rann líka út í sandinn. Þetta er ekki leiðin til að læra af því sem […]

Miðvikudagur 12.05 2010 - 10:10

Mig líka, Ásta

„Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum.“ Sammála Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta alþingis. Alveg rétt að sá sem bítur í annars eyra eða sparkar í hnéskel náungans þurfi að svara fyrir það, borga bætur og sektir, jafnvel dúsa í fangelsi ef […]

Miðvikudagur 05.05 2010 - 07:18

Ég er enginn nasisti …

Ég er er rosalega sár yfir að þetta skítablað skuli ljúga því að ég hafi heilsað með nasistakveðju þarna um nóttina á barnum. Ég er enginn fokking nasisti! Ég er bara venjulegur Íslendingur með ameríska kynþáttafordóma.

Mánudagur 03.05 2010 - 12:50

Því miður, kæri Már

Þú hefur staðið þig frábærlega hingað til, góði seðlabankastjóri, og átt örugglega eftir að gera enn betur. Þegar þú tókst við starfinu voru hinsvegar tiltekin launakjör í boði – í meginatriðum taxti forsætisráðherra – á þeim kjörum réðstu þig til starfa á Íslandi og hjá Íslandi. Við höfum því miður ekki efni á að hækka launin þín. […]

Laugardagur 01.05 2010 - 10:20

Útgjöld í prófkjöri

Ég hef ekki skipt mér undanfarnar vikur af umræðu um styrki til prófkjörsþátttakenda – fyrsti varamaður S-listans í Reykjavík norður er nánast vanhæfur í þessu máli hvað sem honum kann að sýnast. Mér finnst hinsvegar rétt að endurbirta hér gamla greinargerð af þáverandi bloggsíðu minni — af því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir í Fréttablaðinu […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur