Mánudagur 03.05.2010 - 12:50 - 17 ummæli

Því miður, kæri Már

Þú hefur staðið þig frábærlega hingað til, góði seðlabankastjóri, og átt örugglega eftir að gera enn betur. Þegar þú tókst við starfinu voru hinsvegar tiltekin launakjör í boði – í meginatriðum taxti forsætisráðherra – á þeim kjörum réðstu þig til starfa á Íslandi og hjá Íslandi.

Við höfum því miður ekki efni á að hækka launin þín. Enda engin stórkostleg ástæða til.

Stundum verður bara að hlusta á Kennedy: Ekki spurja hvað landið þitt geti gert fyrir þig heldur hvað þú getir gert fyrir landið þitt. Maður með milljón á mánuði hefur að minnsta kosti alveg efni á því.

Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Keflvíkingur

    En er ekki Már líka fulltrúi Samfó þarna? Gamli aktívi Allaballinn.

  • Lux Perpetua

    Nei, hann er þarna fyrir 4. alþjóðasambandið…

  • Ragnar Eiríksson

    Það má nú líka segja að við – fólkið í landinu – viljum bara alls ekki hækka launin þín Már, það er alveg af og frá! Mér finnst bara að störf bankamanna séu allt of hátt metin!

  • afsakið Mörður en mætti ég biðja um concrete dæmi sem styðja þá fullyrðingu að Már hafi staðið sig frábærlega sem Seðlabankastjóri… er ekki enn verið að fara í kringum gjaldeyrislögin? Og þrátt fyrir að liðið í bankanum viti hverjir svindla þá er ekkert gert! Og hvað með vextina? Sannleikurinn er sá að AGS stjórna hér peningamálastefnunni og Már var ráðinn vegna flokkstengsla. Hvernig í ósköpunum eigum við að halda áfram ef sífellt þarf að reka embættismennina vegna þess að þeir eru ekki ráðnir á faglegum forsendum heldur pólitískum?

  • Mörður. Beindu þessu erindi að formanni stjórnar Seðlabankans. Annars á ekki að fallast á neinar tillögur frá bankamafíunni. Hún vill bara reyna að endurskapa það sem áður var.

  • Getum við fengið Norðmanninn aftur?

  • Stefán Snævarr

    Flott Mörður alveg sammála.

  • Það er of snemmt að fella dóm um ágæti Más sem Seðlabankastjóra. Hann hefur ekkert afrekað ennþá sem máli skiptir. Hann sótti um og fékk stöðu Seðlabankastjóra og gekk að þeim launakjörum sem í boði voru.
    Enginn neyddi hann til þess. Og varla er hann sá afburðamaður að ekki megi finna annan sem stendur honum jafnfætis.
    Það má sjá fyrir sér hver verða viðbrögð Jóhönnu forsætisráðherra í kvöldfréttum: „Ég er svo sannarlega hneyksluð á þessum launakröfum bankastjórans en við í ríkisstjórninni verðum að virða sjálfstæði bankans“.
    Það er líka eftirtektarvert hvernig Mörður nálgast málið. Ekki á forsendum þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins og hver verði viðbrögðin í þeim hópi fái Már launahækkun. Ekki á þeim forsendum að launahækkunin ein jafngildi tveggja mánaða launum verkamanns og þaðan af síður er hann með í huga umtalsverða launaskerðingu til öryrkja og aldraðra.
    Nei, hann nálgast málið á flokkslegum nótum og hrópar eins og sært dýr útí náttmyrkrið: „Már, ekki gera okkur þetta í Samfylkingunni. Nóg er samt með ýmislegt forystufé okkar þessa dagana“.

  • Tinna Jóhannsdóttir

    Samkvæmt mínum heimildum er um misskilning að ræða. Þá er fréttaflutningurinn af meintri launahækkun jafnframt staðfesting á arfaslakri frammistöðu PR deildar Seðlabankans.

  • refa-jon

    Burt með hann ef hann sættir sig ekki við þessi laun.
    Nógur mannskapur til að leysa hann af hólmi.

    Á Íslandi ríkja áhrif siðrofs.
    Ný uppbygging stendur yfir.
    Þá er ekki pláss fyrir gráðuga einstaklinga.
    Síst fyrir hrokafulla menn eins og þennan Má.
    Helst; burt með hann áður en hann spillir of miklu.

  • Staðið sig frábærlega!

    Góður þessi, er hann ekki einn af höfundum peningastefnunar sem rústaði krónunni?

  • a) Már er ráðinn inn sem sérlegur fulltrúi Samfylkingarinnar í Seðlabankanum – þar með braut Samfylkingin eitt grundvallarskilyrð EMU, um sjálfstæði Seðlabanka.

    b) Við skulum halda til haga HVAÐA flokkur stendur á bak við þessa launahækkun, og það er Samfylkingin.

    Það sem aðrir geta lært af Samfylkingunni, kjósi þeir slíkt, er hvernig teflonhúða skal sig og aðskilja öllu því sem flokkast undir að vera erfitt. Það þarf nefnilega enginn óvini þegar þeir eiga vini í Samfylkingunni

  • friðrik indriðason

    góður pistill mörður
    í ljósi þess að már hefur sagt opinberlega á stöð 2 að honum dytti ekki í hug að þiggja þessa launahækkun sé hún í boði vaknar spurning. í hvaða umboði var lára v. að leggja þessa tillögu fram? svarið getur verið tvennt. einhver hefur beðið hana um það. ekki var það már að eigin sögn. hinn möguleikinn er að lára v. hafi sjálf fundið upp á þessu. og þá verður enn að fækka forystusauðunum í samfylkingunni. mér skilst að frambærilegu fólki þar á bæ fari snarfækkandi.

  • Már er búinn að segja okkur að spillingin innan bankana er en við líði, og bankarnir geti hrunnið aftur eins og áður, það hafi ekkert verið gert til að breyta lögum innan bankana. Hvað er að hjá Samfylkingin eru vinirnir orðnir of margir sem komist hafa inn bakdyramegin án auglýsingu.

  • friðrik indriðason

    verð að endurmeta þetta innslag eftir að hafa heyrt má haaa og humma í kastljósi. eitthvað um lög og ákvörðun í höndum bankaráðs. ég náði ekki alveg þræðinum í málflutningnum.

  • Úlfar Bragason

    Ein enn smjörklípan frá Hádegismóra! Honum hlýtur að vera skemmt!

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Fleiri óánægðir en ég!

    Og ástæða til hjá Samfylkingunni!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur