Miðvikudagur 05.05.2010 - 07:18 - 28 ummæli

Ég er enginn nasisti …

Ég er er rosalega sár yfir að þetta skítablað skuli ljúga því að ég hafi heilsað með nasistakveðju þarna um nóttina á barnum.

Ég er enginn fokking nasisti!

Ég er bara venjulegur Íslendingur með ameríska kynþáttafordóma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Maður lifandi

    Góður punktur.

  • Já, það er erfitt að vera húmoristi í ríki þeirra rétt-trúuðu.

  • Skammastu þín Mörður. Nú gekkstu of langt. Svona heimsku bjóst maður síst við af þér.

  • Úffff, þetta var á lágu plani. Of lágu plani.

  • „…ameríska kynþáttafordóma.“ ??? ..talandi um fordóma.

  • Bankageiri

    Bekk ham er flottur.

  • Góður …!

  • hahah… nkvl. Loori!!!

    Þetta var aumt…

  • Já eru allir Ameríkanar fordómafullir?

  • Hver er skilgreiningin á amerískum kynþáttafordómum?

  • Hehehe Mörður, það má nú lesa talsverða kynþáttafordóma í garð Ameríkana út úr þessari færslu rasistinn þinn!

  • Hvaða bull er þetta, ameríska fordóma? Bíddu, ertu ekki sjálfur með ákveðna fordóma hér? Ég held að þú hafir opinberað þig hér all svakalega. Veistu hvað mexíkanar kalla bandaríkjamenn…“gringo“ sem er móðgandi slangur. Fordómafullir bandaríkjamenn kusu sér svartan mann sem forseta, mér þætti gaman að sjá evrópska vinstri pólitískt rétt hugsandi menn gera hið sama.

  • Hvaða bull er þetta? Má ekki gera grín að tilteknum þjóðum eða þjóðfélagshópum? Gerum við ekki grín að Norðmönnum og jafnvel vinum okkar Færeyingum? Danir hæðast að okkur (ásamt flestum öðrum) og Þjóðverjar að Grikkjum. Seyðfirðingar hæðast að Héraðsstubbum og Akureyringar að pakkinu fyrir sunnan. Og hvað með það ef Eiður gerði grín að Hitler (ef hann gerði það)? Er verið að vega að minningu látinna Gyðinga með því? Hvaða dæmalaust rugl er þetta?

  • Tilefnislaus færsla!
    Ekki einusinni víst hvort umfjöllun blaðsins sé rétt.
    Og hvers vegna eru menn að æsa sig út af einhverjum fótboltamanni í Englandi?
    Auk þess eru kynþáttafordómar alls ekki sér-amerískt fyrirbæri.

  • Þú ert nú ljóta djöfulsins skoffínið Mörður. Maður sem ber nafn með rentu.

  • Ómar Kristjánsson

    Food for thought.

  • halldór Lárusson

    Einu sinni hittust tveir heyrnarlausir kallar, annar sagði „nei sæll og blessaður“ hin svaraði „Ha???!“, er ég með fordóma gagnvart heyrnarlausum?

    Og svona rétt með Mörður, ég lærði í Ameríku og það er til fullt af góðu fólki í þar eins og annarsstaðar….þetta er þjóð með yfir 350 milljón manns!!! ekki dæma þá alla sem einn, skítapakka!

  • góður punktur

  • Uss ef það ætti að dæma mig eftir heimskulegum bröndurum.

    Eins og sagt er að kryfja brandara er eins og kryfja lifandi frosk.

    Hve mörg vandræðaleg atvik má ná á þér eða einhverju nánum þér og oftúlka.

    „Innfluttir amerískir fordómar“ er ekki frekar um stereótýpun að ræða.

    Síðan þessi líkamsnotkun, mig minnir að ég hafi séð Jon Steware hjá The Daily Show nota svipaða líkamstjáningu þegar hann var að taka fyrir gosið í Eyjafjallajökli. En hann er gyðingur kannski er það þá í lagi? Kannski er svon húmor bannaður öllum öðrum en gyðingum. En er það ekki innfluttir amerískir fordómar?

  • marka-leifi

    Sumir hér eru að verða ákaflega taugastrekktir.
    Er hér á ferðinni einhvers konar nábítur.

  • Mörður Árnason

    Jamm. Örugglega allt satt og rétt. En drengurinn stóð bara svo vel til höggsins …

  • Eiginlega sjálfsmark hjá þér Mörður minn!

  • „….drengurinn stóð bara svo vel til höggsins“.

    Þetta er makalaus skýring hjá stjórnmálamanninum sem vill láta taka sig alvarlega. Honum þykir hæfa að níðast á borgurunum af því „þeir standa svo vel til höggsins“. Sparka í liggjandi fólk því það „liggur svo vel“.

    Össur Skaphéðinsson býr yfir svipuðu innræti. Við munum þegar Össur níddi niður Gísla Martein í frægum bloggpistli skrifuðum um miðja nótt. Össur og Mörður ku vera vinir. Nú skilur maður betur af hverju. Líkur sækir líkan heim.

  • wisserbesser

    @Árni: ,,Já eru allir Ameríkanar fordómafullir?“

    Nei. En fordómar geta samt verið amerískir.

    Ekki eru allir amerískir bílar Fordar.

    Fordar eru samt amerískir.

  • Sólveig

    Þetta eru amerískir fordómar af því að mexíkana“brandarinn“ er ekki vitund fyndinn og í rauninni óskiljanlegur nema gegnum bandarísk menningargleraugu og einungis ef hann er sagður á ensku. Skýring fulltrúa fótboltamannsins var bara vandræðaleg.

  • Stefán Arngrímsson

    Mörður. Vissulega mætti Eiður Smári fara varlegar þegar hann bregður sér út á lífið, en rétt skal vera rétt. Nazistakveðja var ávalt framkvæmd með hægri handlegg sem beint var fram og uppá við, en ekki vinstri handlegg bognum og þetta veistu mætavel.

  • Þór Eysteinsson

    Þetta er allt rétt hjá Merði nema að um er að ræða íslenska kynþáttafordóma. Þeir eru ótrúlega útbreiddir meðal íslendinga, og skiptir engu hvað nafnlausu fasistarnir hérna hamast á Merði Árnasyni, sem á virðingu skilið fyrir að ræða um þetta. Eitt af því sem við þurfum að gera á „nýja Íslandi“ er að endurskoða samskipti okkar við útlendinga. Ég er ekki bjartsýnn á niðurstöðuna úr því nema að íslenskir jafnaðarmenn í raun móti stefnu í því, og þori að tala um hana. Í því hjálpar ekki að tala um íslenska fordóma og kynþáttahatur sem amerískt kynþáttahatur eins og Mörður gerir. Ég vil benda honum á að Bandaríkjamenn hafa mun lengur fengist við það vandamál en Íslendingar og náð auðvitað betri árangri. Það er mun betra fyrir okkur að viðurkenna það og kannski tala við Kanana um þetta þótt þeir séu ekki kratar eins og við…

    Vil bæta við einu vegna þess að orðið „gringo“ var notað af einhverjum nafnlausum fasista hérna, og reynt að túlka það sem fordóma af hálfu mexíkóskra gegn bandaríkjamönnum! Þetta orð er notað í daglegu tali af spænskumælandi fólki í S-Ameríku um fólk af Norður-evrópskum uppruna (með mjög hvítt hörund), en alls ekki eingöngu hvíta Bandaríkjamenn. Og er í raun alls ekki niðrandi orð í spænskumælandi Ameríku, heldur lýsandi. En það getur verið að sumir af þeim sem í gegnum tíðina hafa verið kallaðir „gringo“ hafi talið það niðrandi, en eigum við hin að gjalda þess? Con muchas gracias….

  • Pétur Maack

    Voðalega eru þessar athugasemdir aulalegar.

    Það að tala um ameríska kynþáttafordóma er ekki það sama og að saka alla ameríkana um kynþáttafordóma.

    Punktur Marðar hittir beint í mark, ekki vegna þess að hann sé svo sniðugur í sjálfu sér heldur vegna þess hve kreddufull, „PC“ og aulaleg viðbrögðin eru.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur