Miðvikudagur 12.05.2010 - 10:10 - 45 ummæli

Mig líka, Ásta

„Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum.“

Sammála Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta alþingis. Alveg rétt að sá sem bítur í annars eyra eða sparkar í hnéskel náungans þurfi að svara fyrir það, borga bætur og sektir, jafnvel dúsa í fangelsi ef málsatvik eru talin þess eðlis í dómsúrskurði – sama hvert tilefnið kann að vera.

Birgitta Jónsdóttir alþingismaður spyr hinsvegar ekki nógu vel. Aðalmálið í kærunni gegn nímenningunum er ekki að þeir þurfi að standa fyrir máli sínu og verkum – heldur hver ástæða var til að kæra þá fyrir að ráðast á alþingi samkvæmt 100. grein hegningarlaga, „svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin“ (hér). Við því liggur liggur fangelsi ekki skemur en eitt ár, og má vera ævilangt ef sakir teljast miklar.

Undan þessari ákvörðun – sem skrifstofustjóri alþingis bað um að tekin yrði – getur forseti alþingis ekki skotið sér með því að skrifstofustjóranum beri „sjálfstæð skylda“ til að gæta öryggis á vinnustað sínum. Beiðnin um að kæra fólkið samkvæmt greininni um árás á alþingi á ekkert skylt við öryggi – hún er pólitísk, og er augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni.

Strax og forseti alþingis heyrði af þessari beiðni – hafi hún ekki beinlínis verið borin undir hann – átti forsetinn að láta saksóknara vita um eigin afstöðu til málsins. Úr því það var ekki gert er eðlilegt að svo sé litið á að forseti alþingis sé sammála skrifstofustjóranum og saksóknaranum – og beri beina pólitíska ábyrgð á því að málaferlunum getur lokið með löngum fangelsisdómum yfir nímenningunum vegna árásar á alþingi. Í fyrsta sinn síðan 1949.

Það er óþolandi að Samfylkingin taki þátt í þessum leik. Og þyngra en tárum taki fyrir okkur félaga og samstarfsmenn Ástu Ragnheiðar að sjá hana gengna í þessi björg.

Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna, þótt þarmeð sé ekki tekið undir hvert stóryrði í textanum. Þeir sem skrifa undir telja sig jafnseka í „árásinni“ og hina níu sem nú koma fyrir rétt.

Kærðu mig líka, Ásta!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (45)

  • Og mig!

  • Jenný Anna Baldursdóttir

    Og mig.

  • Árni Inaba Kjartansson

    Og mig!

  • Páll Heiðar Aadnegard

    og mig

  • Sem þátttakandi í búsáhaldabyltingunni úti fyrir Alþingishúsinu-þá er ég einn af þeim þúsundum sem „sekir “ eru. Jafnræði verður að ríkja. Kæra mig líka-frú forseti Alþingis.

  • Birgitta Jónsdóttir

    og mig!

    ég mun spyrja nánar út í 100 gr í þingsal – en það er skautað fram hjá henni í svarinu.

  • Ragnheiður Gestsdóttir

    Kærðu mig líka!

  • kristrun jonsdottir

    kærið mig líka var á staðnum

  • Arnart Helgi

    Mig líka

  • Johann Gray í Minneapolis

    Ásta, ég ber meiri virðingu fyrir Jóni Ásgeir en þér. þú ættir að skammast þín.
    Ég og synir mínir sem hafa altaf kosið Samfylkinguna, munum ekki skjósa flokkinn meðan þú hefur einhver áhrif þar.
    Þrjú ( kanski fleiri) athvæði töpuð þar !!!

  • Þið sem viljið vera ákærð líka kíkið á yfirlýsinguna og sendið svo póst á emailið sem gefið er upp fyrir neðan hana: http://rostur.org/greinar/yfirlysing/

  • Þú veist það Mörður, að ákæran er pólitísk ákvörðun, ætlað að hafa forvarnargildi. En þeir sem tóku þessa vanhugsuðu ákvörðun sáu ekki afleiðingarnar fyrir. Hræddar mýs eiga ekki að stýra Alþingi. Ásta Ragnheiður hefur ekki sýnt að hún búi yfir þeirri dómgreind að vera hæf til að vera forseti Alþingis. Einnig er seta Steinunnar Valdísar í forsætisnefnd hneyksli. Takið til í ykkar ranni áður en þið farið að ofsækja fórnarlömbin
    Þingverðir og aðrir sem meiddust geta auðvitað höfðað einkamál og krafist skaðabóta fyrir líkamstjón en það væri samt langsótt. Þeir sem taka þátt í gangnaslag gera það á eigin ábyrgð

  • Ragnhildur Ísleifsdóttir

    Og mig líka.

  • Elías Jón

    Það er vonandi að rofa til. Nú getur þingið látið til sín taka.

    Sjá:
    http://www.smugan.is/frettir/nr/3293

    og

    http://www.althingi.is/altext/138/s/1088.html

  • Þetta er voðalega ódýr popúlismi hjá þér, Mörður.

    Ásta R. Jóhannesdóttir kærði ekki neinn, eins og þú veist. Skrifstofustjóra Alþingis ber að verja öryggi starfsmanna sinna, sem hann gerði. Enda á að fara að lögum í þessu landi, eða ertu á móti því, Mörður?

    Hvað viltu gera varðandi öryggi og hlutleysi Alþingis? Værir þú t.d. sáttur við það ef nýnasistar gerðu áhlaup á þingið og trufluðu starfsemi þess, ef verið væri að ræða réttindi útlendinga? Ef ekkert er gert í þessu máli gefur það einmitt þannig fordæmi, að allt í lagi sé að ráðast á Alþingi og starfsmenn þess.

    Leiðinlegt að þú skyldir ekki komast á þing næst, en svona aumleg vinsældakeppni er þér ekki sæmandi.

  • Eiður Guðnason

    Það er sem sé bara fínt að lemja og limlesta starfsfólk Alþingis. Í hvaða flokki er ég eiginlega ?
    Þetta er lýðskrum á lægsta stigi.

  • Þórdís B

    Ég á greinilega heima á meðal kærðra, ég stóð nokkrum sinnum fyrir utan Alþingishúsið með pottlok og sleif, ásamt einhverju fólki sem ég þekkti ekki neitt en fann til mikillkar samstöðu með.
    Þetta hlýtur snjall lögmaður að geta flokkað undir árás – því ég syndgaði í hjarta mínu!

  • Ruddist þú inn í Alþingi, Þórdís B.? Lamdir þú þingvörð? Eða varst þú að bíta lögregluna?

    Ef ekki, þá átt þú ekkert heima á meðal kærðra. Það er allt annað að standa fyrir utan hús og mótmæla, eða ryðjast inn og trufla löglegt þinghald.

    Ef þú skilur ekki muninn, þá er eitthvað mikið að.

  • Páll Heiðar Aadnegard

    hver er kærður fyrir að limlesta starfsfólk alþingis.kæran gengur útá að trufla störf þingsins.í báðum tilvikum hlýtur sektin að liggja hjá skrifstofu alþingis sem tók uppá sitt eindæmi án löglegra heimilda að lokas aðgangi á þingpalla.stúlkan sem ákærð er fyrir að limlesta 3 þingverði og lögreglumann er varla meira en 50 kíló með skólatösku,þannig að krafan hlýtur að vera hraustari þingverðir

  • Þórdís B

    Æ takk Anna, kannski ertu bara búin að finna hvað er að – á Íslandi!

  • Guðmundur

    Þetta er popúlismi í þér, Mörður. Leyfum dómurunum að ákveða hvort nímenningarnir hafi gerst brotlegir við lög í stað þess að taka þá ákvörðun í okkar hendur.

    Svo á Alþingi ekkert að vera að blanda sér í mál saksóknara og krefjast þess að ákærur séu dregnar til baka. Maður getur nú rétt ímyndað sér hvernig þetta land verður ef það verður meginreglan.

  • Gagarýnir

    Þetta er allt hið forvitnilegasta mál. Lögregluaðgerðir í dómssal í máli Alþingis gegn „þjóðinni“.
    Kannski íslendingum hafi gengið svo illa að endurskoða stjórnarskána af hreinni vanþekkingu?

  • Sigrún Ríkharðs

    Tek undir með Eið Guðnasyni hér. Síðan hvenær er það réttlætanlegt í nafni málstaðar að meiða fólk á vinnustað sínum. Ég get ekki á nokkurn hátt skilið að fólki finnis þetta í lagi.
    Mörður við höfum aðskilið dómsvald og það er ástæða fyrir því.
    Þið gleymið að lögreglan mætti í dómsal af því að hún var beðin um það, en ekki af því að þeir ákváðu það.
    Jóhannes, starfsfólkið sem reyndi ð hefta fólk var ekki í gagnaslag heldur í vinnunni sinni. Ég leyfi mér að efast um að þú værir sáttur við að einhver ryddist inn á þinn vinnustað með ofbeldi og bæri fyrir sig „málstað“.
    Mótmæli eru eitt, ofbeldi er annað.

  • Eiður, með sitt næma málfarsnef, hefði átt að koma auga á að Mörður er einmitt að finna að því að kæran gengur út á „árás á Alþingi“ en ekki meiðsl á fólki. Munurinn á lagagreinunum sem um ræðir er stórvægilegur.

    Vona að það séu engar þágufallsvillur í þessu innleggi mínu, Eiður er fljótur að koma auga á svoleiðis, en betra væri ef hann einbeitti sér að innihaldinu, svona stundum.

  • Pétur Tyrfingsson

    Þetta er pólitískt mál í hæsta máta og stendur ekki uppá Ástu Ragnheiðí. Þeir flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi ráða þessu alfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sögunni að kratar láta sem þeir viti ekki af því þegar fólkið sem í raun kom þeim til valda er refsað og jafnvel drepið. Það var einu sinni uppreisn í Þýskalandi sem leiddi til þess að engin stjórn kom til greina nema þýskra sósíaldemokrata… En löggan þá og þar í landi fékk að handtaka og drepa róttækustu fulltrúa þeirrar hreyfingar. Eiður Guðnason er einmitt fulltrúi sósíaldemókrata af þessu tagi. Og Mörður Árnason er fulltrúi þeirra sem verja FLOKKINN með því að gera þetta að einhvers konar einkaframtaki forseta Alþingis.

    Samfylkingin fellur á öllum prófum. Enginn flokkur hefur verið jafn einarður í því að verkalýðurinn skuli bera byrðar kreppunnar. Andstaðan innann flokksins er nákvæmlega enginn – og þegar hún gerir vart við sig snúst hún um einstaklinga en ekki pólitík eins og hjá Merði og andsvarið lætur ekki á sér standa – Eiður Guðnason eðalkrati hneykslast á því að Mörður skuli voga sér að efast um það réttarfar sem auðvaldið hefur skammtað okkur.

    Allt sem okkur er heilagt varð til fyrir hreina lögleysu. Það vita allir sem eitthvað vita um sögu.

  • Ég skora á Mörð Árnason að segja sig úr Samfylkingunni í mótmælaskyni. Svona ærlegur og heiðarlegur maður ens og þú hefur hvort eð er aldrei átt samleið með þessu hægri krata hyski. Auk þess er valdaklíkan þarna gjörspillt og var mútað hægri vinstri af bankaglæponunum hér fyrir skömmu síðan og í staðinn fóru þau svo í ímyndarherferðir fyrir þá í staðinn.

    Þessum afglöpum og mútuþægni hefur Samfylkinginn aldrei getað horfst í augu við. Þess í stað hafa þeir verið í botnlausri afneitun og sífellt bendandi á alla aðra.

  • Gretar Eir

    kæra fólk gerið þið ykkur ekki grein fyrir hversu ALVARLEGT er að kæra fyrir brot á 100gr ? td í gr 100a eru Hryðjuverkaákvæði !

    Alvarlegt er að valda líkamstjóni og þá gæti gr 106 verið grundvöllur með refsiramma að 6 ára fangelsi, nema opinberi starsmaðurinn hafi valbeitingarheimild þá að 8 ára fangelsi ! EN þar má ljúka málum með sektargreiðslu ! en 100 gr er refsiramminn 1-16 ár ævilangt fanngelsi !

    Þetta mál á hvergi heima nærri 100gr, en 106 gr mætti nota þar sem eitthverjir virðast hafa orðið fyrir meiðslum ! en svo er það „hver var raunveruleikinn í atburðarásinni 8 Des 08“ ? ráðist var á fólkið í stiga upp á þingpalla að mér skilst, og undarlegt er að sjá að öryggi þingmanna hafi verið ógnað, hefði skilið frekar ef ráðist hefði verið inn í þingsal með hafnaborltakylfur og valdarán framið ! ÞAÐ varðar 100gr en ekki þetta !

    Svo staðfestir Ásta Ragnheiður að VALDARÁN virðist hafa verið framið á Alþingi af Helga Bernódussyni skriftofustjóra, þar sem hann MÁ EKKI KÆRA nema með leyfi Forseta Alþingis.

    Og Aðallögfræðingur Alþingis er Ásta vísar í í svari sínu, Ásmundur Helgason er nú nýskipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem og sérstakur ráðgjafi þingmannanefndar um Ráðherraábyrgð og hvort kalla beri saman Landsdóm !

    nei kæra fólk gerið ykkur grein fyrir að þetta varðar varanlegan framgang réttaríkissins, varðar Mannréttindi hvers mannsbarns hérlendis til RÉTTLÁTRAR MÁLSMEÐFERÐAR (Fair Trial í alþjóðasamninngum) eða hvort almenningur skal beygður undir lögregluríki með málamynda réttarhöldum þar sem eins og í gær standa lögreglu menn INNI í dómsal er varðar meðal annars STARFSFÉLAGA þeirra !

    mitt mat er að Ásta bara „veit ekkert, hugsar ekkert og fattar ekki að HÚN er ÆÐSTI yfirmaður skrifstofu Alþingis“ ! það er alvarlegt, og dómari virðist ekki þekkja ákvæði um RÉTTLÁTA MÁLSMEÐFERÐ ! eða þá Valtýr sem „fattaði ekki að mágkona hans var bitin“ þetta er bara skrípaleikur frá A-Ö þar sem leikið er að lífum Níu ungra einstalinga ! það er kjarninn að refsiraminn er samanlagt 9-144 ára fanngelsi !

    eða eins og ónefndur kóngur sagði forðum „maður gerir ekki svona“ !

    og mikið er gott að sjá þennan pistil Mörður lööööööööööööngu tímabært að fólk beygi sig undan „flokksaga“

  • Gretar Eir

    Og eins gott að Ríkistjórnarflokkar bera ábyrgðina og rifji upp um leið að þetta er fólkið sem kom YKKUR TIL VALD hérlendis, meðalnnar vegna þess að fólk hfði fengið nóg af svona mismunnun ! og ætti Ríkisstjórn að hugsa alvarleg um sitt umboð ef á að leik sér að Mannslífum á þennan hátt ! það er alveg á hreinu að þjóðinn sættir sig ekki við svona Valdnýðslu og tilraun til innleiðingar Lögregluríkis hér ! og sennilega verða þau fá athvæðinn sem allavegna XS fær síðsumar er stjórninn er sprunginn vegna þessa máls, en þegar þingmenn fara að átta sig á alvarleika þessarar „aðgerðar“ þá mun fólk standa upp gegn Flokknum !

    og sannarlega munu kjósendur láta finna fyrir með minkandi fylgi, sem og eðlilega mun Samfylkinginn sennilega vera allavegna 10-15 ár að svara fyrir þessa gífurlegu aðför að okkar Réttarríki ! þar sem kært er „til að skapa fyrirmynd“

  • Móðursýki og stjórnleysi virðist eiga sína málsvara hér í þessum kommentalista. En sem betur fer eru nokkrir með viti.

    Við erum með aðskilið og óháð dómsvald. Þetta mál á að fara sína löglegu leið fyrir dómstólum, en ekki að vera stöðvað af æstum skríl sem inniheldur meðal annars talsmann Hreyfingarinnar á þingi og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

    Með lögum skal land byggja. Mörður vill kannski búa við stjórnleysi og það er honum frjálst, en meirihluti landsmanna vill það ekki.

  • Gretar Eir

    Anna þetta er prófraun um hvort dóms og framkvæmdavald ER aðskilið ! en aðalmálið er hvaða grein er kært eftir, td grein 100 ætti bara að beyta ef raunveruleg ógn verður td vopnað valdarán, gíslataka á alþingi og þessum alvarlegra ! enda segir Ásta Ragnheiður hafa óskað að málið væri skoðað með 106 gr í huga sem er sennilega viðeigandi ! en skrifstofustjóri Alþingis virðist hafa framið Valdarán á Alþingi er hann ósar að málið sé rannsakað með 100gr í huga en gífurlegur munur er á alvarleika ákæru undir þessum tvem greinum !

    hér er 106gr sem sennilega væri viðeigandi og svo samanburður við 100gr

    106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]2)

    nú og hér er brot Seðlabanka er hann „gaf“ starfsmannafélagi Lögreglunnar 300.000 fyrir „vel unninn störf“

    109. gr. [Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi.

    100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.

    100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega:
    1. manndráp skv. 211. gr.,
    2. líkamsárás skv. 218. gr.,
    3. frelsissviptingu skv. 226. gr.,
    4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni,
    5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr.,
    6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr.

    100. gr. b. Hver sem beint eða óbeint styður mann, félag eða hóp, sem fremur eða hefur þann tilgang að fremja hryðjuverk skv. 100. gr. a, með því að leggja fram fé eða veita annan fjárhagslegan stuðning, útvega eða safna saman fjármagni eða með öðrum hætti að gera fjármagn aðgengilegt skal sæta fangelsi allt að 10 árum.]

  • Páll Heiðar Aadnegard

    Anna ég sé ekki betur en þínir samherjar í þessum kommentum séu í minnihluta.Ekkert bendir til að þessir 9 fáu heiðarleg réttarhöld,þar sem allt í einu virðist vera aðalatriðið að þessir gjörningar komi ekki fyrir almenningssjónir.Svo gleymir þú alltaf í ofstæki þínu gegn fólki sem þú þekkir ekki neitt,að upphaflega var brotið á þeim.Óheimilt er skvt.lögum að loka aðgengi almennings á þingpalla nema skvt SKIPAN FORSETA ALÞINGIS EÐA ATKVÆÐAGREIÐSLU Á ÞINGI.Almenningur hefur FULLA ástæðu til að vantreysta réttarkerfi landsins,enda flest embætti þar skipuð af nátttröllinu Birni Bjarnasyni eða olíusamráðsdrottningunni Sólveigu Pétursdóttir og virðist útilokað að hnekkja þeim spillingarákvörðunum.Þessi spilling og skyldleikatengsl við versta seðlabankastjóra evrópu og forsætisráðherra sem skuldsetti þjóð sína í geðveikiskasti 3-4 kynslóðir áfram,er verri en nokkurt stjórnleysi getur hugsanlega verið

  • „Reglur um aðgengi gesta að þingpöllum

    Aðgangur að þingpöllum er öllum opinn. Áheyrendur á þingpöllum skulu vera kyrrir, hljóðir og gæta þess að trufla ekki störf þingsins.

    Þingvörður eða lögreglumaður á vakt ákveður fjölda gesta á þingpöllum með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Hámarksfjöldi má þó aldrei vera meiri en eldvarnaeftirlit mælir með.

    Gestur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna fær ekki aðgang að þingpöllum.

    Gestir á þingpöllum skulu sitja í sætum sínum meðan á dvöl stendur.

    Öll mótmæli og háreysti er óheimil. Óheimilt er að hylja andlit sitt.

    Brot á framangreindum reglum veldur því að viðkomandi er synjað um aðgang að þingpöllum eða honum vísað þaðan. „

  • Páll Heiðar Aadnegard

    ÉG REYNI MEÐ STÓRUM STÖFUM ANNA.TIL AÐ ÞINGPALLAR SÉU RÝMDIR ÞARF ANNAÐHVORT SKIPAN FORSETA ALÞINGIS EÐA MEIRIHLUTA ÞINGS.SKRIFSTOFA ALÞINGIS TÓK SÉR LEYFI SEM HÚN HAFÐI EKKI OG EF EINHVER ÆTTI AÐ VERA SÓTTUR TIL SAKA ÞÁ ER ÞAÐ HÚN

  • Ég frábið mér að Mörður og aðrir einstakir einstaklingar séu til þess hæfir að kveða upp úr um sekt eða sýknu. Við höfum lög og eftir þeim á að fara. Dómstólar landsins eru vel hæfir til að fjalla um ágreiningsatriði er varðar lög og kveða upp dóma, sekt eða sýknu. Við búum í lýðræðisríki þar sem við verðum að treysta á að réttarfarsreglur eru virtar og jafnræðis gætt. Eða eigum við von á ef einhverjum dettur í hug að ráðast inn í Alþingi og mótmæla Merði og félögum að viðkomandi verði leyft að hafa sína hentisemi, valda tjóni og jafnvel líkamsmeiðingum. Leyfum dómsvaldinu að fara sínu fram byggt á þeim lögum sem Alþingi sjálft samþykkti. Þið sem á móti er hér í blogginu, einbeitið ykkur að breyta lögunum. Má ég minna á að Mörður er í meirihluta í þinginu og ætti því vel að geta stuðlað að því. Annað er bara skrílslæti, populismi til að geðjast andartakinu. Athugið að það sama getur hitt ykkur fyrir og þykist ég þá vita að þið væruð ekki svo umburðarlynd að leyfa einhverjum að ráðast á ykkur.

  • Páll Heiðar Aadnegard

    örn.ekkert í landinu hefur sýnt sig eins vanhæft og spillt og dómskerfið og er af mörgu að taka,enda virðist þetta mál ekki þola að koma fyrir almennings sjónir.mörður er EKKI á þingi hvað þá í meirihluta.örn anna eiður og fleiri úrtöluraddir,ef þið eruð ekki manneskjur til að standa með fólki sem er að berjast fyrir réttindum þegnanna,verið þá ekki að þvælast fyrir

  • Svanur Sigurbjörnsson

    Sæll Mörður
    Þetta eru viðkvæm mál og vandmeðfarin. Þekking á lögunum er mikilvæg. Mér sýnist þú setja Ástu R þingsforseta í ári erfiða stöðu með skrifum þínum. Þú sakar hana um pólitíska árás á þessa mótmælendur og að hún sé að gefa þau skilaboð út í þjóðfélagið að það eigi ekki að mótmæla.

    Grein 100 hegningarlagana vísar í árás á Alþingi og ógnum við sjálfræði þess. Hvað er það annað en ógnun við sjálfræði þess þegar með ofbeldi er ruðst inn í þingið, starfsmenn þess meiddir og öskrað á áhorfendapöllum þess til þess að trufla starfsemi þess? Sjálfræði Alþingis felst í því að fá að starfa á eigin forsendum og í friði. Þetta er dýrmæt eign, því að ef að löglega kosnir fulltrúar þjóðarinnar fá ekki vinnufrið og þurfa að búa við ólæti og skrílshátt og ofbeldi í Alþingishúsinu, þá bíður ekkert annað en upplausn. Sama hversu góður málstaður fólksins er. Það réttlætir ekkert svona framkomu. Mótmælendur eru ekki heilagir og þurfa að virða þau mörk sem allir þegnar landsins virða. Kannski ætti bara að kæra þetta fólk fyrir grein 106 líka, en það er alveg ljóst að þetta var ekki bara venjuleg árás, heldur árás á ljöggjafastofnun landsins. Yfir slíka árás nær væntanlega bara grein 100 eða hvað? Ég þekki ekki lögin vel. Sú grein virðist a.m.k. passa þó að auðvitað megi gagnrýna viðurlögin, þ.e. minnst 1 árs fangelsisvist. Það er harður dómur.

    Mér sýnist það vera alveg ljóst að þingforseti er að vernda Alþingi, en ekki að hræða fólk frá því að mótmæla yfir höfuð. Hvað ætti að gefa slíkt til kynna? Mótmæli eru lagi svo lengi sem þau brjóta ekki á öðru fólki. Er það ekki deginum ljósara og það sjálfsagt að taka í taumana ef mótmæli þróast út í að vera eitthvað sem þarf að mótmæla eða láta laganna verði takast á við?
    Ég skil ekki þessa viðkvæmni þína varðandi notkun á 100. greininni og það væri gott að fá nánari útskýringu á því hvers vegna þú telur hana ekki eiga við.
    Bestu kveðjur – Svanur

  • Kæri Páll Heiðar,
    Með ummælum mínum um Mörð í meirihluti átti ég auðvitað um flokk hans og flokksystkyni sem slíkt. Skal reyna að vera nákvæmari í skrifum svo ég misskiljist ekki.
    Það er þín skoðun að dómskerfið er spillt. Það gefur þér samt engan rétt til að taka valdið í þínar hendur og kveða upp þína „dóma“.
    Ég næ ekki ummælum þínum um að þetta mál þoli ekki að koma fyrir almenningssjónir. Veit ekki betur en að það sé í fjölmiðlum upp á hvern dag. Þar skiptir engu um upplýsingar hvort inn í dómssal séu 50 manns eða 1000. Ég treysti þessum 50 ágætlega til að segja sína hlið á dómshaldinu.
    Dónaskapur þinn til mín, Önnu og Eiðs er ekki svaraverður en sýnir persónu þína. Ég má sem sagt ekki hafa skoðun, þ.e. ef hún dirfist að vera önnur en þín. Þú veist að sjálfsögðu betur og forræðishyggja þín bjargar mér frá „glötun“ er það ekki.
    Hér er ekki málefnaleg umræða og læt ég því staðar numið.

  • Svanur Sigurbjörnsson

    Ég mæli með yfirliti Gísla Tryggvasonar lögfræðings, hér á Eyjunni um þessi mál: http://blog.eyjan.is/gislit/2010/05/13/oiklegt-ad-9-menningar-verdi-daemdir/#comment-169
    Hann telur ólíklegt að 9-menningarnir verði dæmir m.a. vegna þess að lágmarksrefsingin er of þung.
    Lagaákvæðin eru umdeilanleg, en það er langsótt að Ásta R sé að reyna að bæla niður almenn mótmæli eða taka þátt í einhverjum pólitískum leik.
    Ljóst er að Alþingi þarf að endurskoða hegningarlöggjöfina og til þess þarf það frið!
    Kveðja – Svanur.

  • Páll Heiðar Aadnegard

    örn það er ekki bara mín skoðun að dómskerfið sé spillt,er ekki verið að borga fjölda manns fyrir að davíðssonur skyldi hafa fengið að koma skítugum puttum sínum að því.jújú þú mátt hafa skoðun en ekki þvælast fyrir því sem gera þarf. það eru alltaf einhverjir sem þurfa að þvælast fyrir endurbótum.það er flokksystir marðar sem gagnrýni beinist að.ég mun ekki sakna þess ef ég sé ekki frekari svör frá þér

  • Þórður Óskarsson

    Það er alveg merkilegt hvað sumir hafa gaman af því að bera blak að ofbeldismönnum . Þeir sem réðust inn í Alþingishúsið gerðu það með ofbeldi og m.a. slösuðu starfsmann. Það sést líka hvað þessu fólki finnst eðlilegt að beita ofbeldinu á háttsemi þeirra í Héraðsdómi. Tilgangurinn helgar meðalið hjá þessu fólki.
    Auðvitað birstust í Héraðsdóm sama fólkið sem hefur alltaf verið fyrst á staðinn ef það heldur að hægt sé að gera „hasar“. Ég átti satt að segja ekki von á því að Mörður væri að bera blak af stjórnleysinu og ofbeldinu. Hins vegar átti ég alveg von á því frá Alþingismanninum Birni Vali að hann gæfi skít í öryggi starfsmanna Alþingis.
    Hvernig hefði þetta sama fólk látið ef þetta hefðu verið Heimdellingar sem létu svona. Skildi það hafa tekið þá þátt í ofbeldinu.

  • Páll Heiðar Aadnegard

    Er nú kominn einn spekingurinn sem kýs að líta fram hjá þeirri staðreyns að SKRIFSTOFA ALÞINGIS BRAUT LÖG ÞEGAR HÚN Í HEIMILDARLEYSI LOKAÐI AÐGENGI Á ÞINGPALLA.þið sem ekki hafið fylgst með þessum réttarhöldum ættuð að sleppa því að segja okkar sem höfum fylgst með þeim um hvað þau snúast og hver braut á hverjum

  • Páll… það er einfaldlega ekki neitt mark takandi á þér. Einungis yfirlýsingar og sleggjudómar. Ég tel til að mynda allt eins líklegt að 9menningarnir verði sýknaðir. Tel hæpið að beita þessu lagaákvæði. En það er dómstóla að kveða upp úr um, ekki ofstækismanna eins og þú virðist vera eða beita hentistefnu. Varðandi davíðssoninn þá eru einmitt dómstólar þar að virka. Þar misbeittu menn valdi sínu og hafa verið dæmdir fyrir. Ef menn ætla sér að brjóta lög þá er ekki mikið sem við getum gert til að koma í veg fyrir slíkt en réttarkerfi okkar tekur á slíku og dæmir afleiðingar. Og það er einmitt það sem gerðist.
    Ég sagðist nú síðast ætla að láta staðar numið en barnaleg skrif þín fengu mig nú til þess. Ég býst við annarri ritsmíð frá þér á sama plani og þá mátt nú treysta því að fá ekki andsvar aftur.

  • páll heiðar aadnegard

    örn þessir 9 vilja reka málið áfram og fá sýknu,enda kemur ekkert annað til greina.ég vil búa í þjóðfélagi þar sem almenningur hefur aðgengi að löggjafanum og dómsvaldinu og finnst að þeir sem vilji hafa þetta öðruvísi geti yfirgefið landið mitt og tekið búsetu í einhverju herforingjaríkinu.Kannski hafa menn verið dæmdir fyrir davíðssoninn en hann ríður samt dómskerfinu ennþá.þetta kalla ég að lögin séu EKKI að virka.ég sakna þess ekki frekar en áður ef ég fæ ekki svar frá þér.bara vona að það verði mark takandi á þér núna

  • Sæll Mörður.
    Eins og ævinlega hefur þú lög að mæla. Réttlætissýn þín og óbuguð jafnréttishugsjón skilar þér skynsamlegri niðurstöðu í þessu máli. Allt of margir Samspillingar menn eru því miður þægir þjónar valdsins og þess sem betur má þegar á reynir. Þú skalt ekki segja þig úr Samspillingunni þótt sjónarmið þín um réttlæti, mannréttindi og náttúruvernd njóti ekki alltaf mikils byrjar hjá forystunni eða þeim sem hafa þegið fúlgur fjár hjá bönkum og stórfyrirtækjum til að koma sér áfram.
    Sumir segja: „Tilgangurinn helgar meðalið,“ eða „Sama hvaðan gott kemur“ — og þiggja millurnar.
    Eg veit að þú ert ekki í þeim hópi.
    Og ég fagna að þú skulir nú aftur vera kominn á þing.
    Til hamingju Mörður! Og til hamingju, allir landsmenn, að hafa aftur fengið Mörð á þing!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur