Færslur fyrir apríl, 2011

Þriðjudagur 26.04 2011 - 10:12

Þingflokkur Vinstri-móti

Í dag ætla þau Atli, Ásmundur Einar og Lilja Mós að stofna nýjan þingflokk. Kannski. Til þess þarf einmitt þrjá þingmenn, og þetta „borgar sig“ samkvæmt þingsköpum og reglum alþingis. Þrjú saman fá þau sérstakan starfsmann og meiri pening en sitt í hverju lagi, og í innanþingspólitíkinni komast þau sem þingflokkur að samráðsborði með hinum þingflokkunum, sem skiptir miklu […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 19:42

Vel, eða alls ekki, takk

Í kvöld var þess minnst á 15 sekúndum í fréttatíma Sjónvarps að fyrir fjörutíu árum komu handritin heim. Nokkrar svipmyndir af bryggjunni og flett gömlum skinnskræðum. Síðan komu almennilegar skemmtifréttir úr dýragörðunum og af eftirmálum bikarkeppninnar á Spáni. Í gærkvöldi var á sama stað frétt af svipaðri lengd um sýningaropnun í Þjóðmenningarhúsinu. Einmana kvenvera glápti […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 07:56

LÍÚ og Vilhjálmur

LÍÚ og Vilhjálmur láta einsog einhver sé að svindla á þeim – gott ef ekki ræna þá. Samt voru LÍÚ og Vilhjálmur líka að syngja og leika í kosningunum vorið 2009, þegar flokkarnir Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð fengu hreinan meirihluta á þingi, meðal annars vegna skýrrar stefnu í sjávarútvegsmálum. Og í samstarfsyfirlýsingu […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 12:45

Icesave í Strassborg

Þátttaka Íslendinga á Evrópuráðsþinginu í Strassborg var heldur endaslepp í þetta skiptið – þetta stendur heila virka viku í hvert sinn, en núna komu skipanir um heimferð á öðrum degi, og í gærkvöldi voru Strassborgarfarar komnir í sætin sín á alþingi Íslendinga og skiluðu hver sínu áliti á vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins: Ég sagði nei, en þau Birkir Jón […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 08:38

Meirihlutinn er þarna

Það þýðir ekkert að fárast yfir könnunum. Munum hinsvegar að þegar kosningabaráttan hófst var í kortunum góður meirihluti. Fólk vildi ljúka málinu með viðunandi samningi og byrja að takast á við önnur verkefni. Fólk vildi standa við skuldbindingar sínar og ganga reistu höfði til samstarfs við grannþjóðir. Og fólk skildi að Icesave-klúðrið er aðeins lítill hluti […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur