Fimmtudagur 07.04.2011 - 08:38 - 11 ummæli

Meirihlutinn er þarna

Það þýðir ekkert að fárast yfir könnunum.

Munum hinsvegar að þegar kosningabaráttan hófst var í kortunum góður meirihluti. Fólk vildi ljúka málinu með viðunandi samningi og byrja að takast á við önnur verkefni. Fólk vildi standa við skuldbindingar sínar og ganga reistu höfði til samstarfs við grannþjóðir. Og fólk skildi að Icesave-klúðrið er aðeins lítill hluti af heildarkostnaðinum við hrunið – ef við semjum.

Þá gerðu menn sér líka grein fyrir því að nú yrði kosið um þennan tiltekna samning – ekki um ríkisstjórnina, og ekki um forystu Sjálfstæðisflokksins og ekki um Gylfhjálm í Karphúsinu.

Það er ekkert að óttast ef okkur tekst að rifja þetta upp á síðustu dögunum – og fá sem allra allra flesta til að kjósa.

Koma svo …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Þú hljómar eins og Foringinn í búnkernum.

  • Hrafn Arnarson

    Það virðist liggja beint við að skilja afstöðu fólks út frá tilfinningum. Bretar hafa komið fram af hörku í þessari deilu. Þeir hafa beint sér leynt og ljóst gegn Íslandi. Hámarkið var þegar Gordon Brown lýsti því yfir á viðkvæmri stundu að Ísland væri gjaldþrota. Hefði hann við sambærilegar aðstæður leyft sér að segja að Þýskaland væri gjaldþrota? Það er mikil og réttlát reiði í þjóðfélaginu. Hún beinist gegn hópi glæpamanna sem stýrði bankakerfinu. Þessum hóp tókst nánast að setja landið á hausinn.Vitandi vits var bönkunum stefnt í gjaldþrot sem varð uppá 8000 milljarða. Eftirlitsaðilar og stjórnvöld horfa á aðgerðarlaus eða taka þátt í leiknum. Glæpamennirnir ganga enn lausir. Þeim hefur ekki verið refsað. Á þjóðin nú þegjandi og hljóðalaust að borga þann reikning sem felst í samningunum?Stjórnmálaflokkarnir eru jafn spilltir og áður, eftirlitskerfið máttlaust og glæpamennirnir ganga lausir.

  • Hallur Heimisson

    Umræðan um þetta mál hefur farið í slíkar ógöngur að skömm er að. Er ábyrgð stjónmálamann engin í því??
    Meirihluti þeirra sem spurðir voru í þáttunum um Icesave á RÚV og ætluðu að segja nei báru fram þau rök að þau ætluð ekki að borga skuldir einkabanka.
    Hvað er að? Það hefur ekki tekist að koma því í gegn í umræðunni að Landsbankinn og uppgjör tengd honum eru á ábyrgð þjóðarinnar, þjóðin á bankann, þó ekki starfi hann í í samræmi við það að mati þessa sama almennings.
    Það er von mín að almenningur átti sig á alvöru þessa að hafna þessum samningi, það mun ekki leiða til góðs.
    Ég hef enga trú á því að Bretar og Hollendingar leggji niður skottið í þessu máli, í hvers þágu ætti það að vera, hvað græða þessar þjóðir á góðu samstarfi við okkur? Ég hef ekki trú á að þjóðirnar séu svo miklir fiskfíklar að þeir á láti okkur valta yfir sig.
    Vill þjóðin vera í hægagangi í uppbyggingu áfram? Sterk skilaboð hafa komið, um að höfnun bæti ekki okkar stöðu í uppbyggingu heldur þvert á móti.
    Ég er ekki það stoltur og áhættusækinn að ég hafni þessum saningi, ég segi JÁ á laugardaginn.

  • Þú veist ekkert hvað þú ert að fara að borga með því að segja já………
    Það má þakka þessari steindauðu ríkisstjórn sem hvetur til þess að fólk segi já, Gylfa Arnbjörnssyni, Vilhjálmi Egilssyni og Líu mafíunni það, að þetta verður kolfellt á Laugardaginn.
    Síðan ber að tæma alþingishúsið af þessum blýantsnögurum og boða til kosninga, þarna innanhúss er of mikið af óhreinu liði sem hefur ekkert gert nema staðið vörð um þjófanna fjármálaelítuna og flokksgæðingana.
    X Nei verður niðurstaðan.

  • Ægileg mistök á lokasprettinum munu sennilega tryggja sigur nei-sinna í kosningunum á laugardag.

    Hákarlsauglýsingin.

    Auglýsing með 20 fyrrum ráðherrum.

    Yfirlýsingar ASÍ og SA.

    Einbeittur brotavilji Steingríms Sigfússonar gagnvart þeim tilmælum umboðsmanns Alþingis að upplýst verði um kostnað vegna Icesave-viðræðna.

    Öll hafa þessi hörmulegu mistök vegið þungt á lokasprettinum.

    Svo geta menn velt fyrir sér hvort fólk sem leikur svo hrikalega af sér í svo viðkvæmri stöðu sé fallið til að veita öðrum leiðsögn.

  • Vonandi leggur stjórnlagaráðið til að í nýrri stjórnarskrá verði Alþingi lagt niður. Allar kosningar verði beinar og milliliðalausar og rafrænar. Enginn skattur verði lagður á, engar ákvarðanir um þátttöku eða blessun Íslands á innrásum í önnur ríki etc. nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Leifur Björnsson

    Verði samningurinn felldur er það á ábyrgð þess meirihluta kjósenda sem fellir hann ekki á ábyrgð Alþingis það samþykkti samninginn með 44 atkvæðum gegn 16 þrír Þingmenn sátu hjá.
    Kjósendur bera líka ábyrgð.

  • Það ergir mann að sjá gamla eldheita vinstrimenn ( kommúnista ) eins og Mörð Árnason vilja ríghalda svo í þingsætið að samviskan bjóði viðkomandi að tala fyrir því að við seljum sálu okkar svo þetta fólk eins og hann geti setið áfram á þingi.

  • Sigurður #1

    Ef þessi samningur er svona góður og sanngjarn, afhverju gengur þá svona ílla að sannfæra þá sem eiga að borga?

    Afhverju nýtur ríkisstjórnin aðeins um 30% fylgis?

    Afhverju nýtur Alþingi aðeins um 12% trausts?

    Mörður, þurfið þið ekki að fara að líta aðeins í eigin barm og velta fyrir ykkur að kannski eruð ÞIÐ vandamálið, ekki kjósendur.

    Lærdómurinn af vandaðri rannsóknarskýrslunni var enginn, hún var gleymd áður en blekið í henni náði að þorna.

    Spillingin, leyndin, formannaræðið og auðmannadekrið hefur náð alveg nýjum hæðum í tíð núverandi ríkisstjórnar, últra hægri stjórnar sem leggur alla alþýðu landsins á fórnaraltari til að endurfjármagna mennina og kerfið sem hér hafa lagt allt í rúst.

    Við súpum enn seyðið af því að hafa ekki náð að hreinsa þingið af mútuþegunum sem enn vinna i þágu þeirra sem greiddu þeim „styrkina“.

    Almenningur á aðeins 2-3 trúverðuga fulltrúa á Alþingi, restin hefur sýnt að hafa aðeins hagsmuni auðmanna, kvótakónga og fjármálafyrritækja að leiðarljósi.

    Þess vegna næst ekki stuðningur við að ríkisvæða skuldir Landsbankans.

  • Sigurður #1

    Sjálfstæðislfokkurinn er að mælast með um 40% fylgi í rjúkandi rústum Ísands?

    Hversu hrikalega slæm þarf ríkisstjórnin að vera að það skuli ekki hafa tekið þennan landráðaflokk nema 2 ár að ná fullum styrk aftur?

    Hversu hrikalega slæm þarf ríkisstjórnin að vera til að fólk sem aldrei nokkurn tíma hefur tekið í mál að kjósa ránfuglana i Valhöll veltir því nú fyrir sér í fyrsta sinn á ævinni að kjósa þann flokk?

    Valhallarræningjarnir eru ekki að ná þessum styrk á eigin verðleikum, fólk er bara að gefast upp og velur minnst slæma kostinn.

    Samfylkingunni er að takast hið ómögulega, að vera spilltari og enn ömurlegri flokkur en sjálfstæðisflokkurinn.

    Eini munurinn er að samfylkingin hafði ekki aðstöðuna fyrr en nú að misbeita valdi sínu í stjórn.

  • SIGURÐUR #1

    Vel mælt.

    Þetta er kjarni málsins.

    Þingið er rúið trausti af ástæðum sem þú nefnir.

    Ríkisstjórnin er ónýt.

    Mútuþegarnir verða að víkja.

    Í öllum flokkum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur