Færslur fyrir febrúar, 2009

Föstudagur 27.02 2009 - 09:50

Góð hugmynd — frá Sjálfstæðisflokknum!

Nýr Seðlabankastjóri strax í dag. Norðmenn fá Ingimund en við Svein Harald Eygarð, og með honum besta mann Svörtulofta, Arnór Sighvatsson. Og ekki seinna vænna. Seinna kemur svo maður til frambúðar eftir auglýsingu og rannsókn hæfisnefndar. Það er einhvernveginn léttara yfir þegar þetta Seðlabankamál er búið. Annars var það ágæt hugmynd hjá Birgi Ármannssyni að alþingi þyrfti […]

Miðvikudagur 25.02 2009 - 18:07

En hvar er Steingrímur?

Davíð er eini maðurinn, Ólafur Ragnar alltaf hress, Svavar í samninganefndina og Jón Baldvin í framboð. En hvers á Steingrímur Hermannsson eiginlega að gjalda?

Þriðjudagur 24.02 2009 - 10:09

Framsókn svari strax

  Ég er talsverður áhugamaður um sannfæringu alþingismanna. Að það sé að koma skýrsla frá Evrópusambandinu – er það ekki samt nokkuð einstakt innihald fyrir sannfæringu alþingismanns? Það var skrýtið að fylgjast með á þinginu í gær. Tveir Framsóknarmenn greiða atkvæði í nefnd, og annar segir já og hinn nei um framgang frumvarps sem er […]

Þriðjudagur 24.02 2009 - 10:02

Ánægja, afsökun, Ísfahan

Gaman að vera byrjaður aftur að blogga. Hætti eftir kosningar í hittifyrra þegar mér var hent út úr þinginu, svo var ég í vinnu við vefinn hjá Samfylkingunni, skrifaði þar meðal annars „leiðara“ og fannst hálf-kjánalegt að blogga sjálfur við hliðina, og þar á eftir var talsvert að gera við að verða sjálfstætt-starfandi fræði- og […]

Þriðjudagur 24.02 2009 - 00:40

Eyðileggja þeir persónukjörið?

  Af lýðræðisumbótum sem nýja stjórnin hefur kynnt eftir búsáhaldabyltinguna sýnist mér nokkuð sennilegt að stjórnlagaþingið nái í gegn – en held að persónukjörið verði að engu í höndum núverandi þingmanna. Það væri verra. Ein af lexíunum sem við drógum af hruninu og frammistöðu stjórnmálamanna í upphafi kreppunnar var að flokksræðið setti almennum alþingismönnum stólinn fyrir […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur