Föstudagur 27.02.2009 - 09:50 - 4 ummæli

Góð hugmynd — frá Sjálfstæðisflokknum!

Nýr Seðlabankastjóri strax í dag. Norðmenn fá Ingimund en við Svein Harald Eygarð, og með honum besta mann Svörtulofta, Arnór Sighvatsson. Og ekki seinna vænna. Seinna kemur svo maður til frambúðar eftir auglýsingu og rannsókn hæfisnefndar. Það er einhvernveginn léttara yfir þegar þetta Seðlabankamál er búið.

Annars var það ágæt hugmynd hjá Birgi Ármannssyni að alþingi þyrfti að staðfesta ráðningu Seðlabankastjóra –- en það var breytingartillaga Sjálfstæðismanna við síðustu umræðu um Seðlabankalögin í gær. Hún hefur þann galla núna að samþykkt hennar hefði tafið ráðningu Sveins og Arnórs um svona tvær-þrjár vikur, sem við máttum ekki við. Þetta er hinsvegar sjálfsagt að athuga seinna.

Áður hefur komið fram tillaga um að alþingi þurfi að staðfesta ráðningu embættismanns. Það er frumvarp Lúðvíks Bergvinssonar um að skipun hæstaréttardómara þurfi að bera undir þingið en þeirri tillögu hafa Sjálfstæðismenn einmitt fundip allt til foráttu. Með þessu væru samt tempruð afskipti framkvæmdavalds af dómsvaldinu, sem hafa meðal annars komið í ljós á undanförnum árum í umdeildum dómaraskipunum dómsmálaráðherra (og einusinni Árna Mathiesens, setts dómsmálaráðherra).

Ég er ekki jafnharður á Seðlabankastjóranum af því hann er klárlega framkvæmdavaldsmaður, en tillagan er samt ágæt. Seðlabankinn á að vera sjálfstæður og með einn bankastjóra, fagmann. Það skiptir miklu hver það er, og staðfesting þingmeirihluta mundi styrkja hann til verka.

Takk fyrir þetta, Birgir og aðrir Sjálfstæðisflokksmenn. Svo er bara að halda áfram að bæta stjórnsýslu og lýðræði. Þið hljótið til dæmis að styðja stjórnlagaþing? Og persónukjör? Leiðinlegt samt að þið skylduð ekki geta verið með í þessum skipulagsbreytingum í Seðlabankanum. Var þetta eitthvað óþægilegt?

Við hin fögnum mikilvægum áfanga. Niðrá Austurvelli voru frá því í október settar fram fjórar kröfur – sem voru rifjaðar upp þegar ég gerði grein fyrir atkvæði mínu í gær á þinginu –  kosningar strax, að ríkisstjórnin segði af sér, að það yrði tekið til í Fjármálaeftirlitinu og sömuleiðis í Seðlabankanum. Þær urðu að veruleika hver af annarri, og núna er kominn grundvöllur til að byrja upp á nýtt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Þessi nýji seðlabankastjóri passar nú ekki alveg við þann prófíl sem að maður hélt að verið væri að leita eftir:
    1) fyrrverandi stjórnmálamaður (aðstoðarfjármálaráðherra, en jú í verkamannaflokknum)
    2) starfaði síðast í seðlabanka árið 1990!
    3) ráðgjafi hjá McKinsey í orkumálum!!

  • Heyr Heyr! Tímabært var að þessu liði var skóflað út. Ég er sammála hugsun Samfylkingar, sem eru vanir spillingunni og græðgi Íslendinga, að skynsemi Norðmana á eftir að sjá betur fyrir okkur og þessu embætti. Þeirra kerfi er okkar til fyrirmyndar. Ísland þarf að þekkja sinn stað í heiminum. Nú þurfum við, og mótmælendur, að halda afram a sömu braut, og skófla út þessum flöks hórum Sjalfstæðisfloksins sem fella sig inn í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu, og lögregluni eins og kakkalakkar. HÆTTUM EKKI FYRIR EN KERFIÐ ER DAUÐ HREINSAÐ!! ÁFRAM MÖRÐUR, OG ÁFRAM VINSTRI GRÆN! LENGI LIFI SAMSTARFIÐ!

  • Hvaða skítkast er þetta á McKinsey menn!

    Þaðan hefur eingöngu einvalalið verið alið, eins og t.d. allir stjórnendur Enron og sjálfur Hannes Smárason. Þ.a. þetta er augljóslega undir beltisstað.

  • Alma Guðmundsdóttir

    Var á fundi í gærkvöld í Iðnó þar sem rætt var um stjórnlagaþing og breytingar á kosningalögum.
    Þorkell Helgason stærðfræðingur útskýrði íslenska kosningalöggjöf sem fellur í hóp ólýðræðislegustu kosningalaga í Evrópu.
    Birgir Ármannsson, sagði í gær að sjálfstæðismenn teldu of seint að fara að breyta kosningalögum nú, þeir væru byrjaðir í utankjörfundar-atkvæðagreiðslum í sínum prófkjörum.
    Aðrir flokkar sem líka eru að fara í prófkjör og forval lýstu sig reiðubúna til þess að bjóða kjósendum að endurraða á listana í kosningum nú í vor.
    Þar vitum við það – sjallar ætla ekki að styðja stjórnlagaþing og breytingar á kosningalögum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur