Færslur fyrir janúar, 2010

Mánudagur 25.01 2010 - 15:15

Skýrsluna fyrir atkvæðagreiðslu

Það er út í hött að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau eftirmál hrunsins sem mestum deilum hafa valdið – Icesave – án þess að fyrir liggi skýrslan frá rannsóknarnefnd alþingis. Umræður um hrunið og afleiðingar þess hafa tafist og hamlast vegna biðarinnar eftir þessari skýrslu – hvort sem hún nú stendur undir því eða ekki […]

Laugardagur 23.01 2010 - 11:34

Stefnulaus niðurskurður

Takk, Páll Magnússon, fyrir að ætla að skila jeppanum. Má samt í miðjum þeim fagnaðarlátum minna á að jeppinn var þrátt fyrir allt fyrst og fremst tákn – um hina nýju og glöðu ohf.-veröld á Ríkisútvarpinu. Ef ekki á að koma annað í staðinn er kannski bara við hæfi að forstjórinn haldi jeppanum? Niðurskurðurinn úr fréttunum […]

Föstudagur 22.01 2010 - 10:38

Fyrsta uppsögn: Páll Magnússon

Sárar uppsagnir á Ríkisútvarpinu þar sem útvarpsstjóri og stjórn bera að sjálfsögðu fyrir sig niðurskurð þings og ríkisstjórnar – og um leið harmar stjórnin ályktun frá flokksráði VG þar sem fram hafi komið meiðandi aðdróttanir … Niðurskurður var ekki það sem Ríkisútvarpið átti skilið núna í kreppunni þegar hlutverk þess er mikilvægara en nokkru sinni. […]

Miðvikudagur 20.01 2010 - 20:09

Hefndarkærur

Ríkissaksóknari dundar sér við að elta uppi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni og ætlar nú að setja níu mótmælendur í steininn í heilt ár. Þetta er sami ríkissaksóknarinn og Eva Joly ráðlagði okkur að láta fara – sem ekki var hægt. Þá kvartaði hann einmitt yfir gríðarlegu álagi við saksókn í venjulegum málum og sá ofsjónum yfir […]

Mánudagur 18.01 2010 - 08:32

Davíð kallar

Davíð Oddsson vill ekki að Bjarni og Sigmundur Davíð séu að makka á „furðufundum“ með Jóhönnu og Steingrími. Davíð segir í Sunnudagsmogga að næst sé þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem „ólánslögin“ eru felld, og fyrst að henni lokinni komi „þverpólitísk“ samninganefnd. Framhald í næsta Reykjavíkurbréfi. Þetta er fróðlegt. Staðan er þannig að eina leiðin til að ná […]

Miðvikudagur 13.01 2010 - 11:56

Hjartað slær í Kjararáði

Fréttablaðið segir frá því í morgun að Kjararáð hafi enn ekki brugðist við lögum frá því í sumar um að enginn ríkisstarfsmaður fari fram úr forsætisráðherra í launum. Lögin eru frá 18. ágúst og hefur ráðið því haft tæpa fimm mánuði til að fylgja lögunum fram. Þetta er örugglega alveg eðlilegt. Guðrún Zoëga, sem er […]

Þriðjudagur 12.01 2010 - 11:55

Að standa í lappirnar

Sannir Íslendingar sem Standa í Lappirnar skiptast nú nokkurnveginn í tvær fylkingar. Sumir eru byrjaðir á reit eitt frá því Icesave uppgötvaðist daginn eftir hrun og eru sannfærðir um að við eigum ekkert að borga. Neyðarlögin og dómstólaleitin og samningarnir og lánafyrirgreiðslan – allt þetta er hjóm eitt, því að við áttum aldrei að borga […]

Fimmtudagur 07.01 2010 - 12:52

Ha?

Nú líst allt í einu öllum skynugum forystumanneskjum ekkert á að þjóðin fái að úrskurða um Icesave – og telja flestar miklu betra að þær sjálfar eða vinir þeirra verði sett í nýja samninganefnd. Það yrði í annað skiptið af tveimur mögulegum sem mál gufaði upp eftir að forseti skýtur því til þjóðarinnar. Beina lýðræðið […]

Miðvikudagur 06.01 2010 - 11:29

Skýrt val

Vinkona mín Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur farið öfugt frammúr í morgun. Ég lái henni það sosum ekki. Valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni er ekki um ríkisstjórn eða forseta. Vissulega skipta úrslitin miklu fyrir ríkisstjórnina – en forsetinn situr áfram hvað sem hver segir í atkvæðagreiðslunni, og getur vitnað til þess verði hann spurður að engin efnisleg afstaða til […]

Þriðjudagur 05.01 2010 - 21:32

Meirihluti og þjóðaratkvæðagreiðsla

Hann entist ekki daginn, fögnuður Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yfir ákvörðun forsetans um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í Kastljósi í kvöld voru þeir báðir á því að best væri að sleppa atkvæðagreiðslunni – ef stjórnarflokkarnir gerðu svo vel að fallast á gömlu lögin (þegar Sigmundur Davíð var á móti og Bjarni sat hjá). Vel kann að […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur