Fimmtudagur 07.01.2010 - 12:52 - 25 ummæli

Ha?

Nú líst allt í einu öllum skynugum forystumanneskjum ekkert á að þjóðin fái að úrskurða um Icesave – og telja flestar miklu betra að þær sjálfar eða vinir þeirra verði sett í nýja samninganefnd.

Það yrði í annað skiptið af tveimur mögulegum sem mál gufaði upp eftir að forseti skýtur því til þjóðarinnar. Beina lýðræðið sem um var talað breytist þá með málskoti forseta í betri samningsstöðu fyrir andstæðinga laganna?

En kannski er ástæðan sú hjá sumum nýtilkomnum efasemdarmönnum um þjóðaratkvæðagreiðslur að þeir bjuggust aldrei við að forsetinn mundi láta að vilja þeirra? Og svo hafa sett í þá skrekk þær niðurstöður Gallup-könnunar að góður meirihluti – 53 prósent móti 41 – vill núna samþykkja lögin frá því fyrir nýárið. Það stóð aldrei til.

Og kannski er þetta að veltast þannig að ríkisstjórnin fái nú undirtökin – með ógnunum og hótunum – um að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna … ?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Vonandi kemur Samfylkingin vel út úr málinu.

  • Á hreint og beint erfitt með að skilja hvernig menn geta tekið mark á sjálfum sér þegar þeir láta svona, hvað þá að aðrir taki mark á þeim 😮

    En úr því sem komið er þá finnst mér ekki kostur að setja málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, við erum búin að „básúna“ íslenska lýðræðið núna út um allt. Ef hættum við það núna þá lítum við endanlega út eins….. ég veit ekki hvað 😮

  • „Nú líst allt í einu öllum skynugum forystumanneskjum [meðal annars Evu Joly og Ingibjörgu Sólrúnu] ekkert á að þjóðin fái að kjósa um Icesave – og telja flestar miklu betra að þær sjálfar eða vinir þeirra verði sett í nýja samninganefnd.“

    Lagaði þetta fyrir þig.

  • Ágúst Einar

    Hvað er það með íslenska pólitíkussa að þeir þurfa alltaf að eyða 90% af tíma sínum í að útskýra(snúa út úr) orðum andstæðinga sinna, í staðinn fyrir að ræða málefnin efnislega.

    Óþolandi þessi geðsýkisbubbla sem menn komast í við að öðlast embætti

  • Sigurður #1

    Könnunin sem RÚV reyndi að leyna í gær segir að um 67% hafni samningnum.

    Það varð að stoppa samninginn, hann er glórulaus.

    Þú velur þær staðreyndir sem henta áróðri ykkar, en lokar augunum fyrir öðrum.

    Þið lærið ekki neitt.

    Þetta verður alltaf að snúast um að klekkja á andstæðingnum í pólitíkinni.

    Rökin fyrir að reyna að setja saman nýja þverpólitíska nefnd og reyna nýja samninga í stað þjóðaratkvæðis eru málefnanleg.

    Annað en útúrsnúningar þínir.

    Þ.e. að með því að fara í kosningabaráttu, þar sem þið haldið þá væntanlega áfram að básúna í öllum fjölmiðlum hvað þetta er frábær samningur stórskaði hagsmuni okkar út á við.

    Núna eru hagfræðingar og aðrir virtir menn um allan heim að birta greinar í öllum helstu stórblöðum heims okkur til varnar, og það leynist engum að málstaður okkar er að fá byr í seglin mjög víða.

    En þá viljið þið gefa í, og færa baráttu ykkar fyrir þessum samning upp á næsta stig og fara að berjast fyrir honum gegn meirihluta þjóðarinnar.

    Þetta er þvert á alla skynsemi, það sér hver maður sem ekki er blindaður af pólitískri heift.

  • Könnun Gallup sýndi vissulega að 51% var ósammála ákvörðun forsetans um synjun enda margir ósammála ´því að forseti beiti sér þannig óháð afstöðu þeirra til Icesave. Hins vegar vildi mikill meirihluti, eða tæp 70% að nýi samningurinn yrði felldur úr gildi án þjóðaratkvæðagreiðslu. það er því væntanlega vísbending um að samningurinn verði felldur ef til atkvæðagreiðslu kemur.

  • Mjög góður punktur, Mörður.

    Sjálfum finnst mér merkilegt að sjá Ragnar Reykás-stælana í Sigmundi og Bjarna – og kjósendur flokkanna sem þeir stýra sjá ekki í gegnum svona bull.

    Jæja… áfram með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn vildi það, forsetanum var þakkað það … þjóðin á það skilið 🙂

  • XD og XB vildu ekki þennan samning sem þú samþykktir heldur betri samning! þeir báðu aldrei um Þjoðaratkvæði það gerði Forsetinn. Nú er hins vegar tími kominn í að búa til nýja faglega samninganefd í samvinnu við stj.andstöðuna og „deala“ nýjan samning með 63:0 niðurstöðu…En það vill „SamQuislingin“ ekki því þá skítur hún og hennar þingmenn sig í fótinn og þurfa að segja af sér vegna vanrækslu og ófagmennsku, ekki rétt?

  • Andri Thorstensen

    Auðvitað á að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna ef ekkert betra býðst í millitíðinni. Og satt að segja verður þá skásti kosturinn að samþykkja Icesave samningana.

    En afhverju má ekki nota tímann fram að atkvæðagreiðslunni til að reyna að ná einhverri sátt á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu um hvað skuli gera?
    Tveir þriðju þjóðarinnar vilja þetta skv. Gallup könnuninni í gær og núna höfum við tíma til að í það minnsta athuga hvort tillaga Evu Joly um alþjóðlegan sáttasemjara, eða þá tillaga Ingibjargar Sólrúnar um þverpólitíska samninganefnd, séu raunhæfir kostir.

    Ef niðurstaðan verður nefnilega sú að slíkt sé óraunhæft þá væri komin mjög sterk röksemd hjá ríkisstjórninni fyrir því að núverandi Icesave-samningur sé besti kosturinn í stöðunni og þá held ég að þjóðin muni samþykkja hann í atkvæðagreiðslunni með góðum meirihluta.

    Þetta hlýtur í það minnsta að vera mun betri leið en að halda áfram að rífast og gera ekkert af því sem skynsemisraddir eins og Eva Joly og Ingibjörg Sólrún hafa lagt til. Heldur leggja þess í stað allt undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í febrúar.
    Það yrði nefnilega skelfileg niðurstaða ef stjórn og stjórnarandstaða munu fara í hart fram að atkvæðagreiðslunni og leggja allt undir því ef stjórnin tapar verður erfitt annað en að boða til kosninga sem myndi þýða tafir á endurreisninni í marga mánuði, ef ekki þaðan af verra!

    Stærsta vandamálið núna eru nefnilega ekki utanaðkomandi aðstæður heldur þessi fjárans innlendi ágreiningur sem ætlar allt að drepa!

    Hættum að rífast og og förum að vinna saman. Það er eina leiðin út úr þessari krísu.

  • Mörður Árnason

    Tryggvi — Ég var að tala um svörin við spurningunni ,,Hvernig myndir þú kjósa“. Meirihluti mundi staðfesta lögin (tölurnar voru reyndar ekki réttar í fyrstu útgáfu hjá mér, hef leiðrétt þær núna): http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item319819/

    Ragnar — XB og XD greiddu atkvæði með tillögu Péturs Blöndals, D, um þjóðaratkvæðagreiðslu. Núna vilja þeir hana ekki. Vildu þeir hana þá ekki í raun og veru? Voru þeir að blekkja forsetann?

    En við skulum öll vona að þetta fari alltsaman vel. Og að við getum einhvernveginn ,,dealað“ nýjan samning!

  • Sig. Kr.

    Hárrétt hjá Merði.

    Við verðum að fara áfram með atkvæðagreiðsluna og ríkisstjórnin mun augljóslega vinna hana.

    Það sjá stjórnarandstæðingar nú og eru skelfingu lostnir og vilja þess vegna ekki framkvæma hana. Lýðræðisást þeirra er sem sagt þessi!

    Við vorum í „þverpólitísku“ bulli allt síðasta sumar með engum árangri. Heilindi stjórnarandstöðunnar eru engin og því á ekki að tala við hana um eitt né neitt.

  • Ibba Sig.

    Og hvaðan kemur þessi 70% tala sem allir, og þar á meðal forsetinn, eru að vitna í? Er það þessi eina könnun sem ég fann við að googla málið sem framkvæmd var af MMR? Uppfyllir hún staðla um rétt framkvæmdar kannanir?

  • Staðan er líklega allt önnur í dag en fyrir 2 dögum. Það staðfestir að ákvörðun Forsetans var rétt.
    Samfylkingin er auðvitað ósátt. Sem hlýtur að vekja furðu.

  • vá FOKK hvað FLOKKhinum og FLOKKþessum finnst…

    Við erum bara að koma djöfulli vel útúr þessu í almenningsáliti og ættum að setja helv. flokkapot á hilluna og vinna saman úr þessari óvæntu og góðu stöðu…

    Einu andstæðingar okkar eru fjármála og stjórnmálaelítan…
    og það er vond lykt af því liði…

    ps: Held að við endum bara á einu góðu flashback-láni (þeas myntkörfu til 40 ára)

    Áfram Ísland..

  • Sæll Mörður

    Alveg blöskrar mér að lesa dag eftir dag umfjöllun þína og annara
    pólitískra skrifara á þessum svokölluðu bloggsíðum. Má þar einu gilda
    hvoru megin hryggjar þeir standa í sínum pólitísku lífsskoðunum.
    Ég fullyrði það að’ íslenska þjóðin á þrátt fyrir allt svo miklu betra skilið.
    Halda mætti á stundum að viðkomandi væru tilbúnir til fórna þjóðarhagsmunum bara til að sanna að þeirra eigin gjörningar væru hinir
    einu réttu. Það er engin reisn yfir slíkri pólitík. Sú pólitík er það gjörspilltasta
    byrtingarform sem fyrirfinnst í stjórnarathöfnum á byggðu bóli.
    Atburðir síðustu daga og vikna hafa því miður einkennst af framangreindu
    öðru fremur. Sá bölmóður sem ríkir annars vegar gagnvart sitjandi ríkistjórn
    og snýst um að hún hafi staðið vitlaust að nánast öllu sem hún hefur gert er fjarri því að vera réttur, en á sama hátt er fjarri lagi að mála svo skrattan
    á vegginn sem stjórnarleiðtogarnir gera og reyna þannig að hræða þjóðina
    til fylgis við sínar skoðanir. Þetta er ömurlegur málflutningur. Þjóðin færr
    fyrr eða síðar nóg af þessu rugli. Hámarki finnst mér lákúran ná gagnvart forsetanum. Hvernig væri nú að reyna að standa saman að einhverju sem fært gæti þjóðinni von um betra samfélag. Á ykkur þessum skríbentum
    hvílir eiginlega sú skilda ekki síður en öðrum. Ég sé ekki að það myndi skaða Jóhönnu og Steingrím þótt samningar um icesave yrðu teknir upp
    né heldur að stjórnarandstaðan biði hnekki af því að bakka með eitthvað
    af því sem hún telur sig standa fyrir. Miklu fremur held ég að sá sem slíkt gerði væri maður að meiru. Ég get ómögulega annað en tekið ofan fyrir
    Ingibjörgu Sólrúnu enda konan greinilega bráðvel gefin og einhvernvegin
    tekst henni að grafa stíðsöxina og ganga á vit skynseminnar. Gerðu
    það líka Mörður

  • Mörður Árnason

    Í megindráttum alveg sammála þér Reynir! — við erum komin í patt með þetta mál og getum skaðast verulega á því. Neita því hinsvegar að þarmeð sé bannað að benda á rökleysur og ósamkvæmni — ýmissa þeirra sem mesta ábyrgð bera. Það sem núna bíður er þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt hlálegt sé má vel vera að hún verði óþörf, og kannski rúmlega það, en það á ekki að vera ákvörðun einstakra pólitíkusa í stjórnarandstöðu hvort þjóðin talar eða ekki.

  • Nú er tækifærið til að komast upp úr skotgröfunum Mörður. Ríkisstjórnin hefur hafið undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu. Á sama tíma á hún að setjast niður með bretum og hollendingum og taka þetta upp. Ég er alls ekki viss um að þessum þjóðum hugnist það að hafa það fyrir framan sig að Ísland hafi hafnað lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sem ég er mest hræddur við að nú sitji ríkisstjórnin og geri ekkert annað en að undirbúa atkvæðagreiðslu…með þeim undirtón að hótunum að þessi eða hinn eigi að fjúka í samræmi við niðurstöðu hennar.
    Við erum strax farin að sjá annan og betri tón gagnvart okkur á alþjóðavísu..nýtum okkur það…….eða þú getur haldið áfram að „túlka“ orð annarra og gera ótrúverðug eða með fjalla um umsnúning Bjarna og Sigmundar í Kastljósi (sem ég er ósammála, því þar var verið að fjalla um möguleikana)……en samfylking og VG…endilega haldið áfram að hóta íslenskri þjóð. Nema þú auðvitað fylgir að málum stjórnarfélaga þínum, Björgvin um að eina starf þessarar stjórnar sé starfsstjórn um kosningu.

  • Skaðinn er orðin, hver sem niðurstaða kostninga verður. Það er einfaldlega ekki valkostur að bjóða fólki upp á frekara málþóf stjórnarandstöðunnar í þessu mái.

  • Það er hálf hlægilegt að lesa skoðanir manna hér, sem eru náttúrlega mjög mismunandi, sem byggist á því hvar í stjórnmálafarsanum menn eru. Það er kominn svo mikill sundrungur í þjóðina út af þessu icesave máli, að það verður aldrei, aldrei hægt að sameina þessa þjóð út af því máli, og sést það best á færslum hér á undan. Og ef að á að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og virðist vera að koma upp hjá stjórnarandstöðunni, að það sé best að hætta við hana, ja hvað skyldi umheimurinn hugsa þá til íslendinga, jú þetta eru bara trúðar, og þeir mestu sem fyrirfinnast á jörðinni, ekki hægt að treysta þeim fyrir einu né neinu. Forsetinn dásamar lýðræðis ríkið Ísland fyrir umheiminum, og þjóðin eigi að fá að ráða um þessi icesavelög með kostningu, sem verður svo kanski aldrei, ja þvílíkur fíflaháttur.

  • Hörður Tómasson

    Þetta mál snýst um þjóðarhagsmuni íslendinga, en ekki þennan flokkinn eða hinn. Núna virðist staða okkar erlendis vera að stórbatna. Finnst öllum það ekki vera góð tíðindi? Eða hvað?

  • Amen…

    Fokk the Flokk

    Áfram Ísland

  • Yfir fimmtíu Alþingismenn allir ofurbloggarar allt frá Agli Helgasyni til Jónasar Kristjánssonar öll hin talandi stétt stendur nú með allt á hælunum, þeir eru komnir í flokk með útrásarvíkingum gegn íslenskum almenningi.

    Svei.

  • Nú á að búa til eitthvert „batterý“ sem á að fá í að kynna málið fyrir landanum, hlutlaust að sjálfsögðu. Hverjum heilvita manni dettur í hug að svona kynning verði hlutlaus? Sá sem borgar reikninginn (ríkisstjórnin) hefur alltaf vinninginn. Þannig er það bara.

    Hefur stjórnin nokkuð haft samband við þig mörður og beðið þig um að taka að þér jobbið?

    Það væri spennandi að sjá hverjir hreppa hnossið og hvað er á bakvið kríteríuna hverjum er falið að kynna þetta.

  • The computer says No

    81% á móti samkvæmt visi.

  • Sigurður Pálsson

    Ekki flækja hlutina Mörður. Við búm við lýðræði á Íslandi, partur af lýðræðinu er að forseti getur sent mál til þjóðarinnar. Ef lögin verða feld í þjóðaratkvæðagreiðslu þá þarf að semja upp á nýtt. Ef Hollendingar og Bretar hafa ekki áhuga á því, so be it

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur