Miðvikudagur 06.01.2010 - 11:29 - 22 ummæli

Skýrt val

Vinkona mín Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur farið öfugt frammúr í morgun. Ég lái henni það sosum ekki.

Valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni er ekki um ríkisstjórn eða forseta. Vissulega skipta úrslitin miklu fyrir ríkisstjórnina – en forsetinn situr áfram hvað sem hver segir í atkvæðagreiðslunni, og getur vitnað til þess verði hann spurður að engin efnisleg afstaða til Icesave-laganna hafi falist í ákvörðun hans eða yfirlýsingu.

Það er ákaflega mikilvægt að halda skýrri sýn á það hvað væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla snýst um og rugla ekki með það einsog hent hefur Þórunni.

Kosningin snýst um ákvörðun alþingis frá 29. desember. Hún snýst um það að taka ábyrgð og vinna áfram að endurreisn í samfélaginu – með því að ljúka Icesave-málinu – eða hefja á ný erfiða milliríkjadeilu með gríðarlegum fórnarkostnaði án nokkurrar vonar um betri árangur en í júní og ágúst.

Það er svo rétt hjá Þórunni að í leiðinni eru menn sennilega að kjósa um það hvort gömlu hrunaflokkarnir eiga að komast til valda á ný.

Höfum þetta endilega á hreinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Við þurfum þjóðstjórn.

  • Er þetta sæmandi kjörnum einstaklingum að hóta þjóðinni öllu illu (stjórnarkreppu), eins og frekur krakki, fái maður ekki sínu fram?

    Mörður, er Samfylkingin að taka höndum saman gegn forsetanum?

    Mun allt snúast um það að gagnrýna forsetann eins harkalega og hægt er næstu vikur? Svona eins og Sigmundur Ernir gerði á Bylgjunni í morgun og Þórunn gerði áðan?

    Kær kveðja

  • Er ekki rétt að blása strax til kosninga? Skýrslan góða frá rannsóknarnefndinni verður brátt opinberuð og eitthvað segir mér að efni hennar muni minnka líkurnar all verulega að gömlu hrunaflokkarnir komist til valda aftur.

  • fridrik indriðason

    rétt hjá þér mörður og væntanlega var þetta bull þórunnar skrifað í hita leiksins. það má ekki gerast að þjóðaratkvæðagreiðslan fari að snúast um eitthvað allt annað en henni ber. það er þó mikil hætta á slíku samanber hinar ofsafengnu umræður undanfarið.

  • Sigurður #1

    Er bullið í þér eitthvað skárra Mörður, að kosningin snúist um hvort stjórnin lifi?

    Þú endar annars ágætan pistil í nákvæmlega sömu hótunum og flokksfélagi þinn.

    Hvenær ætlið þið að skilja að endalausar hótanir ykkar eru engu að skila?

    Hvernig væri nú að draga rassgatið upp úr hefðbundnum sandkassaleik ykkar um hægri og vinstri og fara að hugsa um hag þjóðarinnar????

    Þessar endalausu hótanir ykkar um kúbu norðursins, einangrun og stjórnarslit gera engum gagn.

  • Með ummælum Þórunnar opinberast enn og aftur veikleiki stjórnarheimilisins….hótanir fara jafnan illa í íslendingar og frekar vex þeim ásmegin en hitt. ég er ekki talsmaður þess að við tökumst á við nýjar kosningar eða stjórnarkreppu við samsuðu nýrrar ríkisstjórnar. Við höfum tapað nú þegar of miklum tíma. Ég tel reyndar að það væri ótrúlega sterkur leikur hjá stjórninni að bjóða stjórnarandstöðu til leiks í stjórn, þjóðstjórn. Skilaboðin væru skýr… S og VG taka þjóðarhag fram yfir annað (hvort sem þau hafi nú þegar gert það eða ekki).
    Því miður þá var enginn leiðtogi á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær og hefur Þórunn ákveðið að ýta undir þá ímynd ríkisstjórnarinnar.

  • Veistu Mörður ! það er allt betra en þessi volnlita ríkisstjórn og þess vegna tel ég gömlu hrunflokkana betri kost en samsuðu VG og Samspyllingar. Og hana nú.

  • Ég er nú sammála flestum hér fyrir ofan. Endalaus sandkassaleikur á milli vinstri og hægri. Þú endar á nákvæmlega sömu hótuninni í lok þessa pistils Mörður.

  • Hallgerður Pétursdóttir

    Páll vonandi rætist ósk þín um hrunflokkana, tel þig eiga það skilið. En mundu þegar þar að kemur verður við þig og þína líka að sakast.

    Mig óar við því hvað fólk er fljótt að gleyma? Störf stjórnarinnar hafa farið í það alla daga vikurnar langt fram á nótt að bjarga því sem bjargað verður. Hvað vinnur þú langan vinnudag?

    Hrunið var líka mikið ef þú mannst það enn. Stjórnin hefur staðið sig vel í ömurlegum aðstæðum. Og gerir áfram þó skotið sé úr launsátri eins og við sjáum núna. Gloría s“kæruliðans“ dugir honum stutt, taktu eftir því: Þetta er ekki „hótun“ heldur nöturleg staðreynd.

  • Hörður Tómasson

    Flokkurinn minn er sko miklu betri en flokkurinn þinn.
    Þið eruð nú meiri andskotans smábörnin.

  • Mér finnst það alltaf jafn athyglisvert að heyra Samfylkinguna tala um „gömlu hrunflokkana“.

    Var ekki Samfylkingin í stjórn þegar hrunið varð? Var hún ekki búin að sitja í stjórn í einhver ár þar á undan? Fór flokkurinn t.d. ekki með stjórn bankamála þegar allt sökk?

    Ekki ætla ég að draga úr ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka. Þeir flokkar mega þó eiga það skilið að þeir hafa í.þ.m. sýnt örlitla viðleitni til sjálfsgagnrýni og innri hreinsana (þó svo að Davíð hafi reyndar slegið innri endurskoðun Sjálfstæðismanna leiftursnöggt í hausinn á landsfundinum).

    Samfylkingin virðist hinsvegar algerlega blind á eigin hlut, sem sést best í því að fylkingin virðist í fúlustu alvöru ekki telja sig til „hrunflokkana“, öfugt við meirihluta þjóðarinnar. Að auki hefur Samfylkingin ekki einu sinni sýnt viðleitni, hvað þá meira, til uppgjörs og innri endurskoðunar.

  • Greinin þín byrjaði svo vel en síðan dastu niður í nákvæmlega sama andlýðræðislega leik og flestir þinna flokksfélaga. „…sennilega að kjósa um það hvort gömlu hrunaflokkarnir eiga að komast til valda á ný.“

    Er ekki meiri virðing fyrir stjórnarskránni en þetta hjá Samfylkingunni?

  • Sammála því sem þú skrifar.Í einu og öllu. (Hélt nú kannski, að það mundi seint gerast!)

  • Þú þurftir ekkert að nefna það hvort „gömlu hrunflokkarnir komist til valda á ný“ mörður minn. Samfylking er þarna í ríkisstjórn enn, rétt eins og hún var þegar Icesave reikningarnir fóru af stað, rétt eins og þegar öll kúlulánin voru veitt, rétt eins og þegar sömu kúlulánin voru afskrifuð (þá var samfó meira segja með viðskiptaráðuneytið og stjórnaði FME).

    Það hefur ekkert breyst hjá Samfylkingunni. Nú var verið að ráða einhverja konu í stöðu forstöðumanns „bankaumsýslu ríkisins“. Hún þurfti náttúrulega að hafa fengið á annað hundruð milljónir afskrifaðar af einhverju kúluláni sem hún gat ekki borgað af. Það er þokkalegur andskoti ða ráða einhvern til að hafa eftirlit með slökkvistarfinu, sem er enn með sót í andlitinu eftir að hafa kveikt í.

    Koma svo mörður minn, þetta helvítis bull í þér er farið að verða pirrandi. Samfylking er búin að sitja í 3x ríkisstjórnum á 30x mánuðum, og það glittir í að þeirra setu í ríkisstjórn sé lokið að sinni. Það er fullreynt með þennan flokk. Engin flokkur á Íslandi er jafn tækifærissinnaður og sjálfhverfur og samfylking. Það er í raun og veru skömm að því að slíkur fokkur, afsakið, flokkur skuli finnast á Íslandi.

  • Jóhannes Laxdal

    Það er von að þér hugnist ekki afleiðingar ákvörðunar forsetans. Enda einn af hans hörðustu stuðningsmönnum og tilbúinn að skrifa upp á alla vitleysuna sem hefur komið frá Bessastöðum. Ég er enginn stuðningsmaður Þórunnar eða Samfylkingarinnar eins og þú veist en fæ ekki annað séð en hún sé að reifa afleiðingar þess að forsetinn framdi valdarán hér í gær. Hún er ekki að hóta neinu. Við gerum þær kröfur til stjórnmálamanna að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum ákvarðana sinna í lengd og bráð og séu tilbúnir að svara spurningunni „hvað ef?“ Hún svarar báðum þessum spurningum hreinskilnislega og óþarfi að snupra hana. Farðu frekar að vinna í málefnum Græna Netsins, og hættu þessari geðvonsku

  • Ólafur Guðmundsson

    Það er allavega lágmark að þessar 170 mkr eða svo sem þessi kosning kostar fari á reikning forsetaembættisins. Það gæti svo leitt til þess að hann þyrfti að halda sér meira heima og þannig unnið þjóðinni minni skaða á erlendum vettvangi þar sem hann er orðinn persónugervingur siðleysis.

  • Og hver ætti þá að borga esb stússið? Margfalt fé.

  • Eiríkur Brynólfsson

    Merkilegt að Sjálfstæðismenn virðast líta á það sem hótun ef ríkisstjórnin segist fara mundu frá ef Icesave verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ættu þeir ekki á líta á það sem loforð?

  • Mikilvæg leiðrétting Mörður. Álít það alvarleg mistök ef þingmenn og foringjar Samfylkingarinnar ætla að eyða pundi sínu á að fara í stríð við forsetann – – ekki síst þeir sem urðu yfir sig ánægðir með að ÓRG virkjaði málskotsrétt forseta vegna fjölmiðlalaganna 2004.
    Grundvallaratriðin.

    Nær væri okkar góða fólki að berja á þeim sem lögðu grunninn að hruninu og viðurkenna um leið mistök flokksins allt frá því efnahagsstefna SF var lögð fram vorið 2007 (Jón Sigurðsson og co) og með myndun ríkisstjórnar á forsendum Sjálfstæðisflokksins – með enga stöðu gagnvart efnahagsmálum og eftirliti með bönkum og samkeppnisaðhaldi. Framlínuskipti verða að komast á dagskrá hjá jafnaðarmönnum til að flokkurinn geti sótt sér nægan trúverðugleika – – þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur upp á borðið.

  • Mörður Árnason

    Sammála þér um margt, Bensi, en ekki um efnahagsstefnuna vorið 2007. Eins hlálegt og það hljómar var þar einmitt bent á vandann og spáð vondum tíðindum ef ekki væri snúið á annan veg. Furðulegt hinsvegar að Samfylkingarforystan skuli hafa sætt sig við óbreytta hagstjórn í nýju stjórninni með sjálfum Sjálstæðisflokknum — og það eigum við enn eftir að ræða til hlítar í flokknum.

  • Gaman verður að sjá svörtuskyrsluna…fyrst að samspillingarflokkurin heldur að hann sé ekki einn af hrunflokkunum.????

  • Iceviking

    Örn, útrásarliðið og kapítalistarnir voru allt svarnir hægrimenn (s.k. Sjálfstæðismenn á Íslandi). Innan um slæddist svo einn og einn Framsóknarmaður.

    Þetta vita allir sem vilja vita það. Hefuru ekki heyrt talað um Hannes Smárason og styrkinn til FL-flokksins eða Guðlaugs Þórs, Jón Ásgeir Jóhannesson, Wernerana, Bjarna Ármanns (frambjóðandi Vöku í stúdentaráði), Einar Sveinsson, Benedikt Sveinsson, Bjarna son hans o.s.frv.

    Hitt er mjög alvarlegt og það er það að Íhaldið skipaði t.d. rannsóknarnefnd Alþingis. Og sérstakan saksóknara bankahrunsins. Þessir aðilar hafa að einhverju leiti haft tengsl við Íhaldið á sinni tíð.

    Annað getur bara ekki verið því Björn Bjarnason skipaði bara pólitíska aðila í embætti, sbr Jóns Steinar, Ólaf Börk og son Davíðs. Reyndar má vera að hann hafi beðið einhverja samverkamenn sína um að vinna skitverkin fyrir sig en eflaust af hans eigin áeggjan.

    Svo neituðu þeir að samþykkja lýðræðisbreytingar á stjórnarskránni seinasta vor (Birgir Ármannsson, þar fremstur í flokki, gjörsamlega gagnslaus maður á öllum sviðum).

    Sjálfstæðisflokkurinn er því eins og Jón Baldvin sagði réttilega, regnhlífarsamtök sérhagsmunasamtaka. FLokkurinn stafar ekki í þágu allrar þjóðarinnar og hefur aldrei gert.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur