Miðvikudagur 20.01.2010 - 20:09 - 55 ummæli

Hefndarkærur

Ríkissaksóknari dundar sér við að elta uppi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni og ætlar nú að setja níu mótmælendur í steininn í heilt ár.

Þetta er sami ríkissaksóknarinn og Eva Joly ráðlagði okkur að láta fara – sem ekki var hægt. Þá kvartaði hann einmitt yfir gríðarlegu álagi við saksókn í venjulegum málum og sá ofsjónum yfir liðsafla og fjárveitingum hins sérstaka saksóknara í hrunmálunum – sem ríkissaksóknarinn var vanhæfur að rannsaka.

Nú skulu ekki afsakaðar hér allar gerðir mótmælenda eða dregin fjöður yfir meiðsl og tjón lögreglumanna. Víða hefði þó komið til greina að veita sakaruppgjöf fyrir brot framin í búsáhaldabyltingunni, nema þá þau sem beinlínis flokkast undir glæpaverk. Einkum meðan enn eru ódæmdir allir helstu hrunverjar úr hópi kaupsýslu-, embættis- og stjórnmálamanna.

Ákærur ríkissaksóknara á hendur mótmælendunum níu líta hinsvegar út einsog ríkissaksóknarinn sé loksins að ná sér niður á pakkinu – fyrir hönd hinnar eilífu íslensku yfirstéttar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Sæll Mörður, getur það verið tilviljun að þessi mál dúkka upp hjá Ríkissaksóknara núna. Hvað sem um það má segja þá var fólki heitt í hamsi sl vetur og þessi hafa gengið lengra en fjöldinn. Hvað felst í hverju máli fyrir sig er mér ekki kunnugt í smáatriðum. Einn hinna ákærðu sagði í hádegisfréttum að sér hefði verið sagt að málinu væri lokið. Þetta er hinsvegar ákveðið eldsneyti til kyndingar nú á Þorranum hjá þeim sem endilega vilja sjá þjófélagið loga.

  • Halldór Björnsson

    Stóra spurningin sem saksóknari hefur ekki svarað í málsvörn sinni í dag (http://www.visir.is/article/20100121/FRETTIR01/696634063) er hversvegna er verið að beita lögum sem ekki hefur verið beitt í 60 ár. Þetta eru ekki í fyrsta sinn í 60 ár sem eru ólæti á þingpöllum.

  • Lárus Dór

    Halldór Björnsson.

    Þú hefur myndi ég telja, miðað við það sem hér stendur, ekki hundsvit á lögum og ættir því að hugsa þig tvisvar um áður en þú kemur með sleggjudóma hér fram á þennan hátt.

    Lögregla rannsakar brot – ákæruvaldið tekur ákvörun um frekari málsmeðferð, niðurfellingu eða ákæru.

    Þetta er svo andskotann ekki stór spurning!!
    Þú getur fundið endalaust af lagabálkum sem eru gamlir, lestu t.d. hefðalögin – þau eru frá 1902, það er enn verið að nota í réttarframkvæmd.
    Jónsbók er frá 1282 og hefur verið gripið til lagabálka hennar í seinni tíð, á 8 áratug síðustu aldar t.d.

    Viltu ekki hrauna yfir þá sækjendur sem hafa þurft að grípa til Jónsbókar við heimfærslu háttsemi???
    Sé það fyrir mér: ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BEITA LÖGUM FRÁ 1282 OG ÞAU HAFA EKKI VERIÐ NOTUÐ Í X MÖRG ÁR.

    Ef þú hefðir bara haft vit á því að lesa þér aðeins til, áður en þú ferð að tjá þig, þá hefði ég ekki þurft að hafa fyrir því að leiðrétta þig.

  • Mörður Árnason

    Takk fyrir athugasemdir — bið menn þó að tala innan kurteisismarka hver um annan, og þó einkum um fjarstadda.

  • Mér finnst þetta mjög einfalt. Þetta fólk braut lög og það á að dæma það eftir lögunum. Kemur andsk…. ekkert málinu við hvort einhverjir aðrir brutu einhver önnur lög eða ekki.
    Þetta er fullorðið fólk og verður að axla ábyrgð á gerðum sínum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur