Þriðjudagur 24.02.2009 - 10:09 - Rita ummæli

Framsókn svari strax

 

Ég er talsverður áhugamaður um sannfæringu alþingismanna. Að það sé að koma skýrsla frá Evrópusambandinu er það ekki samt nokkuð einstakt innihald fyrir sannfæringu alþingismanns?

Það var skrýtið að fylgjast með á þinginu í gær. Tveir Framsóknarmenn greiða atkvæði í nefnd, og annar segir já og hinn nei um framgang frumvarps sem er á leið í síðustu umræðu og búið að lagfæra eftir tillögum og dyntum Framsóknarmanna, og frumvarpið fjallar um eitt af meginmálum nýju stjórnarinnar sem Framsókn ver falli, um nýskipan Seðlabankastjórnarinnar til að endurreisa traust á bankanum og hagstjórn í landinu.

Þetta er líka eina krafan frá Austurvelli sem eftir stendur, nauðsynlegt til að það sé hægt að halda áfram að tala við AGS, sem aftur skiptir öllu fyrir framhald efnahagsaðgerða, sem snúast um að ráða bót á atvinnuskorti og skuldum fólks og fyrirtækja.

Hvað er Framsókn að hugsa? var spurt um allt land. Er Höskuldur bara léttruglaður í prófkjöri? (við hinn Frammarann í viðskiptanefnd, Birki Jón Jónsson!) eða eru þeir að leika sér að leggja saman núverandi þingmannatölu þarsíðustu stjórnarflokka, B og D, og fá út meirihluta sem fellir Jóhönnu úr stjórnarráðinu, frestar kosningum en heldur Davíð áfram í Seðlabankanum?

Svar strax í dag, Framsóknarmenn. Annars byrja menn að taka búsáhöldin aftur úr úr skápnum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur