Miðvikudagur 16.03.2011 - 13:17 - 24 ummæli

Vaðlaheiðargöng í samgöngunefnd

Hinn ágæti formaður samgöngunefndar, Björn Valur Gíslason, hefur afar góðfúslega fallist á að hafa sérstakan fund í nefndinni um hin fyrirhuguðu Vaðlaheiðargöng – að öllum líkindum á miðvikudag í næstu viku. Þangað verða boðaðir fulltrúar frá nýja fyrirtækinu, Vaðlaheiðargöngum hf., forystumenn FÍB sem hafa gagnrýnt áformin vægðarlítið og svo vegamálastjóri – sem reyndar er orðinn einhverskonar hluthafi í einkaframkvæmdinni fyrir norðan.

Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot.

Ég ætla að vera jákvæður þangað til ástæða reynist til annars – göng geta verið góður kostur, og skipt miklu máli í byggðasamhengi, en: Það verður að vera alveg ljóst hvert menn stefna með beinni og óbeinni ríkisábyrgð af þessu tagi.

Kannski ætti að hafa þetta opinn fund og senda út beint? Spjalla um það við Björn Val og nefndina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

  • … og í guðannabænum ekki setja upp tollahlið verði af þessum framkvæmdum.

    Slíkt gerir ferðamanninn ófrjálsan. Sú tilfinning að hann eigi ekki veginn og að hann sé að greiða aðganseyri að landinu sínu.

    Auk þess kemur það misvel við buddu manna. Sumir eru ríkar en aðrir.

  • Hallur Heimisson

    Sæll Mörður.
    Mikilvægt er að menn átti sig á hugtökum í þessari umræðu. FÍB hefur algjörlega mistekist að skilja málið. Göngin eru í einkaframkvæmd, samskonar og Hvalfjarðargöng. Vaðlaheiðargöngu eru ekki á vegaáætlun og tak því ekki fjármagn frá öðrum framkvæmdum sem þar falla undir.
    Forgangröðunin ræðst af því að einkaaðlir hér heim í héraði voru tilbúnir að leggja fram eiginfé, hlutafé í verkið.
    Framkvæmdir sem bíða á suðvesturhorninu sem allar eru mikilvægar mjakast ekki vegna þess að ekki hefur tekist að fjármagna þær utan fjárlaga.
    Þér er fullkunnugt um að á fjárlögum er auðnin tóm og umsetnir þeir peningar sem þó tekst að kreysta út úr almenningi.

  • Mörður,
    Það er eitt lykilatriði sem Runólfur FÍB forstjóri skautar framhjá í sínum málflutningi, og setur þessa framkvæmd sér á blað.
    .
    Þeir sem nota göngin munu borga þau að langmestu leiti. Sveitarfélög og heimamenn hafa lýst yfir vilja til að greiða fyrir afnot.
    .
    Held að meginástæða fyrir fýlu Runólfs út í Vaðlaheiðargöngin sé sú, að hugmyndafræðin bak við göngin gerði undirskriftasöfnun FÍB gegn veggjöldum marklausa. Frekjugangurinn var afhjúpaður.
    .
    Það verða ekki til reiðu skattpeningar til stórframkvæmda í vegagerð á næstu árum. Þá þarf að finna aðrar leiðir til fjármögnunar.
    Vaðlaheiðargöngin vísa veginn.

  • Hallur, -af hverju létu þessir heimamenn Vegagerðina greiða reikninga vegna forhönnunar -ef þeir eru raunverulega tilbúnir til að grafa göngin á eigin reikning?
    Af hverju eru þessir heimamenn yfir höfuð að ræða við fjárveitingavaldið ef þetta er raunverulega „einka“ eithvað?

  • Vantar hve mikið hlutafé er sett í púkkið að baki verkinu og hver leggur
    fram mikið pr. haus.
    Vantar að segja hvað svonefndir landeigendur vilja fyrir sinn snúð.
    Hugsanlega mikið ferskvatn og hver fær það til ráðstöfunar?
    Ríkið eða „bóndinn“ sem telur sig“ eiga“ landið niður til fjandans.

    VIÐ VILJUM HREIN SVÖR.

  • Hallur Heimisson

    Sælir félagar.
    Greið leið seldi Vegagerðinni undirbúnings vinnu. Um það var samið. Vegagerðin leggur þessa vinnu inní byggingafélagið. Kaup kaups eins og algengt er við að koma verkum á koppinn. Sveitarstjórnir eru tilbúnar að leggja félaginu til fé. Göngin eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir fjóðrðungin og landsmenn alla. Það búa um 35 þúsund manns á þessu svæði þ.e. frá Sauðárkróki til Langaness. Þessi göng munu hafa sambærileg áhrif á svæðinu og Hvalfjarðargöng höfðu á Akranes og Borgarfjörð.
    Það sem er merkilegt við þetta allt að framkvæmdin hefur engin áhrif á aðrar vegaframkvædir í landinu. Framkvæmdin verður að veruleika vegna áhuga og elju heimamanna sem eru tilbúnir að leggja málinu lið af fullum þunga. Hér eru ekki gerðar kröfur út fyrir svæðið. Barátta FÍB er því miður reyst á fölskum forsendum, nær væri að þau ágætu samtök notuðu krafta sína í að þrýsta á aðila á suðvesturhorninu að koma á hreyfingu endurbótum á því svæði í stað þess að tala niður framtak heimamanna við Vaðlaheiðargöng.

  • Elías Pétursson

    merkilegt að enn skuli vera talað um einkaframkvæmd þegar ljóst er að ríkið (vegagerðin) á meirhluta í félaginu og fjármögnunin verður með ríkisábyrgð.

    Ofan á það bætist svo að fv samgönguráðherra og núverandi þingmaður kjördæmisins er í stjórn félagsins og þar með augljóslega svolítið beggja vegna borðs.

    Ef eitthvað eitt ætti að hafa lærst á fortíðinni þá er það að kalla hlutina réttum nöfnum… og að ekki skiptir öllu þó önnur kennitala sé sett á bak við „dílinn“ ef ábyrgðin er hjá almenningi.

    ATH, með þessum skrifum er ég ekki að ráðast á landsbyggðina né er ég á móti samgöngum í kring um Akureyri, frekar en annarsstaðar….

  • Páll Ásgeir

    Ég held að opinn fundur í líkingu við þann sem var á vegum umhverfisnefndar á dögunum væri til fyrirmyndar. Opinber stjórnsýsla af því tagi getur ekki verið nema til bóta.

  • Garðar Garðarsson

    Vegagerðin borgaði Vaðlaheiðargöngum hf 100 milljónir króna fyrir forvinnu og rannsóknir sem metnar voru af fyrirtækinu sjálfu á 60 milljónir króna. Vegamálastjóri segir að mismunurinn 40 milljónir fari sem hlutafé Vegagerðarinnar í verkið. Og þetta kalla menn einkaframkvæmd og ríkið strax búið að greiða 100 milljónir og verkið varla hafið.

    Hversu mikið hafa einkaaðilar lagt í verkið fram til dagsins í dag?

  • Hallur — er það gríðalegt hagsmunamál að stytta leiðina um 9 kílómetra af leið svo að frekjuhundarnir á Húsvík geti verslað í Bónus á Akureyri ? Framkvæmd sem mun kosta okkur skattgreiðendur milljarða og ferðamenn í tollhliði ( 1000krónur?)

    Það er bull að segja að á milli Norður-Þingeyjinga og Akureyrar sé það mikil umsvif og viðskipti sem krefst þess að við — þá aðalega sunnanmennþurfum að greiða þessar framkvæmdir.

    Norður-Þingeyjingar eru mestu vælukjóar og frekjuhundar landsins. Lengi hafa þeir talað um atvinnuleysi og að Húsavík sé að fara í eyði — ef ekki komi til álver.

    Hvorugt er rétt. Atvinnuleysi hefur verið lítið á Húsavík, og íbúafjöldinn hefur staðið í stað. Hið rétta er að menn vilja framkvæmdir og hækkað fasteignarverð á íbúðarhúsnæði sínu. Auk þess vilja þeir að bærinn stækki.

    Og þess vegna væla þeir og væla í fjölmiðlum dag eftir dag.

  • Stóra atriðið í þessu máli er ríkisábyrgðin – Skiptir í raun litlu máli hvort ríkið taki lán og fjármagni verkið eða gengst í ábyrgð fyrir því. Ríkið ber á endanum ábyrgð á verkinu og því fást þessi hagstæðu lánakjör.

  • Vegaframkvæmdir eiga fyrst og fremst að snúast um mannslíf. Ef mat manna er að V.h.göng bjargi flestum mannslífum, þá verður að ráðast í þau fyrst. Ef mat manna er að eitthvað annað bjargi frekar mannslífum þá á frekar að ráðast í þær framkvæmdir.

  • Bjarni Kjartansson

    Þetta er óforsvaranlegt. Hvar eru þingmenn aðrir sem kosnir hafa verið til að skoða hvernig best er farið með fé það knappa, sem ætlað er til vegabóta. Menn farast á vegunum í kringum Rvík í meira mæli en annarstaðar.

    Tafir eru um hverja helgi út og inn á Höfuðborgarsvæðið, eitthvað hljóta íbúar að segja um það, hvernig frítíma þeirra er sólundað í setu í halarófum bílalesta.

    Svo má fara yfir allar yfirlýsingarnar um kostnað, sem Norðanmenn hafa fabúlerað um vegna fyrri framkvæmda, Héðinsfjarðar vitleysan og lenging flugbrautar á Akureyri ,,vegna þess, að gera átti völlinn að alþjóðlegum flugvelli og vara velli fyrir Keflavík“ Bull sem hvergi gat fengið staðist, vegna flugtæknilegra ástæðna og landfræðilegra anmarka á umhverfi vallarins.

  • Vona að þið þingmenn höfuðborgarsvæðisins standið í lappirnar í þessu máli. Þarna leggjast á sveif þingmenn N-austur kjördæmis, fjármálaráðherra og fv. samgönguráðherra sem nú þegar hefur plantað einum göngum í kjördæmið og situr meiraðsegja í stjórn þess.

    Þetta er svo mikil „einkaframkvæmd“ að ríkið á 51% hlut. Það markar stefnuna. Það á að blóðmjólka ríkissjóð undir yfirskrift einkaframkvæmdar. Þeir norðanmenn gera borgað þetta sjálfir. Samherji gæti t.d lagt í þetta einhver hluta af hagnaði gjafakvótans.

  • Friðrik Sig

    Asi takk fyrir jákvæða sýn á okkur Húsvíkingum. Hér á Húsavík fækkar jafnt og þétt og jaðarbyggðirnar sem stutt hafa við samfélagið hér minnka stöðugt. Þetta eru staðreyndir og þær er hægt að sjá í gögnum Hagstofunar. Ekki er ég neinn sérstakur áhugamaður um álver en væri alveg tilbúin að sjá nýtingu á þeirri orku sem er á svæðinu í atvinnusköpun. Mér vitandi erum við ekki mjög aflögufærir um fjármagn til að byggja þessi göng og veit ekki til þess að sveitarfélagið mitt hyggist leggja fram háar fjárhæðir til þessa verkefnis. Skilst að það eigi frekar að setja þá peninga í gervigrasvöll!

    Já og til fróðleiks fyrir þig þá heitir sveitarfélagið okkar Norðurþing og nær frá Reykjahverfi í suðri til Raufarhafnar í norðri.

    Það er svo langt frá því að þetta sé brýnasta verkefnið í vegamálum á landinu og svona til gamans má geta þess að fyrrverandi samgönguráðherra Hr. Möller sem er samflokksmaður Marðar er búin að fá kosningu á Alþingi a.m.k. þrisvar út á þessu blessuðu göng og síðast eða kannski næst síðast var hann kosin á þing út á kosningaloforðið „Gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng“ en hann er víst búin að gleyma því blessaður.

    Tek svo undir orð Bjarna með „the international airport á Akureyri“ það eru mistök framkvæmd af sama Hr. Möller. Flugtæknlega hefði verið heppilegra að slíkur alþjóðaflugvöllur verði í Aðaldal og reyndar hef ég verið talsmaður þess að eftir að þessi blessuðu göng koma og búið að stytta akstursleiðir í Aðaldalinn frá Akureyri þá komi það að sjálfu sér að þangað flytjist millilandaflugið á Norðurlandi í framtíðinni. Þetta byggi ég á því að þegar flogið er upp eða niður í Eyjafjörðinn þá er það eins og að keyra gamlan malarslóða með tilheyrandi hopp og hí!

    Að lokum þakka ég Merði fyrir að leyfa okkur að ræða þetta mál hér því það er jú vissulega þarft að taka þessa umræðu. Tek undir það að í þessu tilfelli sem og framvegis eigi þessir nefndarfundir að vera í beinni okkur kjósendum til fróðleiks.

  • Gagarýnir

    Það merkilega við samgönguúrræði eins og að grafa göng er að ef þau endast þá eru þau alltaf að borga inn á upphaflegu framkvæmdina. Svo fremi að eitthvað fólk sé að nota þau. Þetta er hugsun til langs tíma. Vaðlaheiðargöng eru af þessu tagi.
    Fyrstu göngin voru víst milli Súðavíkur og Ísafjarðar og halda enn. Stutt en gagnleg. Hver vil vera án þeirra.

  • Ásmundur

    Áætlanir um kosunað og fjölda bíla eru blekkingar sem eiga að þjóna þeim tilgangi að fá göngin samþykkt.

    Síðar kemur í ljós að það eru skattgreiðendur sem borga brúsann. Kjördæmapoti af þessu tagi verður að linna. Tímasaparnaðurinn við að aka göngin er aðeins níu mínútur og bensínsparnaðurinn aðeins 400 krónur. Það er því ljóst að margir, kannski meirihlutinn, mun spara sér gangnagjöldin með því að aka yfir heiðina.

    Í slæmri færð á veturna munu göngin nýtast. En hóflegur vegtollur mun vera langt frá því að nægja fyrir kostnaði. Því hærri sem tollurinn verður þeim mun færri munu aka göngin. Það er því vonlaust að dæmið gangi upp nema skattborgarar greiði stóran hluta kostnaðarins. Umferðin er einfaldlega of lítil.

    Hollendingar höfðu í hyggju að notast við sama innheimtukerfi og fyrirhugað er í Vaðlaheiðargöngum þangað til í ljós kom að það var of dýrt. Hvernig á það þá að borga sig í fámenninu norður í landi. Það kæmi mér ekki á óvart að stór hluti innheimtra gjalda færi í kostnað við innheimtuna.

    Vaðlaheiðargöng eru fráleit framkvæmd eins og nú árar í þjóðfélaginu.

  • Friðrik sig

    Þú segir að Húsvíkingum fækki. Það er varla hægt að tala um fækkun þegar við tölum um 1.7 % frá 1997. Frekar að bærinn haldi í horfinu — sérstaklega í samburði við Norðvesturland og Vestfirði. Reynda er allstaðar fólksfækun í bæjum umhverfis landið nema í bæjarfélögum á suðvesturhorninu.

    Þú segir í kaldhæðni að ég hafi „jákvæða“ sýn á Húsavík. Sú mynd sem birtist mér í fjölmiðlum dag eftir dag er vægast uppbyggjandi né jákvæð.

    Ég bendi á að staðurinn standi í stað og að atvinna sé frekar stöðug á landsvísu. Þrátt fyrir að mjólkursamlagið og sláturhúsið sé farið. Samt er alltaf eins og að allt sé að fara til fjandans þegar maður bæði heyrir og les fréttir frá svæðinu. Og segi enn og aftur talsmenn ykkar eru hin mestu vælukjóar og frekjuhundar.

  • Það má ekki rugla saman umræðunni um gagnsemi Vaðlaheiðarganga við fjármögnun þeirra. FÍB er að benda á þá staðreynd að fjármögnun ganganna er kynnt sem einkaframkvæmd sem verður greidd af notendum, en FÍB telur miklar líkur á því að þær forsendur standist ekki og því muni reikningurinn lenda á skattgreiðendum vegna ríkisábyrgðar.

    Það er margt einkennilegt í þessu máli. Nokkur norðlensk fyrirtæki voru talin upp sem hluthafar verkefnisins. Ég veit fyrir víst að eitt það stærsta úr þeim hópi greiddi einungis 100 þúsund fyrir þann hlut, eða 0,15% af því verði sem Vegagerðin greiddi fyrir rannsóknargögnin og 0,001% af áætluðum framkvæmdakostnaði. Þ.a. það er ljóst að aðkoma fyrirtækjanna er í besta falli til að villa um fyrir umræðunni. FÍB hefur bent á að forsendur Vegagerðarinnar séu óraunhæfar, vaxtakostnaður verði hærri, veggjöld verði því að vera hærri sem leiði til færri ökumanna sem sjá hag í því að spara sér þessa 16 km.

    Vaðlaheiðargöng munu kosta svipað og uppreiknaðar kostnaður Hvalfjarðarganganna. Hins vegar fara 4 sinnum færri bílar um Vaðlaheiði en Hvalfjörð og með Vaðlaheiðagöngum sparast 9 mínútur en rúmar 30 mínútur með Hvalfjarðargöngunum. Einungis þessar forsendur benda til þess að erfitt sé að láta Vaðlaheiðargöngin standa undir sér þar sem það er að taka Hvalfjarðargöng um 25 ár að borga af sínum lánum. Ummæli Vegagerðarinnar um að hægt sé að lengja í lánstímanum ef forsendur ganga ekki upp, ef að veggjöldin standa ekki einu sinni undir vaxtakostnaðinum.

    Fáum allar forsendur og upplýsingar upp á borðið og þá er hægt að taka ábyrga og upplýsta ákvörðun. Það hlítur að vera hagur skattgreiðenda og einnig hagur þeirra sem sakaðir eru um kjördæmapot og hagsmunagæslu.

  • Friðrik Sig

    asi ég skal fallast á það að viðmælendur sem komið hafa í fjölmiðla undanfarið falla alveg í þennan skilgreiningarflokk hjá þér. Það er rétt að fækkun hefur orðið meiri víða annarsstaðar en fækkun í Þingeyjarsýslu er mun meiri en 1.7% og þó við séum rosa flottir og allt hérna á Húsavík (hér vottar fyrir hæðni hjá undirrituðum!) þá hafa nærsvæðin skipt okkur miklu máli.

    Mjólkursamlagið fór en sláturhúsið er hér enn og starfrækt af Norðlenska og ef ég fer ekki með miklar fleipur þá eru um 1/3 af öllu sauðfé slátrað hér.

    Í dag eru 112 einstaklingar atvinnulausir á Húsavík en sökum þess að hér er skortur á störfum þá hafa mun fleiri tekið sig upp og starfa utan Húsavíkur við hin ýmsu störf. Einhverjir hafa einnig flutt erlendis.

    Ég hef nú hvatt til þess að standa við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Held t.d. að sveitarfélagið mitt gæti lagt fram 5 millj. til allra þeirra sem gætu sýnt fram á að skapa tvö störf eða fleiri. Held að það væri hægt að hafa svona styrki eina 20 í staðinn fyrir að byggja gervigrasvöll sem enginn ja eða a.m.k. fáir nota ef uppbygging á sér ekki stað í atvinnulífinu.

    Þú mátt eiga það að þú ert ekkert að skafa af hlutunum. Stundum þarf að segja hlutina þannig.

  • Suðurlandsvegur er út af kortinu af því að það er metið svo menn vilji ekki veggjöld. Það briddað upp á sögunni endalausu um Sundabraut. Hvers vegna? Jú á þeim forsendum að stjórnvöld vita að þar er ágreingur við borgaryfirvöld sem ekki verður leystur í bráð. Tvö mál í ágreiningi. Með öðrum orðum sjónarspil svo hægt sé að bregða sér norður í gangnagerð á kostnað allra skattgreiðenda þegar upp verður staðið.

    Blöff Möllers og Steingríms sem auðvelt er að sjá í gegnum.

  • Edda Stefánssdóttir

    Þetta er ágætur pistill… 🙂 Tek undir allt sem í honum stendur.

    http://www.visir.is/vedraviti-a-thjodvegi-1/article/2011703179989

  • Ætlar þú að taka þátt í kjördæmapoti Norðanmanna og hundsa kjósendur þína Mörður.Hvað þarf að fórna mörgum mannslífum á Suðurlandsvegi fyrir kjördæmapot Möllers og félaga?

  • Vinsamlegast lesið Bændablaðið í dag, 7. 4. 2011.
    Þar kemur glöggt fram að BÆNDUR sem eiga land,
    er vegurinn kann að fara um KREFJA VEGAGERÐIN
    UM MJÖG HÁAR GREEIIÐSLUR.

    EKKERT VIT AÐ HEFJAST HANDA FYRR EN LAUSN ER
    Í ÞESSUUM ÞÆTTI OG SVO ENN VITLAUSARA E F ÞEIR
    HEIMTA AÐ “ EIGA“ VATSFLAUMINN ÚR GÖNGUNUM.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur