Föstudagur 11.03.2011 - 10:59 - 28 ummæli

Hryðjuverkamaðurinn í Seðlabankanum

Magnað viðtal Sigrúnar Davíðsdóttur við Alistair Darling í Sjónvarpinu í gær. Rauði þráðurinn í máli fjármálaráðherrans fyrrverandi var sá að ekkert hefði verið að marka íslenska stjórnmálamenn. Niðurstaða sín eftir samskiptin við þá – íslenska viðskiptaráðherrann, íslenska fjármálaráðherrann og íslenska forsætisráðherrann – hefði verið að annaðhvort hefðu þessir menn ekkert vitað hvað á gekk í bönkunum eða þá verið að villa um fyrir starfsbræðrum sínum í Lundúnum – einmitt þegar á reið að ráðamenn þjóðanna væru algerlega hreinskilnir hvorir við aðra til að geta bjargað því sem bjargað varð.

Bankarnir hefðu líklega hrunið samt, sagði Darling, en við þurftum ekki að fara svona illa út úr því – og vísar þar bæði til illinda eftir fjárflutningabannið með ‚hryðjuverkalögunum‘ og til Icesave-málsins ömurlega. Kurteis maður, Alistair Darling, og vel þjálfaður í hinni hábresku list úrdráttarins – the understatement – en mér leið beinlínis illa sem Íslendingi að hlusta á þessar lýsingar á atferli ráðherra okkar sumar og haust 2008, og ekkert of vel heldur sem Samfylkingarmanni.

Auðvitað er hinn breski stjórnmálamaður að lýsa sinni hlið mála. Sú lýsing passar bara svo miklu betur við það sem í glyttir af raunveruleikanum en þær fátæklegu frásagnir sem hafa fengist frá ráðherrum okkar þremur. ,,Puzzling,“ sagði svo hinn hæverski Darling um skáldsögur Árna Mathiesens.

Viðtalið við fjármálaráðherrann fyrrverandi snerist náttúrlega öðrum þræði um hinn mikla stríðsglæp breska heimsveldisins gegn eyríkinu smáa í norðri, að hafa lýst okkur hryðjuverkamenn þegar verst gegndi og þar með komið landi og þjóð endanlega á kné – en um nokkurnveginn þessa föðurlandslegu söguskýringu hafa stjórnmálamenn hér keppst við að vera sammála næstum allan hringinn.

Hér sagði Darling að vissulega hefði verið óheppilegt að beita lögum sem bæði beindust gegn fjárflótta og hryðjuverkum. Samt hefði það verið eini kosturinn í stöðunni til að koma í veg fyrir frekari þjófnað úr vösum breskra skattgreiðenda. Íslenskir stjórnmálamenn hefðu annaðhvort verið grunlausir eða samsekir – aumingjar eða illmenni, hefði Bólu-Hjálmar sagt – og útslagið hefði gert Kastljóssviðtalið fræga við Davíð Oddsson um skuldir óreiðumanna. Darling: Hann getur ekki hafa sagt þetta án þess að ráðherrarnir vissu af. Og síðan komu ‚hryðjuverkalögin‘.

Gott að fá staðfest það sem mann grunaði allan tímann: Hinn raunverulegi hryðjuverkamaður í hruninu var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Við hryðjuverkin beitti hann svo fyrir sig kjánunum í ráðuneyti Geirs Hilmars Haarde.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni. Nú skyldi maður ætla að fram á ritvöllinn geysist, Árni Matt, Geir Haarde, Jón Sig. Jónas Fr. og Björgvin G. í hvítþvottinn undir stjórn Davíðs Odds.

    Ansi hræddur um að saksóknari hafi fengið þarna ágætis gögn upp í lúkurnar til brúks fyrir Landsdómi.

  • Eigum við ekki að slíðra sverðin og taka upp kurteisa orðræðu (það hefðirðu mátt læra af Darling). Margt fór úrskeiðis og þeir menn sem við sjálf völdum til að sjá um okkar mál brugðust, svo og þeir embættismenn sem voru ráðnir til að halda utan um fjármálakerfið.

    Vonandi verður nýjasti samningurinn staðfestur þann 9. apríl og ég bið alla menn, með og móti taka upp friðsamari orðræðu og einbeita sér að framtíðinni.

    Mér leiðist þetta gjamm og uppnefni sem eru í gangi og koma engu góðu til leiðar í umræðunni.

  • Ómar Kristjánsson

    það sem hefði mátt spyrja aðeins betur útí var, hvort Darling vissi hvert peningarnir fóru sem runnu útúr erlendu útibúunum á síðustu stundu. Eg skildi hann þannig að breska fjármálaeftirlitið hefði vitað allt um það og hann hefði orðið að bregðast við samkv. beiðni eða ráðleggingum þeirra.

    Eg saknaði þess aðeins að spyrjandi skyldi ekki aðeins ýta á ofannefnt atriði.

    Eg skildi Darling hálfpartinn þannig eins og peningarnir hefðu runnið til höfuðstöðvanna.

    Enda talaði svo fv. Seðlabankastjóri þannig að erlendir kröfuhafar ættu að fá ekki neitt, eða nánast ekki neitt.

  • ……og hálfvitarnir í Samfylkingunni.

  • Sævar Helgason

    Aðdragandi hrunsins og hrunið sjálf verður sífellt ömurlegra. Þeir sem í fremstu röð voru fyrir þjóðina eru í hreint afleitri stöðu eftir þetta viðtal við Alistair Darling við okkar frábæra fréttamann Sigrúnu Davíðsdóttur…

  • Beittur Mörður – góður Mörður

  • Sigurjón

    Viðtalið sýnir að ekkert samband var á milli ráðuneyta á Íslandi og ekkert samband ráðuneyta við Seðlabanka. Björgvin G. var enn í september 2008 í ímyndarherferð fyrir bankana og vissi ekkert um hina raunverulegu stöðu.

    En það er engin ástæða til að ætla að íslenskir ráðamenn hafi vísvitandi blekkt stjórnvöld í Bretlandi. Blekkingarnar komu frá íslenskum bankamönnum og viðskiptafélögum þeirra og þeim var trúað…..

  • Kalli Sveinss

    Eftir að hafa horft á þáttinn með Darling, er engum vafa undirorpið, að sá íslenski embættismaður sem skuggalegast kemur út úr þeim fundi – annaðhvort að hann hafi visvísandi sagt ósatt – eða ekki vitað betur – var þáverandi formaður stjórnar Fjármálaeftirlitisins – Jón Sigurðsson.
    Gamalreyndur viðskiptamálaráðherra og bankastjóri í Norræna fjárfestingabankanum á sínum tíma.
    Ekki síður vekur það nokkra undran að þessi reyndi fjármálamaður hefur bókstaflega horfið úr allri umræðu síðastliðin rúm 2 ár .
    Hvað veldur ?

  • Ómar Kristjánsson

    Fólk er nú ekki að fatta.

    Blekkingin sneri ekkert að stöðu bankanna á þessu stigi málsins. Alister vissi alveg þeir væru kapútt og landið sjálft í stórvandræðum. Enda hafði Brown ráðlagt Haarde að fara til IMF undireins í apríl 2008.

    Blekkingin sneri að skuldbindingunum gagnvart innstæðueigendum í bretlandi.

    Þar er sett á svið ótrúlegt fíflalegt leikrit og þar fara helstu ráðamenn þjóðarinnar fremst. Svo sem Mattísen, Haarde og Oddsson.

    Darlíng grunaði menn um græsku og ef horft er á atburði síðan virðast græskugrunsemdir fyllilega réttmætar.

    það sem átti gera var að fara til Brow&Darling og segja: Ok. við erum í deep shitt. Getum uppfyllt skuldbindinguna gagnvart innstæðueigendum og verðum helst að fa aðstoð þar að lútandi frá UK.

    Ekkert flóknara en þetta. Og hafa UK í samráði og samstarfi o.s.frv. við stoppið á bankanum.

    Hvað gerist? Ísl.ráðamenn setja upp einstaklega heimsulegt leikrit og jafnframt reyna þeir að tæma bankann og flytja góssið hingað upp!

    Svo bara þegar Darling sagði: Hingað og ekki lengra! Frystum þetta bara. Þá ísl. aveg: Haa? Vi gerrum eekett! Alveg eins og smákrakkar með lúkurnar á kafi ofaní nammikrúsinni! Ótrúlegur andskoti þessi framkoma íslendinga gagnvart þessari vinaþjóð sem Bretar eru.

  • Ómar Kristjánsson

    Edit: ,,það sem átti að gera var að fara til Brow&Darling og segja: Ok. við erum í deep shit. Getum EKKI uppfyllt skuldbindinguna gagnvart innstæðueigendum og verðum helst að fá aðstoð þar að lútandi frá UK.“

  • Sigurgeir Ólafss.

    Þetta er stór orð Mörður, að kalla aðra og nafngreinda aðila „hryðjuverkamenn“ og það í opinberri birtingu.

    Svona orðræða er ekki þingmanni sæmandi sem vill láta taka sig trúanlegan.

    Það getur vel verið að þú hafir viðhlægjendur í eiginn flokki, en ansi er ég hræddur um að þú eigir eftir að fá þetta í bakið seinna meir.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Ómar Kristjánsson,
    Þú „gleymdir“ að nefna hina aðalleikarana í fíflalega leikritinu, þau Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin Sig. og Össur Skarpa.

    …. eða gleymdir þú með vilja að nefna þau?

  • Það voru gerð gríðarleg mistök, í Seðlabankanum, með sífeldum vaxtahækunum, upp úr öllu, og fá inn í landið krónubréf upp á 500 miljarða, í stað þess að beita bindiskildu á bankana þegar þeir bólnuðu út.
    Og nú á að afnema bindiskilduna, með allar vísitölur fulltengdar, og krónan hrinur, þá megi þið eiga von á miklu fjölmenni á austurvöll.

    Það vita það allir sem vilja vita að það er stórhættulegt að afnema gjaldeyrishöftin, meðan við erum með krónuna, hvað heldurðu að verði um verðtryggðu lánin.

  • Árni Finnsson

    Þessi saga er enn óskrifuð þótt margar staðreyndir liggi fyrir. Eftir er að þræða á söguþráðinn, öðlast „eftertankens kranka blekhet“ („… the pale cast of thought …“) eins og segir í einræðu Hamlets.

    Ég hygg að ein niðurstaða sagnfræði framtíðarinnar verði sú að frysting innistæðna í íslenskum fjármálastofnunum í London, haustið 2008, hafi bjargað því sem bjargað varð. Hefðu eigendur Landsbankans haft aðgang að innistæðum Icesave lengur en raunin varð þá væri eins víst að eignir þrotabús Landsbankans – sem nú eiga að fara í að greiða Icesave-skuldina – væru ekki aðgengilegar. Þær innistæður hefðu að öllum líkindum horfið ofan í trekt horfinna fjármuna; þeirra sem Sérstakur saksóknari leitar nú durum og dyngjum í Lúxemborg, Jersey, Tortola og víðar.

  • Sævar Helgason

    Höfum við ekkert breyst frá tímum víkinganna ? Þá notuðum við þeirra tíma tækni-en núna nútíma tölvutækni. Annað er eins. Björgólfarnir eru alveg ótrúlegir og vinir þeirra sem gáfu þeim Landsbankann eru ekki síðri. Sagan er öllum glæpareyfurum fremri.. Takk Bretar fyrir að bjarga því sem bjargað varð frá þessum ógæfumönnum Íslands. Krossum við JÁ við Icesave samninginn og þökkum þannig fyrir okkur.

  • Þetta var sláandi viðtal við Darling og ekki ástæða til að draga í efa ásakanir hans um að íslenskir stjórnmálamenn voru að ljúga eða vissu ekkert í sinn haus.

    Hinsvegar gefur þessi óheiðarleiki íslenskra stjórnvalda núverandi stjórnvöldum (sem reyndar eru ekki nýjar fréttir, hefur komið fram í rannsóknarskýrslunni m.a.) engan rétt til að veðsetja skattgreiðendur framtíðar, sem eru núna á leikskólum (og líða reyndar strax fyrir hrunið núna í niðurskurði á því sviði.)

    Ef einhver róni niður í bæ brýst inn hjá okkur höfum við engan rétt til að brjótast inn hjá hjónunum við hliðina á okkur. Að því gefnu að umræddur róni er ekki heimilisfaðirinn við hliðina, en það gefur okkur reyndar heldur engan rétt til að láta greipar sópa hjá honum, þá þarf að fara með málið til lögreglunnar.

    Mér finnst með ólíkindum að til séu jafnvel stjórnmálamenn sem mælast til að svona frumskógarlögmáli sé tekið sem sjálfsögðum hlut og eðlilegum í samskiptum þjóða.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Eitthvað umgengst síðuhaldarinn sannleikann á frjálslegan hátt hvað viðtalið varðar, og fellur í sína venjulega pólitísku skítaskotgröf. Að ímynda sér að Bretar hafi tekið orð seðlabankastjóra sem stóra sannleikanum og skilaboð stjórnvalda er heimskara en meðalskír skólakrakki myndi láta hafa eftir sér. Að trúa þessum breska fyrrum ráðherra sem er frægur af svipuðum aulaskap og ráðherrar Baugsfylkingarinnar er met útaf fyrir sig. Að vísu er hann ekki þekktur að þiggja mútur eins og Mörður kallar fjárframlög fyrirtækja til pólitíkusa eins og Baugsfylkingarráðherrar og þingmenn flokksins með forsætisráðherrann fremstan í flokki sem gaf Jóni Ásgeir og Björgólfunum kvittun fyrir greiðann.

    Bretar eins og aðrar þjóðir krefja skýrra svara frá stjórnvöldum og það skjalfest hvað þau ætla að gera, en taka ekki mark á valdalausum embættismönnum, og túlka svo ummæli þeirra eftir þeirra hentisemi. Þetta eru ekki fífl þó svo að þingið hér sem nýtur 10% traust þjóðarinnar virðist nánast einungis skipuð slíkum að mati þjóðarinnar. Hvað ætli margar heimstyrjaldir hefðu hafist ef blækur hefðu verið teknar bókstaflega fram yfir stjórnvöld…???

    Af ummælum Darlings voru hrikalegust stórfundur hans með Björgvini G. Sigurðssyni og Jón Sigurðsson fjármálagúrú krata, fremsta í flokki sem hann lýsti sem annað hvort bjánum eða ótýndum lygurum. Ef einhverjir þurfa að svara fyrir viðtalið þá eru það þessir tveir verndarar Icesave og Baugfylkingarforustusauðir. Björgvin fór á pönktónleika um kvöldið eftir fundinn, svo að hann hefur verið nokkuð hress með hann þó svo sá breski hafi ekki verið það.

    En er Mörður búin að ganga í skugga um hvort að seðlabankastjóri Breta hafi haft þau völd til að lofa því að þjóðin þyrfti aldrei að borga krónu, – og stjórnarandstaðan les úr samtali sem ekki má birta…??? Og af hverju heldur Mörður að svo sé… ???? Vegna þess að Davíð laug… ???? Nei – ef Davíð hefði logið þá hefði Baugsfylkingarlekinn þekkti komið því vel á framfæri.

  • Guðmundur

    Hriðjuverkamennirnir komu frá Fjármálaeftirlitinu Íslenska,þarna voru
    á þessum funfi stjórnarformaðurinn Jón nokkur Sigurðson og Viðskiptaráherrann Björgvin G. Sigurðson

  • Gagarýnir

    Nallinn margfrægi er um að óvinurinn sé ekki önnur lönd því þar eigum við samleið með þjökuðu fólki. Fremur en með innlendum kúgurum.
    Þetta var falleg hugsjón sem nú er á færi Þórs Whitehead og Hannesar Hólmsteins að fjalla um.
    Ég myndi setja alla fyrirvara við tali breskra ráðamanna við íslenska. Þar voru samherjar en svo á almenningur beggja landa við að etja niðurskurð og hallæri.
    Afleiðinguna af þessu samráði.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Þú „gleymdir“ að nefna hina aðalleikarana í fíflalega leikritinu, þau Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin Sig. og Össur Skarpa.“

    Eg ,,gleymdi“ því ekkert.

    Eg var að highlighta aðalatriðin fyrir ykkur Sjalla – og eigi veitir nú af því minnið er eitthvað rysjótt hjá ykkur sem og annað í ykkar athöfnum öllum.

    Eða eruði búnir að gleyma því að efnahagsmál á ísl. voru einkamál Sjalla í uþb. tveggja áratuga einveldistímabili þeirra hérna? Eruði búnir að steingleYma því þið Sið sjallasérar?!

    Hérna hvað var það undir það síðasta hjá ykkur? ,,Áfram traust efnahaggsstjórn“? Kveikir það á einhverjum perum á sjallatýrunni?!

    Efnahagmál og meðferð þeirra var einkamál sjalla og allt slíkt var í valdi þeirra.

    Viðskiptaráðuneytið var ekki neitt neitt og bara sýndarmennska sem engu skipti. Efnahagsmál voru auðvitað alfarið í höndum Sjalla frá a-ö. Og aðallega fjármálaráðuneyti, Forsætis og Seðlabannka. Það er hin heilaga Sjallaþrenning efnahagsmálanna.

    En það sýnir vel lítilmennsku og eymingjahátt Sjalla að geta ekki axlað ábyrgð eins og menn þegar þeir eru búnir að rústa landinu með óvita og afglapahætti áratugum saman. þegar síðan þeir uppskera eftir áratugaafglapa, óreiðu og óvitahátt – þá reyna þeir af einstaklegri vesal og lítilmennsku að klína ábyrð á aðra! Það er bara ekki hægt að ljúga uppá sSalla. þetta þjóðarböl hérna sem Sjallafokkur er.

  • Það er hægt að ljúga uppá sjalla, með því að hæla þeim eða tala vel um þá.

  • Bankasýslan er heldur betur búin að koma ríkisvaldinu í slæm mál, þið hafið greinilega gleymt, að senda bankasýsluna, í kúrs í siðfræði upp í Háskóla.

  • Gleymdir þú viljandi Mörður að nefna þitt nána samstarfsfólk úr hinni geysivinsælu samspillingu varðandi glæpinn ?

  • Gagarýnir

    Hann staðfestir að íslensk stjórnvöld voru ekki heilnda. Fyrir þeim vakti að halda íslensku bönkunum á lífi, jafnvel þó þeir væru ekki íslenskir lengur og sparifé útlendra væri í hættu.
    Þannig getur góður hugur um hag síns fólks snúist gegn þeim sama ásetningi.

  • Jón H. Eiríksson

    Ég verð fyrst og síðast dapur við að hlusta á viðtalið við Darling! Sama depurð og helltist yfir þegar Rannsóknarskýrslan kom út. Það er deginum ljósara að enginn vissi neitt í sinn haus. Þeir einu sem vissu eitthvað voru eigendur bankanna! Stjórnvöld, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands voru gagnslaus. Hver höndin upp á móti annarri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var handónýt.

    Og nú berst þjóðin á banaspjótum „…. nei þú… nei þú.. nei þú… þú skeist á þig… ekki ég“!

    Stundum held ég að okkur sé ekki viðbjargandi. Ég er þreyttur á að rífast. Var í heita pottinum um daginn og þar var rifist heiftarlega um Icesave. Menn hótuðu að selja allt sitt og fara úr landi ef þjóðin samþykkir lögin. Þarna kristallaðist klofningurinn. Við sem þjóð erum í sárum. Við erum að leggja hvort annað í einelti. Kremjum hvort annað með orðum.

    Bara ef öll dýrin í skóginum gætu verið vinir!! (Er það ekki það sem erum að reyna að kenna börnunum okkar?)

  • Þú skrifar af dirfsku og sóma Mörður sæll.

  • Nú þarf að styðja við bakið á valkyrjunum, Ólínu og Ellen, allir þingmenn ríkistjórnarinnar, Steingrímur með ríkissjóð, og öll sveitafélög landsins.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Ómar Kristjánsson;
    Ég sé ekkert um það í þínum texta að þú nefnir trúðana úr Samfylkingunni sem sváfu á verðinum rétt fyrir hrun.

    Hvar eru nöfn eins Björgvin Sig, Ingibjörg Sólrún, Jón Sigurðsson, Össur Skarpi?

    Ó-já, efnahagsmál voru einkamál okkar Sjalla í mörg herrans ár, enda var efnahagsmálum aldrei betur stjórnað.

    Ertu búinn að gleyma stöðugleikanum sem ríkti hér á landi í efnahagsmálum á árunum 1995-2006?

    Þetta er nokkuð sem Samfylkingin getur aldrei leikið eftir. Þess í stað vill Samfylkingin leita í „skjól“ undir pilsfaldi ESB eins og lafhræddur smákrakki.

    Um leið og Samfylkingin komst í landsstjórnina áirð 2007 fór allt hér í bál og brand og er svo enn.

    Þetta ástand mun ekki lagast fyrr en Samfylkingin hverfur úr landsstjórninni fyrir fullt og allt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur