Sunnudagur 30.05.2010 - 18:23 - 35 ummæli

Verstu úrslit sögunnar

Áður en við í Samfylkingunni förum að tala um hrunið, aðstæðurnar, mannskapinn, frammistöðuna og aðra flokka er ágætt að gera sér grein fyrir því að úrslitin í Reykjavík eru ekki bara verstu heldur langverstu úrslitin í framboðssögu flokksins í höfuðborginni rúman áratug. Þetta lítur svona út:

þing 1999   19.153 atkv.    29,0%   5  þm.

þing 2003   25.396 atkv.   34,3%   8  þm.

borg 2006  17.750  atkv.   27,4%   4  bftr.

þing 2007  20.481  atkv.   28,7%   8  þm.

þing 2009  23.231  atkv.    31,7%   8  þm.

borg 2010  11.344  atkv.    19,1%   3  bftr.

Meðalfylgi S-listanna í kosningunum 1999–2009 er 30,2%. Miðað við það tapar S-listinn nú 11,1% – rúmum þriðjungi. Pollýanna mundi svo segja að S-listinn héldi tæplega tveimur þriðju.

Þetta verður enn sárara þegar haft er í huga að fyrir utan úrslitin í fyrra hafa Samfylkingarmenn aldrei talið niðurstöðuna sérlega góða í Reykjavík og alltaf talið sig eiga meira inni. Líka þegar við fengum uppundir 35 prósent vorið 2003.  En nú er kannski kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (35)

  • kattasmali

    Æ, æ.

  • Mörður þú hlýtur að viðurkenna að í þessum kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur.

    Á Suðurnesjum og víðar er enn árið 2006.

  • Dagur er enginn foringi og Reykjavíkurframboð Samfylkingarinnar var næstum óskiljanlegt, vakningafundir og hreinsanir til skiptis.

    Ríkisstjórnin er hörmung. Flokkurinn er forystulaus. Þið getið ekkert án Sollu og fáið hana aldrei aftur.

  • Til hamingju með að vera kominn inná Alþingi.

    Vona að þú verðir ekki þar í pollíönnu leik eins og sumir leiðtogar Samfylkingarinnar.

    Vonandi sérðu líka ljósið og andæfir þessum ESB herleiðangri.

    Það getur ekki verið að allir þingmenn SF séu með þessa ESB veiki.

    Dagur ætlaði að vekja Reykjavík en tókst alls ekki.

    En það þurfa einhverjir að vakna í þínum flokki og sjá það að þjóðinn vill ekkert með þetta ESB hafa að gera.

  • Sigur eða ósigur – þetta er einfaldlega niðurstaða sem þarf að skoða með margt í huga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er að vinna við gríðarlega erfiðar aðstæður. Hrunið/kreppan er langmest á Suðvesturhorninu og þar er líka mesta og almennasta reiðin. Úrslit Samfylkingar voru ekki eins og ég hefði viljað sjá þau, en miðað við fárið í þesari kosningabaráttu, nokkuð viðunandi. Fólk hlustar ekki svo vel á rök eða stefnur þessa dagana. Það er að hefna og ná sér niður og það var gert.
    Sjálfstæðisflokkurinn sem var búinn að sópa vel við framdyrnar og fægja gluggana, talandi um sigur/fegrunarverðlaun þá er niðurstaðan ótrúlega góð. Margir trúðu blekkingunni í bullinu og voru fegnir að fárið í kring um meirihlutanan var á enda.
    Hanna Birna lofaði líka að hækka ekki skattana á hátekjufólkinu og máttu smælingjarnir njóta góðs af.
    Í hinu lagskipta samfélagi Reykjavíkurborgar eru mörg skuggasund og skúmaskot að sögn séra Bjarna Karlssonar 5. manns á lista Samfylkingarinnar.
    Á þann mann vil ég hlusta í stað klisjufarsa frá Hönnu Birnu. Það varð að koma í veg fyrir að menn eins og Bjarni Karlsson kæmist í borgarstjórn.
    Jón Gnarr er djók og Hanna Birna stendur með djókinu. Hún sér von fyrir sig í djókinu.

    Hvort Jón Gnarr bítur á það angn eða vill vinna með Degi B í rökfræðilegum stefnumálum. Þá væri Bjarni Karlsson með í bakliðinu og mundi aðstoðað við að ættleiða róna.

  • Hilmar Ólafsson

    Hólmfríður: þessi skrif þín hér að ofan einkennast af einhverri ótrúlegri afneitun og/eða viljaleysi til að horfast í augu við staðreyndir.

    Samfylkingin beið afhroð í þessum kosningum, sérstaklega í borginni. Að afskrifa það með frasanum „Fólk hugsar ekki á rök þessa dagana“ og ætla sér síðan að halda áfram á óbreyttri leið … það yrði líklegast banabiti Samfylkingarinnar.

    Ég held að Samfylkingin eigi nú einmitt allt sitt undir því að fólk hætti að hugsa eins og þú og rífi sig í staðinn á hnakkadrambinu upp úr hjólförum pólitísks skotgrafahernaðar og skítkasts.

  • Margrét S.

    Samfylkingin mun halda áfram að tapa fylgi.

    Málið er að fólkið í Reykjavík kaus frekar grínframboð vegna þess að það vildi refsa ríkisstjórninni meðal annars fyrir aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna.
    Fólk er löngu búið að fá nóg, mesta eignaupptaka sögunnar er að eiga sér stað. Ísland er eina landið í heiminum sem býður almenningi upp á það að meðan húsnæðisverð lækkar þá stórhækka lánin.

    Samfylkingin og verkalýðshreyfingin eru með mjög harða stefnu í málefnum skuldara. Ekkert skal gefið eftir í verðtryggingunni, ekki einu sinni má taka tóbak, áfengi og bensín út úr vísitölunni á meðan ríkisstjórnin stórhækkar álögur á þessar vörur til hækkunar á íbúðalánum landsmanna.

    Aðgerðir félagsmálaráðherra eru bara fyrir þá sem tóku 100% lán og geta ekki staðið í skilum. Við aumingjarnir sem þrælum fyrir stórhækkuðum lánum megum bara borga á meðan við stöndum ennþá í lappirnar.
    Verðtryggingin hefur hækkað íbúðalán sem tekið var sumarið 2005 um rúm 50% þótt að greitt hafi verið af því í fimm ár. Greiðslujöfnun er ennþá hraðari eignaupptaka og framtíðarfátæktargildra. Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa verið ötulir í því undanfarið að færa það litla sem sauðsvartur almúginn á til fjármagnseigenda. Ef ég byggi í Reykjavík (tek það fram að ég er á sextugsaldri) þá hefði ég kosið Besta flokkinn til að mótmæla fjórflokknum.

  • Magnús Björgvinsson

    Andskotans rugl er þetta í fólki ef það heldur að það sé að refsa ríkisstjórn með því að velja Besta flokkinn. Fólk verður nú að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin hefur ekkert með Borgar mál að gera. Borgarstjónarkosning snýst um að fólk er að velja sér fulltrúa sem fara með útsvar þeirra, tryggja þeim þjónustu og sjá um skipulagsmál í borginni. Ef fólk heldur að borgarstjórn geti starfað án þess að það sé meirihluti er fólk bara ekki í lagi. Jafnvel þó að valið væri af handahófi 15 fulltrúar úr þjóðskrá myndi myndast meirihluti um öll mál og væntanlegt samstarf. Því annars yrði ekki neitt um ákvarðanir. Fólk hefur ákveðnar lífsskoðanir. Sumri vilja fá að vinna sjálfstætt og eiga fyrirtæki og telja að það sé heppilegasti rekstramátin, aðrir kjósa að vinna undir stjórn annarra og telja að borgin eigi að sjá fólki fyrir þjónustu sem borgin rekur. Aðrir telja að einkaaðilar sé betur til þess fallnir.

    En fyrst og fremst er það vitleysa að nota framtíði Reykjavíkurborgar til að refsa flokkum á Alþingi.

    En svo er það annað mál að flokkar bæði í landsmálum og sveitarstjórnum þurfa að vakna og átta sig á að virkt lýðræði er það sem fólk er að kalla á. Það þarf t.d. að bera öll áherslumál undir kjósendur t.d. árlega. Þannig að almennir kjósendur taki þátt í að forgangsraða í sínum nær umhverfi. Öll stærri skipulagsmál þura að koma til atkvæða og svo framvegis. Það er nú lítið mál á þessum síðustu tímum tölvutækninnar.

    Reykvíkingar eru að taka áhættu með að velja flokk sem hefur ekki raunhæfa leið í neinum málum og treysta á að geta hlegið sig í gegnum kreppuna. Gangi ykkur vel!

  • Heir heir Margrét. Þetta er ekki flóknara.

  • Það sem þarf að gera er bara að líta á það að allir „heðfbundnu“ fjórflokkarnir þ.e.a.s. hinir klassísku 4 valkostir íslenskra stjórnmála tapa fylgi á landsvísu. Allir.

    Það er enginn sigurvegari bara sá sem tapar minnst fylgi, og jafnvel það telst ekki hrós.

    Fólk er farið að að láta loks gamla dæmið sem að allir vissu um en enginn minntist á opinberlega:

    Atvinnupólitíkusar eða fólk sem eyðir stórum hluta ævi sinnar í störf tengd pólitík ber bara alls ekki hag allra í huga í störfum sínum. Eingöngu sinn hag og hag vina og loks flokksins.

    Þetta eru allir pólitíkusar kosnir fyrir síðustu kosningar sakaðir um og hversu ósanngjarnt sem það er þá álítur fólk þá seka þar til annað kemur í ljós, afhverju?

    Jú, við erum að hækka kröfurnar sem að við gerum til ráðamanna í ljósi þess hruns sem að varð hér um árið.

  • Hilmar Ólafsson.
    Auðvitað veit ég að Samfylkingin beið afhroð í Reykjavík og það er að mínu
    áliti afar slæmur kostur fyrir íbúana þar. Miðað við aðstæður finnst mér þó að niðurstaðan sé vel viðunandi og enginn ósigur. Heldur vil ég kalla þetta vissann varnarsigur í furðulegri kosningabaráttu.

    Við í Samfylkingunni verðum auðvitað að skoða málið ofan í kjölinn og ég vil benda á að Jóhanna Sigurðardóttir virðist ein formanna fjórflokksins skynja hvað þarna er raunverulega á ferð. Það er að fólk óskar breytinga í vinnubrögðum stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Þeir fjórir flokkar sem hér hafa starfað undanfarna áratugi (mis marga þó) séu á miklum tímamótum núna.

    Breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum ásamt því að auka íbúalýðræði, bæði á sveitarstjórnarstiginu og á landsvísu, munu eflaust svara hluta krafna almennings. Samfylkingarfólk er mjög meðvitað um alla þessa þætti og mun leggja sitt af mörkum svo þeir nái fram að ganga.

    En meira þarf til og með fundahöldum líkum þeim sem haldnir hafa verið með hópavinnu, má eflaust fá fram enn frekari óskir um breytingar fá almenningi í landinu.

    Ég stend við þá skoðun mína að vissa rökhugsun vanti í niðurstöðu kosninganna og að kjósendur hafi ekki hugsað í rökrænum lausnum, heldur með hefnd og refsingar í huga. Slíkt getur hefnt sín, en þarf ekki að gera það.

  • Jakob Bjarnar

    Mörður minn! Ég er búinn að hamra á þessu lengi lengi – þið eruð búnir að láta allt eftir forræðishyggjuöflunum í Vg. Frjálslyndir jafnaðarmenn eru á harðahlaupum undan þessum ósköpum.

    Það þarf ekkert að fimbulfamba um það fram og til baka hvernig ber að túlka þessi úrslit. Þetta eru skýr skilaboð til stjórnarflokkanna. Farið að hysja uppum ykkur buxurnar. Arkítekt og yfirverktaki hrunsins – xD – er sigurvegari kosninganna. Öllum er skítsama um þessi sveitarstjórnarmál (enda ætti að leggja niður sveitarstjórnir í stórum stíl) og því er þetta það sem kjósendur eru að segja: Ef ráðaleysið ætlar að ráða för í stjórnarráðinu þá verður stjórnarflokkunum refsað svo um munar í næstu þingkosningum.

    SJS kemst ekki upp með að skáka lengur í því skjólinu að verkefnið sé svo erfitt. Það vita það allir. Og það er ekki verið að mótmæla aðgerðum (fyrir utan náttúrlega þetta forræðishyggjurugl sem er það eina sem sést) heldur aðgerðarleysinu.

    Stjórnarflokkunum er fyrirmunað að endurskilgreina hlutverk ríksins, slá skjaldborg um hjúkkur, kennara og löggur í þessari röð, og fara svo að skera niður. Jafnréttisráð t.d. – hvern andskotann höfum við að gera með slíkt fyrirbæri þegar menn eru að róa lífróður til lands? Flatur niðurskurður er heimskan holdi klædd. Og rök eins og heyrast úr herbúðum stjórnarliða, t.d. Lilju Mósesdóttur, um að það þýði ekkert að segja opinberum starfsmönnum því þá aukist bara atvinnuleysið lýsir slíkri firringu gagnvart ríkisrekstri að menn setur beinlínis hljóða.

    Farið að hlusta!

  • Jakob Bjarnar

    Ps. Þetta hefur ekkert með þessa svokölluðu „skjaldborg heimilanna“ að gera og það freka lið. Í Guðs bænum ekki hlusta á þá háværu kröfugerð. Stór hluti landsmanna, sem er ekki gapandi á torgum, hefur enga samúð með þeim sem yfirskuldsettu sig og ætlast nú til að slegið verði striki yfir það. Um það verður aldrei sátt. Því það býður uppá stórkostlega mismunun og röng skilaboð. Kerfið myndi riða til falls. Allur vilji til að borga sínar skuldsetningar myndi hrynja til grunna eins og spilaborg. Árni Páll var á réttri leið í upphafi en var barinn niður af „lýskrumandi kerlingum“ stjórnarliðsins.

  • Steini Jóns

    Það má vel vera að þetta sé ekki flóknara, en þetta er einfaldlega rangt hjá Margréti!

    Allt þetta sem Margrét lýsir lá fyrir strax við hrunið haustið 2008. Það lá strax fyrir þá að fyrirtæki stendu í þrot á næstu mánðum og í raun árum á eftir og þar að leiðandi að fólk yrði atvinnulaust, það þyrfti að skera niður ríkisútgjöld um tugi milljarða og að skuldir ríkissins (hvað sem lýður Icesave) nam hundruðum milljarða! Stærsti hluti gengisáhrifanna var kominn á gengistryggðu lánann löngu áður og verðbólgan hlaut að fylgja á eftir.

    Það lá fyrir strax haustið 2008 – ég dreg orð Geirs H. Haarde ekki í efa með það – að ástandið yrði verra áður en það batnaði og það tæki mörg ár að komast út úr þessu klúðri!

    Ef menn hafa einhvern snefil af vitsmunum ættu menn líka að sjá að fætur núverandi ríkisstjórnar eru bundnar kyrfilega saman.

    Ef ríkisstjórnin reynir að skuldbinda ríkið um nánast 5 aur umfram áætlun AGS fellur sú áætlun og við höfum enga burði til að standa undir hundruð milljarða greiðslum af lánum sem fyrrverandi stjórn stóð fyrir (m.a. lán til Seðlabankans upp á einhverja fáránlega tölu sem átti að styrkja gjaldeyrisforðann, en virðist hafa farið í vanhugsaðar björgunaraðgerðir gjaldþrota bankakerfis – eins og Seðlabankastjóri hreykir sér af því að hafa vitað)

    Það sama á við ef ekki tekst samkomulag um Icesave (hvort er verra – að taka á sig einhverja tugi milljarða sem á að borga eftir 7-15 ár eða að láta hundruð milljarða falla á næstu tveimur árum? Svona alveg óháð hvað er sanngjarnt, sem er allt annað mál)

    Allt þetta var afleiðing frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins!

    Og svo dettur fólki það til hugar að kjósa þessa vitleysu!

    Þetta er í sjálfu sér ekki flóknara en það.

  • Jóhannes

    Mörður hittir naglann beint á höfuðið. Forystumenn flokksins ættu að hafa þessar tölur fyrir framan sig í hvert sinn er þeir ræða „varnarsigur“ í Reykjavík.

    Meginástæðan fyrir hörmulegri útkomu er sú að listi Samfylkingarinnar í Reykjavík er einfaldlega mjög veikur. Dagur er enginn leiðtogi, talar í klisjum og frösum þannig að flestum verður illt. Hann er löngu hættur að vera efnilegur og er reyndar búinn að vera ofmetinn frá því hann kom fram á sjónarsviðið.

    Og varla verður það til að auka fylgið og hróðurinn ef flokkurinn fer í sæng með Besta, eins og ýmislegt bendir til núna.

  • Margrét S.

    Halló Steini Jóns
    Þú segir að það hafi allt legið fyrir haustið 2008??
    Það er ekki það sem ég var að segja hér.
    Ég var að tala um það sem gerðist eftir 2008. Þegar búsáhaldabyltingin var búin að koma stjórnvöldum frá og skjaldborg heimilanna var lofað. Eins og við vitum þá hefur ríkisstjórnin ekkert gert fyrir hina venjulegu fjölskyldu sem skuldaði ekki svo mikið fyrir hrun en lendir í gríðarlegri hækkun á lánum m.a. vegna skatta- og gjaldskrárhækkana stjórnvalda.
    Ég var síðast í gær að tala við konu á svipuðum aldri og ég. Hún sagðist hafa kosið Besta Flokkinn í Reykjavík því hún hefði ekki geð í sér til að kjósa flokka sem láta íbúðalánaskuldara borga hrunið með því að leggja sífellt meiri byrðar á þá í formi verðbóta og vaxta á verðbætur o.s.frv.
    Það eru margir reiðir út í Samfylkinguna út af þessu. Þó eru Vinstri Græn með fjármálaráðuneytið. Þar er sama sagan.
    Það er bara einfaldlega þannig að þótt það sé verið að kjósa í sveitarstjórnarkosningum, og það kemur að sjálfsögðu landsmálapólitíkinni ekki beint við, þá missa flokkarnir fylgi vegna óánægju fólks með vinnubrögð flokkanna í landsmálunum. Þannig er það bara.

  • Sammála Margréti S.

    Við hjónin færðum okkur yfir í „djókið“ og kvöddum langt samstarf við Samfylkinguna, óskuðum eftir nýju fólki til að gæta hagsmuna okkar og ráðstafa útsvarinu. Meðmælabréf fær Samfylkingin ekki frá okkur að þessu sinni.

    Aðgerðaleysi í málefnum heimilinna fékk okkur til kjósa „djókið“, og þá sérstaklega frammistaða Árna Páls Árnasonar. Árni Páll fagnaði í síðustu viku frammtaki SP fjármögnun fyrir að færa niður höfuðstól á erlendum bílalánum. Höfuðstólinn á okkar láni hjá SP lækkaði um 36% en greiðslubyrðin aðeins um 10%.

    Lántakendum í landinu svíður þessi vitleysa og þeir kjósa ekki stjórnmálaflokka sem fanga svona bulli. Framunda er risvaxinn vandi ef hæstiréttur dæmir gengistryggð lán ólöglög. Hvað gerist þá ? Auðvita átti að taka öll húsnæðislán undir íbúðarlánasjóð í upphafi hrunsins og samræma aðgerðir í lánamálum.

    Vitleysunni er lokið og grínið tekur við, það er þó skárra drepast úr hlátri en drepast úr eintómum leiðindum.

  • Hlynur Þór Magnússon

    Ég starfaði í nánast hverjum kosningum í fjörutíu ár meira og minna fyrir einn af fjórflokkunum svokölluðu og stundum jafnvel tvo samtímis – þá með vitund og samþykki beggja – (og jafnvel einu sinni þrjá), í Alþingiskosningum og kosningum til sveitarstjórna, bæði syðra og vestra. Yfirleitt ráðinn til verka frekar en pólitísk sannfæring mín réði miklu. Af „gömlu flokkunum“ eru aðeins Alþýðuflokkurinn og Samfylkingin þar undanskilin.

    Þannig hef ég ýmsa fjöruna sopið, eins og kallað er. En – ég leyfi mér að segja hér: Ég hef alltaf virt Mörð Árnason ákaflega mikils. Ég fagna því að hann skuli taka sæti á Alþingi á ný. Hann komst ekki inn sem aðalmaður síðast. Ástæðan? Hann var ekki til sölu.

    Þó að ég sé sannarlega ekki Samfylkingarmaður hlýt ég að gleðjast yfir því að Mörður Árnason skuli aftur taka sæti á Alþingi. Að mínum dómi vex með því vegur Samfylkingarinnar.

    Og það sem máli skiptir: Vegur Alþingis og okkar allra.

  • Garðar Garðarsson

    Styrkjamálið var að þvælast alltof lengi fyrir Samfylkingunni og hitti hana illa fyrir þar sem samfylkingarfólk gerir meiri kröfur til sinna manna en sjálfstæðismenn gera til sinna. þetta er óskup eðlilegt þar sem Samfylkinginn hafði það á stefnuskrá sinni að koma skikki á þessi mál en Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

    Það hefur verið furðulegt að fylgjast með Samfylkingunni í einkavæðingu orkuframleiðslunnar og aðgerðaleysinu í Magma málinu. Það kom berlega í ljós að Samfylkingin hefur enga stefnu hvað varðar einkavæðingu eða ekki einkavæðingu í orkuframleiðslu. Hvernig væri að einhenda sér í að mynda sér stefnu í þessu mikilvæga máli áður en frekari einkavæðing á sér stað.
    Það ætti að stoppa Magma dæmið ef það er mögulega hægt eða í það minnsta að draga eins mikið úr skaðanum og hægt er. Eftir einkavæðingu víðast hvar í heiminum þá hefur orkuverð hækkað. Hér á Íslandi mun einkavæðing síður gera sig en víðast hvar annarsstaðar vegna smæðar markaðarins hér og einangrunar landsins.

    Nú á ríkisstjórnin að drífa sig í undirbúningi að stjórnlagaþingi og einnig fylgja eftir innköllun kvótans. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum og koma goðum málum í gegnum þingið og þá mun ríkisstjórnin ávaxta verk sín.

  • EN Hlynur Þór, þú hefur sem sagt ef marka má þín eigin orð, verið í áratugi til sölu hverjum sem vildi kaupa, jafnt íhaldinu lengst til hægri og kommum lengst til vinstri og bændum þar á milli, – nema að kratarnir, Alþýðuflokkur og Samfylking vildi aldrei kaupa þig, jafnvel þrír í einu leigðu þig – en ekki kratarnir. – Ertu enn svona sár?
    Hvað kallast svoleiðis að leigja sig? – Er það nema í besta falli liltlu skárra að selja sig flokkum og stjórnmálamönnum en að selja sig fyrirtækjum og viðskiptajöfrum?

  • Hlynur Þór Magnússon

    Kæri Gunnar. Fólk, flokkar og fyrirtæki geta skipt við sömu prentsmiðjuna án þess að henni sé borið á brýn að hún sé til sölu. Eða er það kallað að hún sé að leigja sig? Ég hef aldrei gert annað á pólitískum vettvangi en vinna sem verktaki fyrir flokka og fyrirtæki. Svo einfalt er það. Ég er (kannski eigum við heldur að segja var, því að ég er hættur þessu enda orðinn nokkuð gamall) sérfræðingur í samningu stefnuskráa og ritstjórn kosningablaða. Kynntist sveitarstjórnarmálum fyrst af eigin raun þegar ég var ritari hreppsnefndar Mosfellshrepps 1966-70. Af hverju ætti ég að vera sár út af krötum? Ég hef aldrei leitað eftir því að vinna fyrir stjórnmálaflokka, hvorki fyrir krata né aðra. Fólk hefur leitað til mín. Ef kratar hefðu einhvern tíma beðið mig að vinna fyrir sig og borgað mér fyrir, þá hefði ég eflaust gert það. Er ég enn svona sár? Hvaða tröllheimska er þetta eiginlega?

  • Hlynur Þór Magnússon

    Hér mætti e.t.v. bæta einu við. Ég man ekki nákvæmlega árið en líklega hefur það verið um 1988. Þá byrjuðu þeir félagar Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson fundaferð sína um landið undir nafninu Á rauðu ljósi. Fyrsti fundurinn var í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Af einhverjum ástæðum báðu þeir mig að vera þar fundarstjóri, sem ég og gerði. Voru þeir ekki kratar, á þeim tíma a.m.k. eða hvernig ætti að skilgreina þá?

  • Ágúst Þór Ragnarsson

    Jakob Bjarnar segir:

    ,,Stór hluti landsmanna, sem er ekki gapandi á torgum, hefur enga samúð með þeim sem yfirskuldsettu sig og ætlast nú til að slegið verði striki yfir það.“

    Þessi setning er lýsandi yfir það skilningsleysi og misskilnings sem virðist ríkja hjá hinni eldri ríkjanid kynslóð sem ekki þurfti að skuldsetja sig á þeim tíma þar sem húsnæðisbóla í bland við ónýtan gjaldmiðil hefur sprengt allar raunhæfar fjármálaáætlanir. Hér áttu efnahagslegar hamfarir sér stað. Kerfið brást!

    Mig langar að vekja athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna. Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur litla athygli vakið.

    * 34,5 % heimila ná, miðað við naumhyggjuframfærsluviðmið, varla endum saman um hver mánaðarmót. Miðað við eðlilega framfærslu hækkar þessi tala í allt að 60%.
    * Hátt í 40% heimila (eða 28 þús. heimili) voru í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þegar eingöngu er litið til ungs barnafólks (þ.e. elsti heimilismaður er innan fertugs), þá hækkar þessi tala í 60%.
    * 80% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur undir 150 þús. kr. á mánuði eru í það miklum vanda að frekari úrræða er þörf og 30% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur á bilinu 150 – 250 þús. kr. Aftur skal hafa í huga að miðað er við naumhyggjuframfærsluviðmið.
    * A.m.k. 35% einstæðra forelda og 27% hjóna með börn þurfa frekari úrræði (báðir hópar líklega mun stærri, þar sem framfærsluviðmið SÍ eru kolröng).
    * Úrræði sem boðið hefur verið upp á hafa lítið slegið á vanda þeirra verst settu. Í þeim hópi hefur eingöngu fækkað úr 26,1% heimila í 21,8% miðað við naumhyggjuframfærsluviðmiðin.

    Hvað hefur svo Samfylkingin gert????

    Það er búið að útbúa þessa fínu líknardeild með góðum tækjum og fullt af starfsfólki. En það er löngu tímabært að finna lækningu við sjúkdómnum og varna því þannig að fólk rati inn á líknardeild. Fjármálakerfið verður að taka á sig hina miklu leiðréttingu sem þarf að eiga sér stað. Það gengur ekki lengur, að almenningur þurfi að borga fyrir mistök manna sem höfðu greinilega ekki hundsvit á viðskiptum.

    Fólk vill sanngirni og réttlæti!

    Það vill sjá frekari úrræði til að leiðrétta stökkbreytingu lánanna án þess að fólk verði langleiðina gert eignalaust í leiðinni. Stökkbreytingin er afleiðing af forsendubresti, glapræði og fjárglæfrum fáeinna bankamanna og eigenda bankanna, ótrúlega furðulegrar áhættustjórnunar og hræðilegra mistaka í viðskiptum. Og það er út í hött að senda heimilum og fyrirtækjum landsins reikninginn fyrir þessu öllu.

    Flokkur sem gefur sig út fyrir að vera flokkur Alþýðunnar en kemst að svo skelfilega ranglátri niðurstöðu sem snertir beint og óbeint nær öll heimilin í landinu gerir hann ekkert annað en að flokki hræsninnar.

  • Valur B (áður Valsól)

    Ferill xD seinustu 50 ár, í fyrsta skiptið undir 40% og það kallar Hanna Birna „stórsókn“

    1958 57,7
    1962 52,8
    1966 48,5
    1970 47,7
    1974 57,8
    1978 47,4
    1982 52,5
    1986 52,7
    1990 60,4
    1994 47,0
    1998 45,2
    2002 40,2
    2006 42,9
    2010 33,6

  • Valur B (áður Valsól)

    Ég hef hingað til kosið Samfylkinguna, en ég tek ehilshugar undir með Ágústi Þór Ragnarssyni hvað Samfylkinguna varðar.

  • Ragnar Sigurðsson

    Ágúst,
    Þú verður að koma með einhver rök. Fólk er búið að hlusta á þessa frekju og rugl…já bara hreinilega rugl og vitleysu í fólki eins og þér.
    Nú þegar hafa verið gerðar miklar aðgerðir. Málið er bara að því miður eru Íslendingar meira fyrir það að rífa niður en byggja upp. Stjórnarandstaðan er í tómu rugli. Þetta er ekkert Samfylkingunni að kenna frekar en öðrum. Verðbólga hefur verið miklu meiri á Íslandi áður. Við vitum að við búum við handónýtan gjaldmiðil, og vissum það. Engin vilji til að bæta það. Bjuggum í landi sem var líklega það áhættusæknast í heimi.
    …………þú vilt sanngirni!!!!???
    …….en bara fyrir þá sem skuldsettu sig??????!!!!
    …….þú hlýtur að sjá að þetta er bull í þér, sem gengur aldrei upp!
    ……..Hverjir eiga síðan að borga, jú kannski þeir sem þorðu ekki að kaupa húsnæði á háu verði, og hafa borgað okurleigu í mörg ár!!!!
    Það er engin peningur til!!! OK, hann er kannski til en hann er allavega EKKI HJÁ RÍKINU!!!!!
    Geturðu skilið það.

  • Nú, þetta er þá mjög einfalt.

    Ef ekki eru til peningar hjá ríkinu til að aðstoða fjölskyldur sem eru að fara á götuna, en til peningar til að ráða vini og kunningja í störf hjá ríkinu, setja í kynjaðar nefndir og halda úti óbreyttu sendiráðarugli, svo einhver dæmi séu tekin, þá er Samfylkingin búin að innleiða bandarískt kerfi.

    Það er ekkert flóknara en það.

  • Séra Jón

    Jakob Bjarnar og Ragnar.

    Það virtist ekki skorta peninga þegar jafnaðarmannaflokkurinn borgaði ÖLLUM innistæðueigendum upp í topp!

  • Ég get svosem verið sammála Karli Th. Birgissyni um að forystumenn flokka megi stíga til hliðar. En að skoðanakannanir séu svona marktækar finnst mér ekki. Það verður að horfa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur úr miklu meira fjármagni að spila en Samfylkingin. Alltaf þegar dregur nær kosningum eykst auglýsingamagnið og er meira hjá hægri mönnum. Fréttaflutningurinn verður hliðhollari Sjálfstæðisflokknum, þegar allir stóru fjölmiðlarnir og margir hina smærri, sýna sitt rétta andlit þegar dregur nær kosningum, sem er andlit Sjálfstæðisflokksins.

    Allir yfirmenn á miðlunum er flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum og hafa grímu hlutleysis þangað til að dregur nær kosningum. Mig undrar alltaf að vinstri menn á Íslandi séu ekki meðvitaðir um þetta. En þið áttið ykkur ekki á þessu og það er líklega ástæðan fyrir því að þið viljið alltaf spila sama leik og hægri menn þrátt fyrir þessa hlutdrægni í fjölmiðlunum. Og þess vegna endiði líka á því að þurfa styrki eins og þeir. Til að jafna leikinn. En þið eigið ekki sjens.

  • Jakob Bjarnar

    Séra Jón!

    Það var glapræði – mistök sem jaðra við að teljast glæpsamleg. Þau setja stöðu Íslands gagnvart innstæðueigendum í Hollandi og Bretlandi í tótal uppnám. Á því bera Ingibjörg Sólrún og Geir Hilmar ábyrgð. Skömm sé þeim.

    En, eins og Jónas sagði eitt sinn: Íslendingar hafa það eitt á móti spillingu að komast ekki með puttana í hana sjálfir. Mér sýnist þetta einmitt megin röksemd þeirra sem ætlar sér ekki að standa í skilum: Fyrst þeir gátu stolið þá má ég það líka. Það er aldeilis traustvekjandi siðferðið sem býr þar að baki.

    Ágæti Ágúst Þór!

    Ég hef fulla samúð með þeim sem voru að kaupa sína fyrstu eign á á árunum 2006 – 2008. En því miður þá snýr þessi háværa kröfugerð ekki einungis að þeim hópi. Þar innan um, og mér segir svo hugur að sá sér meirihlutinn, eru braskarar og lukkuriddarar sem í stórum stíl eltu lifistandard sem átti aldrei að vera þeim innan seilingar. Aldrei. Jafnvel í eðlilegu árferði. Þetta fólk lítur svo á að það séu mannréttindi að eiga tíu milljóna króna jeppa í hlaði raðhúss síns ásamt nýlegri Toyotu í snatt, sumarhús og fellihýsi. Þetta fólk býður þess nú að einhver komi og slái striki yfir skuldirnar. Einhverjir verða að borga þær skuldir og það eru þá skattgreiðendur sem aldrei skrifuðu uppá þessa víxla. Um það verður aldrei sátt.

    Ég hef skömm á þessari nafngift: Hagsmunasamtök heimilanna. Ég rek heimili. Ég tapaði öllu því litla sem ég átti á hlutabréfamarkaði – en heilbrigður hlutabréfamarkaður er jú ein stoðin undir atvinnulífið. Ég heyri aldrei svo mikið sem að menn nefni einu orði þá tugþúsundir Íslendinga sem þar töpuðu sínu í þessu samhengi. Heldur á að leggja lykkju á leið sína og láta þá sem keyptu sér frekar steypu fá einhverja sérdíla.

    Mér þætti það mikil synd ef þessi ákafi lobbýistahópur ætlar að blanda sinni kröfugerð inn í skilaboðin sem úrslit sveitastjórnarkosninganna bera með sér: Að ríkisstjórin hysji upp um sig, fari að skera niður í ríkisbákninu og plægja hér jarðveg fyrir verðmætasköpun í stað þess að setja hér allt í dróma með óraunsærri skattheimtu sem er útúr öllu korti.

    Kveðja,
    Jakob

    Ps. Svo gerði Mörður nú vel að ansa þeim sem hér eru að leggja orð í belg. Vinsamlegast.

  • Steini Jóns

    Ég er 100% sammála því sem Jakob Bjarnar segir hér að ofan, það að tryggja allar innstæður upp í topp var eitthvað stærsta klúður Samfylkingarinnar í hruninu og skömmin er þeirra sem fyrir því stóðu. Margir töldu sig vera að reyna að bjarga efnahagskerfinu án þess að átta sig á afleiðingunum (landráð af gáleysi) en skömm þeirra er auðvitað mest sem áttu að hafa það sem starf að vita þetta – t.d. hámenntuðum hagfræðingnum í starfi forsætisráðherra og hagfræðiprófessornum í starfi ráðgjafa hans, Seðlabankastjórunum, já, viðskiptaráðherra og fleirum.

    Önnur stærstu mistök Samfylkingarinnar, svo ég svari Margréti hér að ofan, var að lofa skjaldborginni frægu án þess að geta staðið við það 100% Kannski voru það draumórar eða kosningatal – en það virðist því miður hafa komið af stað vonum um að hægt sé að gera betur en raunin er.

  • Samfylkingunni hefur mistekist að fanga atkvæði hægri manna þrátt fyrir að taka sér hugmyndafræði þeirra að mestu leyti til fyrirmyndar, enda lýsir hún enn yfir stuðningi við jafnaðar- og vinstri stefnu. Á sama tíma hefur hún misst stuðning vinstri manna, enda ekki hægt að staðsetja hana vinstramegin lengur þegar hún er dæmd af verkum sínum. Með þessu áframhaldi verður hún nýja Framsókn, um leið og sú gamla leggst af.

  • Ágúst Þór Ragnarsson

    Sælir

    Hver segir að það falli á ríkið að leiðrétta þetta óréttlæti?

    Við stöndum frammi fyrir því að lánasöfn bankanna voru ofmetin og hafa verið afskrifuð um tugi prósentna vegna væntinga um rýrnun þeirra. Afhverju voru þessar væntingar til staðar? Jú, vegna þess að forsendur lánasamninga undanfarinna ára eru brostnar.

    Í stað þess að afskrifa eignasöfn einstaklinga á sanngjarnan hátt hafa bankarnir og stjórnvöld sett upp einhverskonar gjörning sem sýnir fram á afskrift höfuðstóls en rukkað er í staðinn hærri vexti, þannig að lausnin er engin. Þannig er pönkast á skuldurum landins þangað til að þeir gefast upp og þegar þeir gefast upp þá græða bankarnir mest. Leysa til sín eignir skuldarans á uppboði og selja það á markaðsverði.

    Ergo: Eigið fé nýju bankanna eru afskriftir ónýtra lánasafna sem erlendir kröfuhafar hafa gefið eftir. Síðan pönkast bankarnir á skuldurunum í stað þess að láta afskriftirnar ganga alla leið.

    Hvar er ábyrgð fjármálastofnananna? Sem er í þessu tilviki sterkari samningsaðilinn (býr yfir meiri vitneskju um ástand markaðarins). Hvað með það hafa tekið stöðu gegn skuldurum landsins og fellt krónuna langt umfram það sem eðlilegt gat talist? Eiga skuldarar engan bótarétt – leiðréttingu. Afhverju standa stjórnvöld ekki með skuldurum í baráttu sinni gegn bönkunum?

    Ekki bera saman hlutabréfakaup og fasteignakaup það er einfaldlega rangt á margan hátt. Hlutabréf eru fyrst og fremst áhættufjárfesting. Súrrealisminn kristallast reyndar í þessu þar sem margir telja að fólk hafi tekið gríðarlega áhættu með því að kaupa sér þak yfir höfuðið.

    Átti fólk að hætta fjárfestingum í húsnæði vegna þess að það átti að vita að gjaldmiðill landsins væri ónýtur og myndi rýrna um 120%?

    Samfylkingin hefur ekki fótað sig í þessari umræðu og alls ekki tekið markvisst og sanngjarnt á málunum.

    Kveðja,

    Ágúst Þór

  • Pétur Tyrfingsson

    Ég álít að tíminn sé kominn að við samfylkingarfólk tökum stefnuna á sósíalisman.
    Söguskoðun Marx leiðir óhjákvæmilega að nú er rétti tíminn. Stefna og kenningar Karls Marx og Lenín eiga vel við á Íslandi í dag.
    Aðeins með stofnun á alvöru sósíalisku samfélagi verður alþýðu þessa lands tryggt frelsi, réttlæti og velsæld.
    Fram til baráttu félagar!

  • sammála Pétur – orð í tíma töluð!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur