Miðvikudagur 27.05.2009 - 11:10 - 9 ummæli

Skrýtið réttindafélag

Óska velfarnaðar karlmanninum Andrési Inga Jónssyni sem nú tekur við af Silju Báru Ómarsdóttur sem fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn Kvenréttindafélags Íslands.

Ha? Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn KRFÍ? Er það virkilega þannig að stjórnmálaflokkarnir tilnefni menn í þessa stjórn? Ansi er þá orðið skrýtið réttindafélag úr hinni fornu súffragettusveit Bríetar Bjarnhéðinsdóttur!

Ég vissi þetta ekki, og taldi mig þó eldri en tvævetur í félagsmálum – hélt að þarna væri við stjórnarkjör reynt að gæta jafnvægis í pólitík einsog víða tíðkast í almennum félagasamtökum innan um aðrar jafnvægiskúnstir – en að flokkarnir eigi fulltrúa í stjórnum sjálfstæðra félaga kemur á óvart, að ekki sé talað um réttindafélag sem að minnsta kosti stundum hafa verið einhverskonar baráttusamtök á hendur kerfinu og karlveldinu.

Og hver tilnefnir í stjórn KRFÍ? Formenn flokkanna? Kvennasamtök flokkanna? Ráðakonur flokkanna? Kjörmenn eða kardínálar – og þá hverjir/hverjar?

Vill ekki einhver forystumaður í félaginu – eða flokkunum – skýra þetta betur fyrir okkur sakleysingjunum sem héldum að Kvenréttindafélag Íslands væru frjáls félagasamtök?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þetta virðist líka vera eitthvað baktjaldamakk því í lögum félagsins stendur ekkert um neina stjórnmálaflokka. Annars er Andrés góður gaur sem mun örugglega vinna vel fyrir félagið.

  • jamm nokk merkilegt… en takk líka að benda okkur á að hann Andrés sé karlmaður…hefði verið vanræðalegt að fara villast á því….:o)

  • Var Andrés blessaður sá fulltrúi í VG sem best þekkir inn á reynsluheim kvenna og því best hæfur til að sitja þarna í stjórn?

    Er ekki blessuð réttindabaráttuan komin á villigötur þarna? Eða kannski er bara VG enn og aftur á villigötum?

  • Mörður Árnason

    Takk H, vissi þetta ekki en hafði þó tékkað á lögunum þar sem ekkert er minnst á stjórnmálaflokka. Kannski er þetta aðeins skárra en að flokkarnir tilnefni alla stjórnina, en ennþá afar sérkennilegt. Býð hérmeð forystumönnum KRFÍ rúm á þessari bloggsiðu til að skýra málið (hef sent netpóst þess efnis á skrifstofu KRFÍ).

    — Þekki ekki hvernig þetta er hjá Kvenfélagasambandinu, Margrét Rósa, en þar (sjá: http://www.kvenfelag.is/) eru þó engar opinberar tilnefningar frá stjórnmálaflokkum. Og ekki í Neytendasamtökunum heldur (þótt pólitík kunni með öðru að skipta máli við uppstillingu stjórnar — sem þing samtakanna getur sprengt í loft upp ef því sýnist). Þar voru einusinni grimm flokkspólitísk átök en hafa ekki verið í tvo-þrjá áratugi.

    Ég held KRFÍ hljóti að vera einu félagsamtökin á landinu sem telja sig ,frjáls’ en tala við tilnefningum frá flokkunum í stjórn sína.

  • Mörður Árnason

    Og hér er skýring Halldóru Traustadóttur, framkvæmdastjóra KRFÍ. Sleppi öllum athugasemdum!:

    ,,Framkvæmdastjórn KRFÍ er kosin á aðalfundi félagsins sem haldin er í mars eða apríl ár hvert og er stjórn félagsins kosin til tveggja ára í senn (formaður og varaformaður eru kosnir sitthvort árið). Er framkvæmdastjórn skipuð 8 einstaklingum sem hingað til hafa einungis verið konur. Frá því við stofnun lýðveldisins hefur einnig verið sá háttur á hjá félaginu að bjóða þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi að tilnefna fulltrúa sinn í aðalstjórn félagsins. Aðalstjórnin samanstendur því af framkvæmdastjórn plús fulltrúum stjórnmálaflokkana. Hugsunin á bak við þetta var sú að efla tengls kvenréttindakvenna inn í stjórnmálaflokkana og efla samstarfið þarna á milli. Sú hugun er í fullu gildi í dag. Framkvæmdastjórn KRFÍ kemur að meðaltali saman til fundar einu sinni í mánuði. Aðalstjórnarfulltrúar eru síðan kallaðir á svokallaða aðalstjórnarfundi tvisvar á ári (eða oftar ef nauðsyn þykir) auk þess sem þeir eru sérstaklega boðaðir á aðalfund félagsins, opna fundi og ráðstefnur og þ.h.

    Varðandi val á aðalstjórnarfulltrúum látum við stjórnmálaflokkunum það eftir að velja sína fulltrúa og veit ég því ekki hvernig það val fer fram. En þrátt fyrir það að við bjóðum fulltrúum flokkanna að sitja með okkur á fundum nokkrum sinnum á ári teljum við félagið engu að síður vera frjáls og óháð félagasamtök; KRFÍ eru félagasamtök sem vilja vera í góðri samvinnu við þá sem eiga sæti inni á Alþingi og setja lög sem t.d. varða kvenréttindi og jafnrétti kynjanna. Við viljum virka og góðar umræður um jafnréttismál og að sú umræða nái inn í stjórnmálaflokkanna. Þess vegna eiga fulltrúar stjórnmálaflokkanna sæti í aðalstjórn KRFÍ.“

  • Mjög einkennilegt að hægt sé að bjóða flokkum að tilnefna fólk í stjórn án þess að um slíkt standi stafur í lögum félagsins.
    http://www.krfi.is/krfi/content/view/18/27/

  • Hmm… einhverra hluta vegna fær fyrri athugasemd mín við þessa færslu ekki náð fyrir augum tölvukerfisins sem segir að hún „bíði samþykktar“.

    Hún endaði á orðunum: „Þá er þetta nú betra hjá Varðbergi og Samtökum um vestræna samvinnu, sem gera hreinlega ráð fyrir því í lögum sínum að stjórn sé skipuð fulltrúum lýðræðisflokkanna. Þú mættir nú reyndar alveg brydda upp á því í þínum flokki Mörður að Samfylkingin hætti að taka þátt í þeim leik…“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur