Þriðjudagur 26.08.2014 - 20:36 - 7 ummæli

Vegna Hönnu Birnu

Vegna viðtalsins við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kastljósi í kvöld:

1. Mörður nokkur Árnason veifaði aldrei minnisblaðinu fræga úr ræðustól alþingis, heldur sagði þar afar almennt frá skjalinu sem honum barst. Hér.

2. Mörður Árnason hefur aldrei sýnt Hönnu Birnu skjalið né nokkru fólki á hennar vegum, en afhenti það góðfúslega lögreglumönnum sem önnuðust rannsókn málsins.

Það er því rangt hjá Hönnu Birnu að hún hafi verið að neita tilvist skjalsins sem Mörður fékk – megintextanum eða viðbótinni – þegar hún lýsti því yfir á alþingi að ekkert „sambærilegt gagn“ væri til í ráðuneyti sínu.

Hér er kaflinn úr þingræðu innanríkisráðherrans 27. janúar:

Ég hvet líka hv. þm. Mörð Árnason sem hefur umrætt minnisblað undir höndum, hann hefur upplýst það hér, til að upplýsa þingheim um það hvaðan hann fékk minnisblaðið, vegna þess að minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Ég hvet hv. þingmann endilega til þess að koma með gagnið.

Þessi einkennilega yfirlýsing Hönnu Birnu á sér einverjar aðrar skýringar en þingræður Marðar Árnasonar – og með einhverjum öðrum hætti þarf líka að skýra það að skjalið sem um er að ræða var í einhverri gerð einmitt að finna í ráðuneytinu, sem frægt er orðið, í tölvupóstgeymslum allrar yfirstjórnarinnar, þar á meðal og ekki síst ráðherrans sjálfs og aðstoðarmanna hans.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Það er verulega óhuggulegt til þess að vita að forsætisráðherrann okkar lýsi yfir stuðningi við þennan siðblinda ráðherra. Bjarni skiptir engu máli og náttúrlega BARA að hugsa um að flokkurinn líti ekki illa út. Ég hélt satt best að segja að forsætisráðherra léti ekki segja sér svona fyrir verkum.

  • Haukur Kristinsson

    Hanna Birna Kristjánsdóttir á eftir að komast á spjöld sögunnar sem einhver aumasti ráðherra Íhaldsins, ef ekki allra flokka. Framkoma hennar er óafsakanleg; lygar, útúrsnúningar og hroki. Getur enginn talað yfir hausamótunum á konunni, reynt að gera henni ljóst að afsögn er það eina sem eftir er í þessum skollaleik. Það yrði henni sjálfri fyrir bestu.

    En það sem mér finnst eftirtektarvert og all ömurlegt er öll þessi meðvirkni sem í gangi er hjá mörgu fólki, sama hversu djúpt ráðherrann sekkur. Jafnvel hjá persónum sem notið hafa virðingar embættisins vegna. Hvað er t.d. Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. dómari við Hæstarétt Íslands að hugsa. Er hann einnig að leitast eftir því að komast á spjöld sögunnar sem slappur og siðlaus liðsmaður FLokksins? Tilbúinn til að réttlæta hvað óþverra sem er vegna tryggðar við sjalla-klíku-veldið.

    Hafa slíkir menn ekkert stolt, ekkert φιλότιμο?

  • Magnús Þ. Þórðarson

    Var einhvern tíma upplýst, hvaða einstaklingur lét Merði skjalið í té?

  • Haukur Kristinsson

    Nú voru vinirnir Brynjar Nielsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson að tjá sig enn einu sinni um Leka-Hönnu málið. Og siðleysið og lágkúran er æpandi hjá þeim báðum.

    Annar er þingmaður, hinn prófessor.

    Til hamingju Ísland!

  • Gleymið því ekki að „prófessorinn“ á að „rannsaka“ hrunið á Íslandi!!

    Flestir héldu að Baggalútur væri að grínast þegar frétt um það birtist fyrst en svo kom hinn siðlausi sannleikur í ljós.

    Hversu langt Íslenskum pólitíkusum finnst í lagi að ganga í lágkúrunni höfum við svo sannarlega fengið að kynnast aftur og aftur á síðasta áratug eða svo.

    Manni verður óglatt hreinlega og ég er kominn á þá skoðun að við eigum að ganga í Noreg – eða nánast hvert sem er. Því miður veit ég að engin einasta þjóð á byggðu bóli, mundi vilja taka þetta bananalýðveldi að sér.

    Ég er líka kominn á þá skoðun að Íslendingar séu almennt illa gefnir, undirförulir, lygnir og þjófóttir. Það er ástæðan að landinn er svona meðvirkur með spilltum stjórnmálamönnum og kýs þá aftur og aftur. Hanna Birna er bara birtingamynd þess sem hefur verið, er og mun vera.

    Það er nú það.

  • Haukur Kristinsson

    T.S. Eliot á að hafa skrifað, „The general ethos of the people they have to govern determines the behavior of politicians.“

  • Þetta er náttúrulega bara bilun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur