Mánudagur 18.05.2015 - 11:25 - 2 ummæli

Hrossakaup – um að bíða?

Freku kallarnir vilja setja fimm – fjögur – átta náttúrusvæði órannsökuð í orkunýtingarflokk og eyðileggja þarmeð bæði svæðin sjálf, ár og víðerni, og ekki síður leikreglurnar sem við ætluðum að búa til með rammaáætlun.

Þeir segjast mega þetta núna af því vonda vinstristjórnin hafi verið með skítuga pólitíska putta í áætluninni haustið 2012 (framsögumaður þingmálsins: Mörður Árnason). Nei og já – um það er meðal annars kafli 5 í þessum texta hér, nefndaráliti umhverfisnefndar um málið frá þeim tíma.

Svo er vitnað í hrossakaupakafla jólabókarinnar góðu eftir Össur Skarphéðinsson – en lesi menn hana nákvæmlega sést að Össur kvartar einkum yfir ónógum hrossakaupum, af því málinu var ekki beitt í slagnum um Evrópusambandsumsóknina.

Ókei – gefum okkur í umræðuskyni að þarna hafi verið hrossakaup og pólitískir puttar – hver var þá árangur af því öllu saman?

Hann var sá að ekki var tekin ákvörðun um sex svokallaða virkjanakosti á tveimur landsvæðum: Þjórsá × 3, og svo Hágöngur og Skrokkalda á hálendinu; heldur voru þeir settir í biðflokk og vísað aftur til fagmannanna í verkefnisstjórn. Þetta var gert á skýrum efnislegum forsendum, annarsvegar vegna óvissu um lax, hinsvegar vegna óvissu um áhrif á þjóðgarðshelgi.

Séu þetta kölluð hrossakaup – hvað á þá að kalla frekju stórkallanna núna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Óðinn Þórisson

    Svandís&Oddný hafa sagt að þetta mál fari ekki í gegn, það ætti að vera góð áskorun fyrir stjórnarflokkana að klára málið.

  • kristinn geir st. briem

    fyrst það var ekki mikil aðgerð að færa ur nýtíngu yfir í bið ætti það að vera jafn lítil aðgerð að færa virkjanir úr bið yfir í nítíngu. því það er lítill munur á flokkunum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur