Laugardagur 05.04.2014 - 09:11 - 4 ummæli

En fá þeir malusa?

Bjarni Benediktsson vill meiri bónusa hjá bönkunum – og núna er allt í einu bent á Evrópu!

Segir einhvernveginn allt sem í bili þarf að segja um Bjarna Benediktsson og fólkið sem hann er að vinna fyrir.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti fyrrverandi hefur aldrei átt almennilega upp á pallborðið hjá mér. En hann kann latínu og veit að bónus er latneskt lýsingarorð sem þýðir góður. Og einhverntíma í ofurlaunaumræðu í Frans í byrjun kreppu spurði forsetinn útaf þessum bónusum í bönkunum hvort þar væru ekki örugglega líka mátulegir malusar?

En malus er latneskt lýsingarorð og þýðir vondur.

Alltaf fundist þetta nokkuð gott hjá Sarkó. Ef bankastjórar og gekkóarnir þeirra vilja fá bónus – þá þurfi þeir líka að hætta á að fá malus, að tapa sjálfir og persónulega á ævintýrum sínum með fjármuni annarra og efnahagslegt heilsufar almennings.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Mjög góð ábending!

  • Nú ku Englandsbanki hafa áttað sig á því að viðskiptabankar prenti í raun peninga með sinni útllánastarfsemi. Það er hreint ekki fráleit ályktun.

    Peningar einir sér eru verðlausir. Peningar eru greiðslumiðill. Það eru verðmætin að baki greiðslumiðlinum sem ákvaraða gildi miðilsins.

    Bankar ívilna með lánum til framkvæmda sem verða að verðmætum og búa þannig til grunn að virði gjaldmiðilsins. Þ.e. prenta peninga.

    Á að veita mönnum bónus sem prenta peninga? Hvenær hætta þeir þá að prenta?

  • kristinn geir st. briem

    afhverju eru menn að fá bónusa fyrir að vinna vinnuna sína. í besta falli má það ef menn græða meira en aðrir í sama bransa og þá aðins sem ellilífeyrir þá ega menn svolítið undir því að vinnuveitandanum. því bankar eru eingin venjulegt fyrirtæki . vegna þess að peníngar eru ekki áðreifanleg verðmæti. þeir géta komið í stórum stökkum og farið í stórum stökkum men eiga því ekki að fá bónusa fyrr en fjárfestíngin er komin í hús og það gétur tekið nokkra áratugi.

  • Þetta er auðvitað bilun

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur