Færslur fyrir nóvember, 2012

Þriðjudagur 06.11 2012 - 14:20

Gott frumvarp eða ekkert frumvarp

Var í umræðum um „störf þingsins“ núna eftir hádegið og sagði nokkurnveginn þetta um kjaradeilu útgerðarmanna og um væntanlegt frumvarp um fiskveiðistjórnun: Nýjustu tíðindi af útgerðarmönnum eru tvennskonar – annarsvegar eru sagðar sögur um stórfenglegan hagnað – sem við fögnum öll einlæglega – og hinsvegar að þeir ætli í kjaradeilu við sjómenn að sigla flotanum í […]

Mánudagur 05.11 2012 - 10:25

Ég hef …

Í prófkjörsbaráttu verða til ýmsir textar og eiga sumir meira en innanflokkserindi. Hér eru nokkrar grundvallarstaðreyndir um frambjóðandann – á morgun eða hinn koma hér stefnupunktar með sama hætti. Vona menn hafi af gagn og gaman. Ég hef  • lagt áherslu á jöfnuð, umhverfismál og náttúruvernd, verið jafnréttissinni og íslenskumaður Jafnaðarstefnan er grunnurinn. Jöfnuður í […]

Laugardagur 03.11 2012 - 08:52

Almannavarnir – tíu ónotaðir milljarðar!

Ofsaveðrið hérlendis undanfarna daga rétt eftir New-York-fellibylinn – jarðskjálftarnir á Norðurlandi um daginn – eldgos tíðari en áður vegna þess að jöklar dvína – óleyst almannavarnamál á höfuðborgarsvæðinu – allt hefur þetta beint sjónum að þeirri gamalkunnu staðreynd að Íslendingar búa við óblíða náttúru og margir á hættuslóðum. Á okkar eftirhrunstímum hefur samfélagið sjaldan verið óburðugra […]

Föstudagur 02.11 2012 - 09:35

Samfylkingin – forystuafl í næstu stjórn

Það er síðasti vetur kjörtímabilsins og við í Samfylkingunni erum að undirbúa okkur fyrir kosningar, með prófkjörum og stefnuumræðu. Það er gott að sem flestir viðri sjónarmið sín fyrir opnum tjöldum, og beri sig saman við aðra – á meðan sótt er í boltann, ekki manninn. Mér hefur þótt bera skrýtillega á því í skrifum […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur