Þriðjudagur 06.11.2012 - 14:20 - 13 ummæli

Gott frumvarp eða ekkert frumvarp

Var í umræðum um „störf þingsins“ núna eftir hádegið og sagði nokkurnveginn þetta um kjaradeilu útgerðarmanna og um væntanlegt frumvarp um fiskveiðistjórnun:

Nýjustu tíðindi af útgerðarmönnum eru tvennskonar – annarsvegar eru sagðar sögur um stórfenglegan hagnað – sem við fögnum öll einlæglega – og hinsvegar að þeir ætli í kjaradeilu við sjómenn að sigla flotanum í land af því útgerðin eigi svo bágt útaf veiðigjaldinu – sem sjómenn skuli hjálpa til með að borga.

Forseti – ég er ekki hrifinn af því að ríkið hafi afskipti af kjaradeilum – en hlusta þó með athygli á hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur sem leggur til að þingmenn íhugi lög á útgerðarmenn strax og þeir láta verða af þessari hótun.

Þetta stríð minnir á að við eigum brekku eftir hér á þinginu í sjávarútvegsmálunum – um fiskveiðistjórnunina – að efna ksoningaloforð stjórnarflokkanna beggja um nýja skipan í sjávarútvegi.

Staðan í því máli er gjörbreytt eftir að 84% kjósenda greiddu atkvæði með þjóðareign á auðlindunum þannig að allir eigi möguleika á nýtingu, enda komi fyrir fullt gjald.

Nú er beðið frumvarps frá sjávarútvegsráðherra. Ég segi fyrir mína parta að það frumvarp verður að standast þær kröfur sem svörin úr þjóðaratkvæðinu gera til þess. Hæstv. atvinnuvegaráðherra bið ég að gæta sérstaklega að breytingartillögum okkar hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur við frumvarpið á síðasta þingi. Og við félaga og vini í stjórnarmeirihlutanum, og í Samfylkingunni sérstaklega, segi ég: Við getum ekki verið þær druslur og lufsur að við göngum hér frá hálfköruðu verki í fiskinum eftir að þjóðin hefur sagt sitt. Þá er betra að bíða og vinna heilt verk eftir næstu kosningar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • kristinn geir st. briem

    gæti verið að það seju í raun eingir penigar til í greininni en vegna þess að bankarnir vilja fá lán eigendanna borguð sé reiknaður arður svpað og gerðist með bankana. Hvernig gátu bankarnir farið á hausin fyrst þeir gátu greit svona mikinn arð. Hitt er svo annað í sambandi eign á hvóta sölu og leigu það mæti að ósekju taka gjald af því því þjóðinn á þetta .Hvað er þjóðareign. Mörður á að skilgreina þjóðareign er víst að allir samfylkíngarmen séju samála merði um hvað er þjóðareign

  • Það eru mestu mistök þessarar annars ágætu ríkisstjórnar að hafa ekki staðið við kosningaloforðið um að innkalla allan kvótan 5% á ári, betra hefði verið 10% leið en best að taka allt á einu bretti.
    Það verður aldrei friður fyrr en allur kvótinn er kominn í leigu til útgerðarinnar á sanngjörnu verði kr 100+ á kíló.
    Þetta kvótafrumvarp sem er væntanlegt er tómt rugl.

  • Mörður Árnason

    Kristinn — Þjóðareign er land, gripir eða auðlindir sem þjóðin á sameiginlega, einnig þeir sem á eftir okkur koma. Þjóðareign má ekki selja eða veðsetja, en nýta ef þannig stendur á, og komi fyrir fullt gjald.

    Þjóðareign er ekki það sama og ríkiseign. Ríkiseign er til dæmis fasteign, skrifstofubygging, eða bíll hjá ríkisstofnun. Þetta er selt og rifið og keypt nýtt eftir hentugleikum, á sama hátt og hjá fyrirtæki eða fjölskyldu.

    Dæmi um þjóðareign sem þegar er í lðgum: Þingvellir, í ævarandi eigu þjóðarinnar. Bankarnir gáfu þjóðinni handritið Skarðsbók — hana getur ríkið ekki selt eða veðsett. Þorsteinn Gylfason hefur skrifað manna best um þetta, og bróðir hans Þorvaldur ekki miklu síður — líka ýmsir lögfræðingar þótt margir þeirra þusi.

    Trausti — Hjartanlega sammála.

  • kristinn geir st. briem

    kæri mörður
    þattað er nú pólutískt svar en skára enn ekkert .
    laxinn er hann þjóðareign hann sindir í sjónum eiga landeigendur að borga þó laxinn slisist í árnar hjá hjonum. vatnið hlýtur vera í þjóðareign hver á að borga það fulla gjald sem á að komma fyrir. Orkan eiga ekki orkufyrirtkinn að borga sérstaklega fyrir hana þó þeir hafi borgað fyrir landið sem hún er á svona get ég leingi hadið áfram . Held að mörður þurfi að útskíra sina sin um þjóðareign örlítið betur.

  • Um að gera að nýta niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í flokkspólitískum tilgangi.

    Mikil reisn, virðing og ábyrgð.

  • Sælir.

    Ef útgerðarmenn setja á verkbann, er það yfirlýsing um að þeir treysti sér ekki til að nýta auðlindina, sem er í þjóðareign samkvæmt lögum, sem þeim var falið. Því er því rétt af ríkisins hálfu að skerða þeirra kvóta um 1/365 fyrir hvern þann dag sem verkbannið gildir og fela öðrum að veiða hann eða bjóða upp til þeirra sem tilbúnir eru til að veiða hann.

    Kveðjur bestar

  • Sælir.

    Ef útgerðarmenn setja á verkbann, er það yfirlýsing um að þeir treysti sér ekki til að nýta auðlindina, sem þeim var falin og er í þjóðareign samkvæmt lögum. Því er rétt af ríkisins hálfu að skerða þeirra kvóta sem nemur 1/365 fyrir hvern þann dag sem verkbannið gildir og fela öðrum að veiða hann eða bjóða upp til þeirra sem tilbúnir eru til þess.

    Kveðjur bestar

  • Kári Jónsson

    Samkvæmt 34gr. í nýrri-stjórnarskrá, þegar HÚN verður staðfest, verður að innkalla nýtingarréttinn, og endurúthluta á jafnræðis-grundvelli og fyrir fullt-gjald, nýtingarrétturinn er boðinn upp, en greiddur (takið eftir þessu) EFTIR að fiskurinn er seldur á FISKMARKAÐI, sem aftur tryggir jafnræði fiskvinnslunnar, mikilvægt er að láta EKKI glepjast af 20árunum að það geti verið hóflegur tími, nýtingarréttinum verður úthlutað til eins árs, einsog nú er, það er hóflegur tími, sem tryggir það að bankarnir og Ríkisstyrkta-einkunar-útgerðar-vinnslan ÞURFA EKKI að veðsetja nýtingarréttinn. M.o.ö. JAFNRÆÐI, JAFNRÆÐI, JAFNRÆÐI !!!. 34gr. gefur löggjafanum tækifæri til að hugleiða önnur stjórnkerfi, en kvótakerfi t.d. dagakerfi, sóknarstýringarkerfi, ég nefni þetta vegna þess að KVÓTAKERFIÐ hefur engu skilað í stækkun fiskistofnanna, og beinlínis vegna kvótakerfisins er tvöfalt verðmyndunarkerfi við líði, það verður einhver (sjómenn) að borga meinta hagræðingu í atvinnugreininni. Verðmyndunin á að gerast á frjálsum-óháðum-fiskmarkaði.

  • kristinn geir st. briem

    kári jónsson
    hað er fult gjald borga utgerðamen nú þegar . má mismuna fólki hvað finst kára um mismununega ekki allir sem níta þjóðareign á ekki þá að reikna auðlindarentu af þyngvöllum og skarðsbók .Eg held að þettað sé ekki svona enfalt enn þar sem mörður getur ekki gert betur að skilgreina þjóðareign þá mindi eg bíða eftir dómstólunum því þessi stjórnarskrá verður stórfurðuleg.

  • Sigurður

    Mörður,
    Afhverju gáfuð þið makrílkvótann?

    Afhverju getur Samherji ekki borgað sama verð fyrir makrílinn hér, og t.d. í færeyjum?

    Hvernig stendur á því að á sama tíma og þið lofið að endurheimta kvótann úr klóm LÍÚ (og svikuð reyndar) að þá GEFIÐ þið makrílkvótann til sömu manna?????

  • Mikil er ábyrgð þeirra sem komu þessu kerfi á fyrir sína umbjóðendur og gæludýr á sínum tíma…. nún emja gæludýrin hástöfum og sparka í sjómennina sína sem þeir notuðu sér til framdráttar á Austurvelli um daginn….
    Þeir sem eiga mest af kvótaþýfinu í skattaskjólum emja að venju hæst…….
    .

  • Mörður Árnason

    Sigurður — Ekki víst það sé búið að bíta úr nálinni með makrílkvótann … enda fáránlegt að bjóða hann ekki upp og koma þeirri auðlindarentu til þjóðar í erfiðleikum.

  • Sigurður

    Hvað meinarðu með því Mörður?

    Þið gáfuð kvótann, endurtókuð sömu vitleysuna og þið þóttust ætla að leiðrétta í kvótakerfinu.

    Þessi vinnubrögð eru ástæðan að heilu byggðarlögin skjálfa á beinunum af áhyggjum hvað þessir menn gera við kvótann sinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur