Sunnudagur 20.02.2011 - 18:36 - 16 ummæli

Samningar eða dómstólar

Forsetinn ákvað það sem forsetinn ákvað – og þá er að fara í atkvæðagreiðsluna. Mér sýnist hún hljóti að snúast um það hvort við samþykkjum þennan síðasta samning eða hefjum málarekstur fyrir dómstólum.

Sumir segja að atkvæðagreiðslan hljóti að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. Það er örugglega leitun að ríkisstjórn sem óskaði sér dómstólavafsturs eftir alla Icesave-söguna – en ef ríkisstjórnin þarf að fara frá við fall Buchheit-samningsins – hlýtur þá ekki líka Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að fara frá?

Allavega eitt gott við þetta mál: Kjördaginn má nýta til uppkosningar fyrir stjórnlagaþingið. Það verður ekkert skemmtilegt fyrir frambjóðendurna að keppa um athygli við já- og neihreyfingarnar í Icesave-málinu, en þetta er það eina rökrétta einsog málin standa. Fáum að minnsta kosti stjórnlagaþing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Kristján G. Kristjánsson

    Ekki gleyma undirskriftunum vegna orkumálanna. Hvað voru þær margar?
    Verður ekki að kjósa um það í leiðinni? Eða má draga það í það endalausa og taka önnur mál fram yfir?

  • Einar Þorbergsson

    Já og kvótann og ferskvatnið. Nota tækifærið.

  • Málið snýst ekki um það hvort nokkur eigi að fara frá heldur hvort þjóðin eða stjórnmálafólk eigi að ráða örlögum þjóðar. Í þessari stöðu er það stjórnmálamanna að sannfæra okkur um ágæti samninga/dómstóla.

    Minni á að íslenskir stjórnmálamenn hafa nokkrum sinnum á síðustu árum komið þjóðinni í vonda stöðu. Þingræði eða ekki, ráðherraræði eða ekki, þegar svona er komið, og traustið farið frá stjórnmála- og embættisstéttum, þá er þjóðaratkvæði um stærstu málin eina sem hægt er að bjóða þjóðinni. Ef í ljós kemur að hún er klofin, þá það. Ef hún er á öndverðum meiði við stjórnmálin, þá það. Ef allir ganga í takt, eykst traustið aftur.

  • Sammála Einari

  • Væri ekki rétt að þið snéruð ykkur til bankastjóranna og bankaráðsmananna,
    sem bera ábyrgð á þessu klúðri,áður en þið farið fram á að íslenskir skattgreiðendur borgi þetta Icesave bull.
    Síðan væri gott að byrjað verði sem fyrst, á skjaldborg fyrir heimilin í landinu.

  • Væri ekki ágætt Mörður ef að þú eða aðrir beittuð ykkur fyrir alvöru kynningu
    á kalda hagsmunamati: kostnaður við höfnun vs. kostnaður við samþykkt.
    Það hefur aldrei verið gert. Stjórnvöld hafa aldrei hreinlega kynnt þetta almennilega. Af hverju ætti þjóðin að samþykkja samning ef það veit ekkert hvernig útkoman verður við höfnun? Ef að einhver getur t.d. sýnt fram á að ríki og sveitarfélög fá lítil sem engin erlend lán eða lán á ömurlega háum vöxtum í framtíðinni erlendis og kostnaðurinn við það verður hærri en 3% af árlegri þjóðarframleiðslu (sem icesave samningurinn nýji á mögulega að kosta) , þá er ég tilbúinn að athuga að samþykkja þennan samning. En svo lengi sem stjórnvöld eru með litla eða nánast enga kynningu á málunum eða geta ekki fært rök fyrir því af hverju við ættum að samþykkja þetta, þá hreinlega mun ég ekki mæta á kjörstað því að ég bara því miður hef ekki hugmynd um það hvor kostnaðurinn þjónar Íslandi betur

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Flokkarnir eiga ekki að koma nálægt málinu. Kynninguna verður að vinna af hlutlausum sérfræðingum sem og allt mat og reiknilíkön, sem HAFA EKKI VERIÐ GERÐ ENNÞÁ AF ÞESSUM SNILLINGUM ALÞINGIS. Þeir væla bara um eitthvað álit Lee Bucheits sem fékk ekki umboð til neins annars en skila samningi, að hann er viss um að ekki ert hægt að gera betur, og ummæli hans um allt annað og þá að fara dómstólaleiðina má finna á netinu. Það var nefnilega það. Líkurnar að hann kæmi heim með meint meistarastykki og sagði að það væri hægt að gera betur eru…??? Munið þið ekki að Mörður og félagar samþykktu Svavarssamninginn án þess að hafa séð hann, og glæsisamningasnillingur kommanna fullyrti eins og stjórnarliðar með klerkastjórninni að það var ekki vegur að gera betur?

    Mörður og aðrir þingmenn njóta 7.5% trausts þjóðarinnar sem er sennilega minna en bifhjólaklúbburinn Fáfnir sem er etv. orðin að Hell Angles nýtur. Kominn tími á að þjóðin losni amk. við hvern og einn einasta þingmann sem var á þingi fyrir hrun, og helst líka þá sem komu inn nýir, því að hið fornkveðna að það er sami rassinn undir þeim öllum hefur sannast heldur betur. Og þingmannasnillingar Samfylkingarinnar trúðu öll sem einn að forsetinn myndi ætla að hlýða klerkstjórninni eins og ekkert sé, þegar nákvæmlega allt mælti á móti því. HALLÓ… 7.5% þjóðarinnar lýsir trausti sínu á Alþingi, eða það ólánsfólk sem þar hokrar á ofurlaunum miðað við árangur.

    Þjóðin þarf örugglega ekki leiðsögn frá rammvilltum leiðsögumönnum sem hvort sem er rötuðu aldrei leiðina.

    Til hamingju Ísland og forsetinn lengi lifi.

  • hrekkjalómur

    Mörður getur allavega ekki kvartað því ég veit ekki betur en þetta sé forsetinn hans.

    Hrekkjalómur

  • Jú Mörður það ættu allir að fara frá.
    Við þurfum nýtt fólk á þingið. Fólk sem er ekki með mútur á herðunum og þaðan af verra.
    Almenningur treystir ekki þinginu og því eru málin svona.

    Menn munu segja það í aðdraganda kosninga að við höfðum sjálfir lofað að greiða þetta fé.
    Hins vegna er það komið upp nú að það er bannað að skuldsetja þjóðina með óþekktum upphæðum.
    Þarna fellur því þetta um sjálf sig.

  • Garðar Garðarsson

    Það á ekki að kjósa til stjórnlagaþings um leið og kosið verður um Icesave samninginn, því kynning frambjóðenda mun kafna í æsingnum í kringum Icesave. En það væri óvitlaust að gefa þjóðinni færi á því að segja af eða á um það hvort þeir 25 sem valdir voru til stjórnlagaþings í kosningunni umdeildu myndu taka að sér að skrifa nýja stjórnarskrá sem yrði svo borin undir þjóðina áður en hún kemur til kasta Alþingis. Sú kosning yrði mun einfaldari og þyrfti ekki að truflast svo mikið af Icesave.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Það væri afar áhugavert að fá skýringu þingmannsins Marðar „sérfræðingsins“ fjármálum þjóðarinnar og í flóknustu milliríkjasamningum sem standast engin lög, um hvers vegna Bretar og Hollendingar hafa allt aðrar hugmyndir um hvað Icesave 3 átti að kosta okkur og má sjá í öllum þarlendum fjölmiðlum, sem hver og einn nýtur meira trausts hjá þjóðum sínum en Alþingi Íslands með sín 7.5%?

    „Iceland’s president has called a referendum on the latest plan to repay the UK and Netherlands the 4bn euros (£3.1bn) they lost when the Icesave bank collapsed.“

    * Frétt BBC um að forseti Íslands hafnaði undirritun í annað sinn í dag.

    Það eru yfir 600 milljarðar króna. Yfir 600 milljarðar króna þegar stjórnarliðar hlógu af þeim sem leyfðu sér að reikna frá 375 – 450 milljarða. Nei 50 milljarðar MAX.

    600 milljarða talan hefur nákvæmlega aldrei sést í íslenskum fjölmiðlum síðan kjósendur báðu stjórnarliða að hoppa upp í frændann sem Þórunn þekkir með Icesave 2 glæsisamning stjórnarflokkanna með 98.2% samstöðu.

    Samþykkti þingflokkur Samfylkingarinnar Icesave 3 samninginn óséðan eins og Icesave 1 á sínum tíma?

  • Eyjólfur

    Við erum ekki að fara að hefja neinn málarekstur, enda ekki að gera kröfu á hendur neinum. Nema ef vera skyldi vegna beitingu hryðjuverkalaga?

  • Þetta bull frá Bessastöðum kallar mjög hátt á nýja stjórnarskrá og Stjórnlagaþing

  • Er ekki komin tækni til að kjósa rafrænt og spara. Þá kíkir enginn yfir pappaskilrúm

  • Nú er um að gera að fella þetta með sem mestum meirihluta og krefjast svo þingkosninga með Undirskriftasöfnun. Það verður að hreinsa eitthvað til!

  • Gísli Ingvarsson

    Líf ríkisstjórnarinnar er alltaf í hættu og þetta mál breytir því ekki neitt. Nýtt þing myndi standa svipað að þessu máli líka svo það sem er brýnast er að losna við Ólaf af Bessastöðum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur